Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGIIR — 3. júní 1985 Slæmt hjá Leiftri Þad ætlar að reynast erfitt fyrir Leift- ursmenn frá Olafsfírði að komast á blað í hinni hörðu keppni 2. deildar. Liðið hefur nú lokið þremur leikjum, hefur enn ekki skorað mark og ekki hlotið stig. Margir keppast við að segja að Leiftursliðið eigi eftir að koma á óvart og liðið eigi eftir að hala inn stig. Sennilega verður liðið að byggja þær vonir sínar á árangri á heimavelli, liðið er þar til alls líklegt eins og sást er það sló Völsung út úr bikarnum á dögun- um, en útivöllurinn ætlar að verða erf- iður. Leiftur fór í heimsókn til Breiða- bliks í Kópavogi um helgina og mátti halda heim með 0:5 ósigur á bakinu. I fyrstu umferð tapaði liðið 0:3 á Húsa- vík þannig að enn hefur hið reynslu- litla Leifturslið ekki skorað mark en fengið tvo skelli á útivelli. Bikar- leikir Tveir bikarleikir í Noröurlandsriðli Bikarkeppni KSÍ eru á dagskrá á mið- vikudagskvöldiö. Leiftur og KS leika á Ólafsfírði og á Sauðárkróki eigast við Tindastóll og KA. Búast má við mikilli baráttu í þess- um leikjum, ekki síst í Ólafsfirði, enda litlir kærleikar með leikmönnum þess- ara félaga. Leiftur mætti Völsungi þar í bikarkeppninni á dögunum og hafði sigur þannig að KS-menn ættu ekki að ganga of sigurvissir til leiks í Ólafsfírði á miðvikudagskvöldið. Tindastóll með Árna Stefánsson markvörð í markinu fær að glíma við KA og þar getur raunar allt gerst, KA- liðið þó sigurstranglegra fyrirfram en allt getur gerst í knattspyrnu. Þau lið sem sigra í þessum leikjum mætast svo innbyrðis og leika um sæti í aðalkeppninni, en þá koma liðin úr 1. deild til leiks. Jafntefli KS og Fylkis KS náði ekki nema einu stigi í leik sín- um gegn Fylki á gervigrasinu í Laugar- dalnum um helgina, og eru liðin utan Reykjavíkur óhress með að vera boð- ið upp á að leika þar. Úrslitin 1:1, Fylkismenn skoruðu á undan en Óli Agnarsson jafnaði strax fyrir KS og staðan var 1:1 í hálfleik. LJndir lok leiksins áttu KS-menn að fá vítaspyrnu er Friðfínnur Hauksson var felldur gróflega inni í vítateig en dóm- arinn sá ekkert athugavert. Nýstofnaður stuðningsmannaklúbb- ur KS hafði sig mikið í frammi fyrir leikinn, auglýsti hann grimmt í útvarpi og settu félagar klúbbsins skemmtileg- an svip á leikinn - en það dugði ekki að þessu sinni. Þórhallur Pálsson. Inga Magnúsdóttir. Nissan-mótiö í g oll fi: Þórhallur og Inga urðu sigurvegarar Þórhallur Pálsson og Inga Magnúsdóttir urðu sigurvegar- ar í Nissan-mótinu sem fram fór hjá Golfldúbbi Akureyrar um helgina. Leiknar voru 36 holur með og án forgjafar, og mættu um 50 kylfíngar til leiks að Jaðri. Keppnin í karlaflokki var mjög jöfn og skemmtileg og fjórir menn sem bitust um sigurinn fram á síðustu holu. Eftir fyrri daginn var Jón Þór Gunnarsson bestur á 75 höggum, Sverrir Þor- valdsson og Sigurður H. Ring- sted á 76 og Þórhallur Pálsson á 77. Þegar leiknar höfðu verið 9 holur síðari daginn var staða efstu manna sú að Jón Þór og Þórhallur voru á 114, Sverrir á 115 og Sigurður á 116. Þórhallur hafði það svo á endasprettinum sem fyrr sagði. Þórhallur Pálsson 77+74 - 151 Sverrir Þorvaldsson 76+76 - 152 Jón Þór Gunnarsson 75+78 - 153 Sigurður H. Ringsted 76+79 - 155 Með forgjöf: Þórhallur Pálsson 139 Sverrir Þorvaldsson 140 Jón Þór Gunnarsson 141 í kvennaflokki hafði Inga Magn- úsdóttir nokkra yfirburði og lék hún mjög jafnt golf allt mótið út í gegn. Annars urðu úrslit sem hér segir: Inga Magnúsdóttir 87+ 85 - 172 Jónína Pálsdóttir 96+ 91 - 187 Karólína Guðmundsd. 104+108 - 216 Með forgjöf: Inga Magnúsdóttir 148 Jónína Pálsdóttir 155 Aðalheiður Alfreðsdóttir 164 Tvenn aukaverðlaun voru veitt. Á 4. holu síðari dag var Verðlaun í Nissanmótið voru Inga Magnúsdóttir næst holu, gefin af umboðsmanni Nissan á 1,71 m og á 18. holu var Ólafur Akureyri, Bifreiðaverkstæði Sig- Þorbergsson næstur, 0,56 m. urðar Valdimarssonar. Næsta mót hjá GA er „Véla- mót“ á fimmtudag, og á föstudag hefst keppni um Gullsmiðabikar- l inn. Þór 70 ára: Landsliðið á Þórsvellinum íþróttafélagið Þór á Akureyri verður 70 ára nk. fimmtudag, og er ýmislegt á döfinni í til- efni þess. Meðal þess sem verður boðið upp á á Þórsvelli á afmælisdaginn gegn Spáni í næstu viku og fá verður leikur íslenska landsliðs- áhorfendur því að sjá til margra ins í knattspyrnu við 1. deildar lið knattspyrnumanna okkar sem Þórs. Er talið að hingað komi leika erlendis. Við segjum nánar það Iið fullskipað sem á að leika frá þessu í blaðinu á miðvikudag. Árni varði vítaspymu og Tindastóll vann Árni Stefánsson fyrrum lands- liðsmarkvörður, nú þjálfari og leikmaður Tindastóls á Sauð- árkróki, sýndi um helgina að lengi lifír í gömlum glæðum. Tindastóll lék við Magna og 3 mínútum fyrir leikslok fengu Magnamenn vítaspyrnu sem Árni gerði sér lítið fyrir og varði stórglæsilega. Þetta gerði það að verkum öðru fremur að Tindastóll hirti 3 stig úr leiknum. í hinu markinu stóð annar landsliðsmarkvörður, Þorsteinn Ólafsson, og hann mátti sjá á eftir boltanum í mark sitt þegar um 10 mínútur voru til leiksloka. Varnarmaður ætlaði þá að gefa boltann aftur á Þor- stein, Eiríkur Sverrisson komst hins vegar inn í sendinguna og skoraði sigurmark Tindastóls, úrslitin 1:0.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.