Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 3. júní 1985 03B3 Bflapemr 6-12 og 24 volta FLESTAR TEGUNDIR SAMLOKUR fyrir og án peru Þremur fálka- ungum stoliö Þýskur ferðalangur var hand- tckinn á Keflavíkurflugvelli um helgina, eftir að þrír fálka- ungar fundust í farangri hans. Hafði Þjóðverjinn búið um ungana í kassa undan koníaki og lét líta þannig út, að flaskan virtist enn vera í kassanum. En tístið ■ ungunum sagði til þeirra. í gær var farið með ungana austur í Aðaldai og þar voru þeir settir í hreiðrið, sem stolið var eggjum úr fyrr í vor. Þegar það gerðist voru sett tréegg í hreiðrið og síðar fálkaegg úr öðru hreiðri. Pað varð til þess að fálkarnir yfir- gáfu ekki hreiðrið og svo vel vildi til, að ungi var rétt skriðinn úr egginu þegar komið var með ung- ana, sem teknir voru í farteski Þjóðverjans. Og aðkomuungarn- ir voru nær strax teknir í sátt. Haukur Hreggviðsson hefur Slagsmál í og utan við Sjallann í fyrrinótt Til slagsmála kom í Sjallanum oj. fyrir utan Sjallann í fyrrinótt. Innandyra áttust við ungir menn, sem fengið höfðu sér ívið of mik- ið neðan í því, að sögn eins dyra- varðarins. Annar þeirra þurfti að fara á sjúkrahús vegna áverka í andliti. Utandyra urðu einnig ryskingar, en þar var biðröð allt frá því fyrir ellefu um kvöldið fram yfir klukkan tvö um nóttina. Lögreglan skakkaði leikinn, en einn af þeim sem að slagsmálun- um stóðu þurfti að leita á náðir sjúkrahússins. Meiðsli þessara manna voru ekki alvarleg og fengu báðir að fara heim eftir að búið var að „dytta" að sárum þeirra. Að sögn eins dyravarðar í Sjallanum, þá heyrir það til undantekninga nú til dags, að til átaka komi þar milli gesta. Það kemur þó fyrir af og til, þegar menn fá sér einum of mikið „neð- an í ’ðí“. - GS eftirlit með fálkahreiðrum allt frá Laxá að Grímsstöðum. Hann fór og aðgætti um öll hreiðrin í gær, en við þau öll var allt með felldu. Þjóðverjinn hefur játað verknaðinn við yfirheyrslur og upplýsti jafnframt hvar hann hafði tekið ungana. Það var á Norðausturlandi, en utan eftir- litssvæðis Hauks. Nánar fæst ekki uppgefið um staðsetningu þess, þar sem reynt er að halda stað- setningu fálkaeggjahreiðra leyndri eins og hægt er. Og Haukur sagði, að það væri í og með vegna þess, að hugsanlega væru íslendingar hjálparkokkar þeirra sem hafa hug á að ná sér í fálkaegg eða -unga. Haukur hefur eingöngu eftirlit með fálkahreiðr- um, en hann var spurður hvort ekki væri ásókn í egg og unga frá öðrum fágætum fuglategundum. „Jú, elskan mín góða, það er sótt í flesta þessa sjaldgæfu fugla; gulönd, straumönd og fleiri endur, svo dæmi séu tekin,“ svar- aði Haukur. Hann benti einnig á, að Mývatnssvæðið væri eina landssvæðið, þar sem reglulegt eftirlit væri með varpi sjaldséðra fugla. Það væri alls ekki fullnægj- andi. En einhvers staðar þyrfti að byrja og vonandi yrði þess ekki iangt að bíða, að reglulegu eftir- liti yrði komið á um allt land. - GS Enginn er verri þótt hann vökni, var mottó sjómannadagsins, sem haldinn var hátíðlegur í gær. Sá stutti greip móralinn og brosti þrátt fyrir rigninguna. Sjá nánar bls. 11. Mynd: KGA Tilraun með fiskeldi á Sauðárkróki: „Framtíðin er bjöit í fiskeldinu“ „Það er verið að reisa 180 rúmmetra ker sem verður tek- ið í notkun eftir nokkra daga,“ sagði Jóhann Svavarsson einn aðstandenda fyrirtækisins Hafrúnar h/f á Sauðárkróki. En það fyrirtæki hefur staðið í framkvæmdum við byggingu kers undir flskeldi á staðnum. „Þetta er myndað í kringum tilraunarekstur sem byggist á fóðrun fiska, hitastigi vatns og fleiri þátta sem þarf að taka tillit til í þessari grein,“ sagði Jóhann. Hann sagði jafnframt að það gengi illa að fá fé í svona fyrir- tæki þrátt fyrir að það væri litið svo á að fiskeldi ætti að geta skilað góðum hagnaði í þjóðarbúið. Það hefði jafnvel komið fyrir að menn sem í þessu eru hefðu stað- ið uppi fóðurlausir, eða með vatn af skornum skammti vegna skorts á rekstrarfé. Þeir félagar hjá Hafrúnu h/f hafa gert samning við Sauðár- króksbæ um kaup á heitu vatni sem til þarf í reksturinn til næstu tveggja ára. Sagði Jóhann að bærinn tæki þátt í þessu með þeim á þann hátt, gegn því að fá aðgang að niðurstöðum rann- sóknanna í lokin. Jóhann var spurður um fram- tíðina í fiskeldinu með hliðsjón af þeim fjölda ungra manna sem sækir í þessa nýju grein. „Framtíðin er björt og allir ungir menn eru hátt hugsandi,“ sagði Jóhann að lokum. gej Þórshöfn: Endurbygging hafnargarðsins að hefjast „Helstu framkvæmdir hjá okk- ur í sumar eru að við byrjum í byrjun júlí að styrkja hafnar- garðinn, sem er orðinn gamall og lúinn. Þetta eru fram- kvæmdir upp á 4,6 milljónir króna,“ sagði Stefán Jónsson sveitarstjóri á Þórshöfn í sam- tali við Dag. „Upphaflega var hafnargarð- urinn byggður af vanefnum og það er farið að skola úr honum innsta kjarnanum og þá myndast skörð í hann og við erum að fara að endurbyggja hann. í júlí hefjast einnig fram- kvæmdir við byggingu heilsu- gæslustöðvar og eru þær fram- kvæmdir upp á rúmlega 4 millj- ónir króna, eða svipað og hafn- argarðurinn. Heilsugæslustöðin er 450 fermetra hús. Það er lítið um aðrar byggingar hér á Þórshöfn. Við úthluíuðum engri lóð undir húsbyggingar í ár, en það er í gangi bygging fjög- urra íbúða í parhúsi, auk þriggja einbýlishúsa, en þeim lóðum var úthlutað í fyrra,“ sagði Stefán Jónsson sveitarstjóri á Þórshöfn. - mþþ Fiskeldinu vex stöðugt fiskur um hrygg. Þessi lax er úr laxeldisstöð- inni í Lóni, Kelduhverfí. Nú getum við glaðst á Norðurlandi því Veður- stofan og starfsfólk hennar spá batnandi veðri er á líður vikuna. Það verða að vísu norð- lægar áttir áfram en það verður hlýnandi eftir því sem á vikuna líður, svo við getum farið að brosa breiðar. • Blaðfyrir aldraða kraft- lyftingamenn Morgunblaðið - jú, það er blað fyrir ellilífeyrisþega sem hafa stundað kraftlyftingar. Þessi skilgreining heyrðist á kaffistofu eins vinnustaðar á Akureyri nýlega og skýring- arnar sem fylgdu voru þessar: Blaðið er orðið svo stórt og þungt að það er ekki nema fyrir þrautþjálfað fólk að halda á því. Auk þess er það borin von að fólk í fullri vinnu geti eða nenni að leita eftir greinunum innan um all- ar auglýsingasíðurnar. Því eru það ekki nema þeir sem lokið hafa lífsstarfinu sem hafa tíma til að lesa Morgun- blaðíð. 9 Gott veður Stofnað hefur verið nýtt fyrir- tæki á Akureyri og nefnist það Gott veður hf. og fæst við að gefa út góðar veður- spár. Hugmyndin er að taka upp góðar veðurspár úr fjöl- miölum og gefa út á snældum, jafnvel videóspól- um. Þetta þykir henta mjög vel fyrir þá sem ætla í ferða- lag um verslunarmannahelgi og aðrar helgar í sumar. Einnig þykir gott að hafa góða spá á hundadagahátíð- inni sem haldin verður á Ak- ureyri í sumar. Að sögn for- ráðamanna fyrirtækisins er búið að ráða ónafngreindan bankastjóra hér í bæ til að taka upp góðar veðurspár, og einnig hefur hann gefið leyfi sitt að skoðað verði veður- spáasafn það sem hann hef- ur á videóspólum á heimili sínu. 9 Eins og Todda trunta Sverrir Hermannsson, iðnað- arráðherra, nær sér oft skemmtilega á flug í við- tölum, þegar hann lætur gamminn geysa og fléttar saman kjarnyrtu íslensku máli, ólíkt því sem margir „halelúja“-pólitíkusar gera. Eina slíka flugferð fer Sverrir í Sunnudagsblaði Þjóðvilj- ans, þar sem hann segir m.a., spurður um leiðara Morgun- blaðsins, þar sem beðið var um kinnroðalausar skýringar á greiðslum til nefndarmanna í stóriðjunefnd: „... Þeir ættu að ganga í herinn, í Salvation Army, þeir Morgunblaðsmenn, þessir nýfrelsuðu menn, heílögu menn. Þeir ættu að slá á bumbur eins og Todda trunta og það kompaní. Hún söng einmitt þetta: Jesús kastar öllum mínum syndum bak við sig/og ég sé þær aldrei meir, og ég sé þær aldrei meir.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.