Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 21. desember 1984 Sólon Sölvi Sólon Helgason Gudmundssen. Spek- ingur? Snillingur? Besti sonur Skaga- fjarðar? Helgur maður eða latur flœkings- hundur? Eitt er víst. Hann var öðruvísi. Hann var lífskúnstner, sem var í senn; elskað- ur, hataður, umrœddur og lesinn, eftir að skáldsaga Davíðs kom á prent. Eftir viku, þann 28. des., frumsýnir Leikfélag Akureyrar verk Sveins Einarssonar um Sölva Helgason, en það ber nafnið „Ég er gull og gersemi“ og er sótt í fræga vísu Sölva um sjálfan sig. Eftir því sem Dagur kemst nœst mun þarna vera um all- óvenjulega sýningu að rœða. Þema verksins er listamaðurinn í samfé- laginu og/eða samfé- lagið í listamanninum, Sölvi er vanmetinn listamaður er fær þrá sinni ekki svalað, en hrekst um landið oft smáður og óvinsæll. í brauðstriti daganna hafði fólk um annað að hugsa en listir. „Ég er gull og gersemi „Ég skrifaði þetta verk að undirlagi LA, en þetta er hugmynd sem það hefur eflaust fóstr- að með sér um nokk- urn tíma. Síðan var komið að máli við mig í vor og ég var tilbú- inn, “ sagði Sveinn Ein- arsson höfundur jóla- leikrits LA, Ég er gull og gersemi, er við innt- um hann eftir upphaf- inu og tildrögum þess að hann skrifaði þetta verk. „Ég byrjaði á því að lesa skáldsögu Davíðs, Sólon íslandus, einu sinni enn. Þá rann upp fyrir mér að ég var búinn að velta fyrir mér verki af svip- uðu tagi og þetta small saman. Ann- ars ætlaði ég mér að skrifa skáldsögu, en þetta er heillandi og spennandi og því ýtti ég henni til hliðar og sló til. Flókin sýning Ég skrifaði verkið þrisvar. Fyrst skrifaði ég uppkast og las það fyrir kunningja mína fyrir sunnan sem eru inni í leikhúsheiminum og sem ég tek mark á. Síðan gerði ég breytingar eftir þeirra uppástungum og ábend- ingum. Pá kom ég norður og las megnið af leikritinu fyrir leikhópinn og tók mér síðan tveggja vikna frí og dvaldi í Egyptalandi. Er heim kom fór ég yfir það í þriðja sinn og breytti enn. Það hafa svo komið upp smá- vægilegar breytingar á æfingum.“ - Var það strax inni í myndinni að þú yrðir leikstjóri. „Já, í rauninni var það. Þegar Ijóst var hvaða tökum ég tók verkið, jfö var eiginlega ómögulegt annað en að fylgja því eftir.“ - Segðu okkur eitthvað um þetta verk. „í því eru 10 stór hlutverk og hlut- verk Sölva náttúrlega stærst, en hann leikur Theodór Júlíusson. Leikararn- ir eru inni á sviðinu nánast allan leik- inn og þetta reynir mjög mikið á þá. Verkið gerir miklar kröfur bæði til leikara og annarra sem koma nálægt sýningunni. Þetta er tæknilega lang- flóknasta sýning sem sett hefur verið á svið hérna, t.d. eru ljósabreytingar farnar að nálgast 200. Samtals koma um 20 manns fram í sýningunni, þar af eru 3 börn, við höfum 2 gengi, þau leika til skiptis. Nú, tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson, en við höfum unnið mjög mikið saman í gegnum gimsteinn elskuríkur. árin, þau eru líklega orðin um 20. Ég var alltaf með það í huga, að sýningin yrði svona. Leikhús er alltaf að breytast og þegar skrifað er leikrit upp úr eða eftir skáldsögu er eðlilegt að taka mið af þessum breytingum og taka verkið nýjum tökum. Ég vil kannski ekki segja að gamla aðferðin við það að skrifa leikrit upp úr skáld- sögu sé gengin sér til húðar, en nýjar hugmyndir eru komnar fram og nýjar leikhúsaðferðir. - Þú ert trúr Davíð í þínu verki? Þær hugmyndir sem þjóðin hefur alið með sér um Sölva eftir skáldsögu Davíðs eru hinar sömu hjá þér? „Já, ég er trúr hugmyndum Davíðs. Sumt kemur beint frá honum, en það eru kaflar í verkinu sem ekki tengjast Davíð, þeir eiga fyrirmyndir í þema skáldsögunnar, verkið krafðist þess að þeir yrðu leiddir fram sem hliðstæða þess sem Sölvi upplifði í sínum samtíma. Allt sem gerist á sviðinu er ekki sann- sögulegt eða á sér sannsögulegar fyrirmyndir. Þetta er samið sem leik- sviðsverk og ég nota fjölbreytilegar aðferðir til að koma því til skila. Mörg kvæða Davíðs sýna að Sölvi og örlög hans og hans líkar, voru honum hugleikin löngu áður en hann hóf að skrifa um hann og þau fjalla um svipað efni og skáldsagan. Sum þess- ara ljóða felli ég inn í leikinn." - Nú hefur fólk eflaust gert sér ákveðnar hugmyndir um Sölva, hvernig heldur þú að það taki ykkar Sölva? „Fólk hefur áreiðanlega margvís- legar hugmyndir um Sölva, það er rétt og ekki nema eðlilegt og ekkert við því að gera. En það hefur sjálf- sagt ekki sömu myndina, rétt eins og þjóðin hefur gert sér ákveðnar hug- myndir um Gunnar frá Hlíðarenda og Gísla Súrsson og þær hugmyndir vilja oft stangast á hjá fólki. Okkar Sölvi er í þessu verki tákn um lista- manninn í samfélaginu og við erum að velta fyrir okkur tilgangi listar og þörf fyrir list í samfélaginu. Sem bet- ur fer er okkur orðið það ljóst að við lifum ekki á brauði einu saman." Mín Sölvasaga er dœmisaga - Jón Óskar sendi fyrir skömmu frá sér sögu um Sölva, hvernig stendur á þessum Sölvaáhuga allt í einu? „Það er gaman að þetta skuli vera svona mikið Sölvaár, en ég held að þetta sé bara tilviljun. Það hefur blossað upp mikill áhugi á Sölva undanfarið. Ég held að samtíðar- menn hans hefðu orðið hissa, en kannski ekki hann sjálfur. Sölvi var þess konar persónuleiki að mönnum stóð aldrei á sama um hann. Hann fór víða og var mönnum eftirminni- legur. Ég hef hitt fólk sem átti afa og Ég er djásn og dýrmæti ömmur sem sá eða þekktu til Sölva og það hefur verið mjög gaman.“ - Hvernig ber það Sölva söguna? „Eins og við er að búast af manni sem er eins margsamsettur og hann, þá lýsa þessar sögur mörgum hliðum. Einn hefur fest sig við eitt í fari hans, annar við eitthvað annað. En í mínu verki er ég ekki að leita að hinum sögulega Sölva, mín Sölvasaga er dæmisaga." - Þið hafið ekki hist, þú og Jón Óskar, til að bera saman bækur ykkar? „Ég reyndi að hafa upp á Jóni Óskari þegar ég var að byrja, en við fórum á mis. Ég hlakka mikið til að lesa bókina hans, en þessi tvö verk eru að því leytinu ekki sambærileg, að Jón fer í saumana á heimildum og reynir að búa sér til sem sannsögu- legasta mynd af Sölva, en ég er með skáldsögu Davíðs og við gerð leik- ritsins var ég með í huga, að við erum að leika fyrir áhorfendur í dag. Ég tek ímynd hans út úr sinni samtíð og verkið er skírskotun þessarar ímynd- ar við nútímann." - Hvernig maður var Sölvi? „Hann var stórbrotinn persónu- leiki. Það sem hann gerði sem lista- maður vekur upp spurningar um það hvort hann hefði getað orðið enn meiri listamaður ef hann hefði fengið tækifæri til að læra og menntast eins og hann þráði. Sálarlíf hans var dá- lítið í molum. Hann tók stórt upp í sig. Var það raup eitt og gort? Fróð- leiksþrá hafði hann ríka, en náði ekki að fullnægja henni, og þá hefur það kannski brotist svona út.“ Alltaf spenna í góðu leikhúsi - Hvernig hefur svo gengið hjá ykkur? „Æfingar hafa gengið vel, það er mikil stemmning á æfingum og gam- an að vinna þetta. Það koma alltaf upp á viss vandamál, en engin svo stór að við höfum ekki getað yfirstig- ið þau. Leikfélag Akureyrar hefur verið í sókn undanfarin ár og mér finnst þetta einmitt vera verkefni sem fer vel á að leikhúsið hér glími við. Það hefur á undanförnum árum tekið stór verk sem vakið hafa at- hygli alþjóðar. Auðvitað getum við ekki nú sagt til um hvort verkið verð- ur vinsælt, en það örvar okkur að finna þann mikla áhuga sem fólk virðist hafa á þessu verki. Ég hef haft feiknarlega gaman af að vinna við þetta hérna, það hefur verið skemmti- leg stemmning í kring um tilurð þessarar sýningar og allir lagt hart að sér.“ - Og þið bíðið spennt eftir frum- sýningardeginum? „Það er alltaf spenna í góðu leik- húsi.“ mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.