Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 9
3. júnf 1985 - DAGUR - 9
Pt ® f * I X'
PV2I 5I&, j
HPSMK’t W * 7MÍé Mjwp 'lKwiy*’ iip» v?|
„Nu skal reiddur aflahlutur“
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri var slitið að afloknu fyrsta
starfsári á laugardaginn. Pann
dag átti skólinn ársafmæli. Við
skólaslitin voru útskrifaðir fyrstu
nemendurnir frá skólanum, þar
á meðal fyrstu stúdentarnir.
Um starf skólans í vetur sagði
Bernharð Haraldsson, skóla-
meistari, m.a. í ræðu sinni:
Þetta fyrsta starfsár Verk-
menntaskólans á Akureyri hefur
verið viðburðaríkt, svo ekki sé
fastar að orði kveðið. Innritaðir
nemendur voru um 780 við upp-
haf skólaárs, um 100 færri á
vorönn, nokkrir útskrifuðust við
haustannarlok, námshópar fóru
um annaskipti og aðrir komu, all-
margir nemendur hafa hætt af
ýmsum ástæðum og er víst ekkert
við því að segja.
Skólahaldið hefur goldið um-
róts í þjóðfélaginu í vetur,
verkföll, vinnudeilur og umræða
um skólamál, allt of oft einkennd
af vanþekkingu, hafa óhjákvæmi-
lega sett mark sitt á starfið. Það
má enginn líta svo á, að skóli sé
einangrað fyrirbæri innan luktra
veggja, þangað inn berst þungur
ölduniður, orð og atburðir um-
hverfisins fara ekki framhjá nein-
um og því skal ekki leynt, að
okkur hefði komið betur, svona
á fyrsta starfsári, meðan barns-
sporin voru hvað erfiðust, að fá
frið og ró, til að njóta þeirrar
ánægju að mega fást við þekk-
ingu og fræði með ungu fólki,
nýta dýran tímann til hins ítrasta.
Námsbrautin varð því mörgum
erfiðari en til stóð, en margir
nemendanna, ég vil segja þorri
þeirra, stóð af sér öldurótið og
stefndu ótrauð að hinu upphaf-
lega marki. Því er nefnilega
þannig farið með æskufólk, að
ætli það sér eitthvað, sem máli
skiptir, er engin áreynsla spöruð
til að árangur náist.
Um húsnæðismál skólans sagði
Bernharð:
Að ýmsu öðru hefur verið
starfað eins og vonlegt er í nýjum
skóla, sumu hefur miðað vel,
öðru miður, áhyggjur okkar, sem
hverfa í fögnuði dagsins, hafa
einkum bundist fé - sem forfeður
okkar kölluðu rógmálm skatna -
kaupum á kennslutækjum og
byggingu húsa. Ég hlakka til þess
dags, þegar hægt verður hér á
þessum stað, að segja að nú séu
fullbúin hús á Eyrarlandsholti,
nú sé hægt að hýsa alla undir einu
þaki, sameina hópinn í leik og
Fyrsti stúdentahópurinn sem útskrifast frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.
starfi; megi sá dagur koma sem
fyrst.
Áætlanir okkar um uppbygg-
ingu húsa á Eyrarlandsholti hafa
breyst og næsta skólaár verður
húsakostur hinn sami og í ár.
Þetta hefur valdið okkur nokkr-
um vonbrigðum; gerir okkur erf-
iðara um vik að rækja með ungu
fólki samkennd og samhug, því
þótt námið sjálft, stærðfræði og
stjórnun véla, bókhald og
bakstur, hjúkrun sjúkra, íslenska
og þýska, sé það, sem starf okkar
snýst mest um, þá má ekki
gleyma, að skólinn er samfélag
ungs fólks, þar sem mannleg
samskipti næra sálina, gefa lífinu
aukið og æðra gildi. Sameining
náms og mannlegra samskipta.
eykur skilning á lífinu sjálfu,
kennir mönnum að greina kjarn-
ann frá hisminu og að láta ekki
fánýta hluti glepja hugann.
í lokin afhenti Bernharð nem-
endum pröfskírteini. en áður en
að því kom sagði hann: Nú renn-
ur stundin upp sern þið hafið beð-
ið með vaxandi óþrevju síðustu
vikurnar. Nú skal ykkur reiddur
aflahlutur. Það hefur verið gam-
an að kynnast ykkur og gott að
vinna með ykkur. - GS
Að lokum var faðmast og kysst - og strokið var af vanga.