Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 3. júní 1985 Þegar við vorum á ferð um daginn og komum við á Rauðá í Ljósavatnshreppi til að tala við Erling bónda þar, bauð hann okkur að ganga í bæinn eins og siður er til sveita. Er við höfðum gengið þar um stofur var ekki hjá því komist að sjá forláta kistur, skrifpúlt, skápa og fleiri hús- gögn sem litu út eins og ný væru. Allar höfðu þó þessar „mubblur“ gamalt yfirbragð. Þetta glæsilega handverk hafði Vilhjálmur Grímsson unnið, faðir Erlings. Vilhjálmur er 82 ára gamali, en hress og skemmtilegur og leikur við hvern sinn fingur, í fullri merk- ingu orðsins. Það er að segja hann hefur farið höndum um þessa gripi eins og hinn lærð- asti smiður og málari. „Ég hef aldrei lært neitt til þessara verka,“ segir hann. „Hins vegar má segja að þetta sé innborið í mig. Afi minn og fleiri voru miklir hagleiksmenn og af þeim hef ég lært það sem ég kann í dag. Ég horfði á þá vinna og fór svo sjálfur að reyna við smíðar og þetta er það sem meðal annars hefur kornið út úr þessu,“ segir Vilhjálmur bóndi og strýkur mjúklega yfir eina kistuna sem hann hefur farið höndum um. - Það vekur athygli okkar að kisturnar eru forkunnarvel rósa- málaðar. „Rósamálninguna vinn ég ekki. Það gerir dóttir mín, Þór- liildur sem býr á Hálsi í Kinn. En allt annað er mitt verk. Það kem- ur stundum fyrir að fólk kemur með nokkrar fjalir úr kisturæfli og biður mig að gera við þetta, þá er ekki um annað að ræða en að smíða nýja kistu, þó með þeim fjölum sem komið var með og gera hana síðan þannig úr garði að fólk sé ánægt, og það er óhætt að segja að það er fólk undantekningalítið.“ - Margar kisturnar eru merkt- ar ártali, hvað er elsta kistan göntul sem þú hefur farið hönd- um um? „Hér eru nokkrar sem merktar eru árum eins og t.d. 1835 og 1842, þar er algengt að kistur séu merktar ártölum frá 19. öld. En sú elsta sem ég man eftir var frá því um miðja 18. öld.“ - Hvaðan eru þessar kistur sem þú ert með hérna núna? „Þær eru af öllu landinu, ég hef gert við kistur frá Reykjavík, Akureyri og nýlega fékk ég senda kistu austan af Þórshöfn. Það virðast margir vita um þetta starf mitt, og síðan láta þeir einhvern annan vita sem á gamla kistu, ga- malt skrifpúlt, já eða gamlan rokk, ég geri líka við gamla rokka,“ segir Vilhjálmur og lítur glaðlega yfir húsgögnin sem hann er búinn að gera að nýjum. „Ég hef líka fengist við svo- kallaða okkholeringu, eða eikar- málningu, en það er aðferð sem notuð er til að ná fram eðlilegum blæ viðarins. Það er mikið um að ég sé beðinn að taka gamla skápa og annað í þessháttar meðferð.“ - Hefur þú lært þetta allt af því að fylgjast með og horfa á vinnubrögð annarra? „Það má segja það,“ segir Vil- hjálmur, „að vísu á ég enska Var helgin ekki „steindauð"? Kona á Akureyri hringdi og vildi gera athugasemd við frétt sem birtist í Degi mánudaginn 20. maí. Þar skýrði lögreglan á Ak- ureyri frá því í samtali við Dag að „helgin hefði verið steindauð“. - Maður sem ég þekki fór í Miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardagsins umrædda helgi. Það er skemmst frá því að segja að hann segist aldrei hafa séð neitt líkt því á ævi sinni sem þar blasti við sjónum, flöskur voru mölbrotnar um allar götur. Ölvun var geysileg og drukkið fólk með læti og hávaða um allar götur Miðbæjarins. Ekki var þar einungis um fullorðið fólk að ræða, heldur voru unglingar fjöl- mennir, og dauðadrukknir allt niður í 13 ára að aldri. Ég skil ekki hvernig lögreglan getur lýst því yfir eftir slíka helgi að „helgin hafi verið steindauð“. Er það ekki hiutverk lögreglunn- ar að vera til staðar þar sem ólæti sem þessi eru til staðar og koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað? Það væri fróðlegt að fá svar við þessu. - Spjallað við hagleiksmanninn Vilhjálm Grímsson á Rauðá staðnum. Strákarnir mínir eru líka svona í höndunum," heldur Vilhjálmur áfram, „þeir gera við allar vélar, og þeir smíða allt sem til þarf úr tré og járni.“ - Okkur leikur forvitni á að vita hvort Vilhjálmur hafi fengist við þessar smíðar frá því að hann hóf sjálfur búskap, og hann segir: „Nei þegar ég var yngri og stundaði búskapinn af kappi vann ég jafnhliða við húsbygging- ar. Það tíðkaðist að menn færu milli bæja og hjálpuðu nágrönn- unum við nýbyggingar og annað er til féll í smíðum. Þetta stund- aði ég samhliða búskapnum í mörg ár, og fór hér um nærliggj- andi sveitir og smíðaði." - Hvað smíðuðu menn á vet- urna sem voru góðir smiðir og gátu ekki unnið við húsasmíðar á þeim árstíma? Vilhjálmur brosir. „Það var margt sem féll til. Ég stundaði rokkasmíði sem heimilisiðnað í marga vetur. Það kom fyrir að ég smíðaði allt upp í 12 rokka á vetri. Þá var grundvöllur fyrir slíkt, en nú virðist þetta aðallega vera til skrauts hjá fólki, fyrir utan að nú fæ ég þessi verkfæri til viðgerðar og endursmíði en það er ekkert nema gott um það að segja það virðast allir vera vit- lausir í gamalt dót núna.“ - Ertu hættur allri útivinnu? „Já það er nokkuð síðan það var,“ segir Vilhjálmur. Ætli það séu ekki ein tíu ár síðan það var. Hins vegar er ekki þar með sagt að ég sé verklaus, því að ég bauka svolítið í garðinum hér við húsið, og svo er ég að atast í kart- öflugarðinum sem heimilið á, nú það er svona eitt og annað sem til fellur á sveitaheimili svo að ekki þarf maður að vera verklaus. T.d. þarf ég að skokka ofan í búð núna,“ segir Vilhjálmur, og hon- um virðist það ekkert tiltökumál að ganga þá vegalengd, sem er að okkar mati drjúgur spotti. En hann er rokinn af stað svo að okkur er ekki til setunnar boðið setjumst inn í bíl og rennum úr hlaði. Við sjáum á eftir Vilhjálmi valhoppandi niður túnið með bakpoka um aðra öxlina þar sem hann er að skreppa í búðina við Fosshól. gej handverksbók sem ég hef lært dálítið af, en mest er þetta tíminn og reynslan sem hefur kennt mér.“ - Þegar Vilhjálmur var spurð- ur að því hvort hann yrði ekki þreyttur af öllu þessu standi við gamla muni svaraði hann: „Ef ég þreytist þá tylli ég mér niður við orgelið og spila dálítið, þá er þreytan horfin. En varð- andi iærdóminn og reynsluna þá verða bændur að geta smíðað og gert við hluti. Það er ekki hægt að kalla á viðgerðarmenn í tíma og ótíma, það verður stundum að gera við hluti í snarhasti, þá verð- ur bóndinn að geta gert við á Vilhjálmur Grímsson. við orge

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.