Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 11
3. júní 1985 - DAGUR - 11 Lagt upp í siglingu með Drangi Regnhlífarnar komu í góðar þarfir, Myndir: KGA Sveit Súlunnar var sigursælust Hátíðahöld sjómannadagsins á Akureyri fóru fram með hefðbundnum hætti, þrátt fyrir slagveður. Að vísu var von á þyrlu Landhelgisgæsl- unnar norður, til að sýna björgunaraðferðir, en hún komst ekki vegna veðurs. Hátíðahöldin byrjuðu við sundlaugina, þar sem m.a. var keppt í koddaslag. í björgunar- sundi sigraði Torfi Torfason, skipverji á Björgvin frá Dalvík, og hann sigraði einnig í stakkasundi. Að launum hlaut hann Atlastöngina. Sjó- mennirnir Áki Stefánsson, Bergsteinn Garðarsson og Kristmundur Björnsson voru heiðraðir fyrir langa og farsæla sjómennsku og Halldór Hall- grímsson og skipshöfn hans á Svalbak fékk viðurkenningu fyrir best verkaða aflann, sem barst til Akureyrar á sl. ári. Skipshöfnin á Súlunni sigraði í kappróðri skipshafna, en starfsmenn Fjórðungssjúkra- hússins báru sigurorð af öðrum karlasveitum landkrabba. Kon- ur hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga urðu hins vegar hlutskarpast- ar af kvennasveitunum. Eitt vinsælasta atriði dagsins meðal yngri kynslóðarinnar var stutt skemmtisigling með Drangi um Pollinn. - GS Þeir voru heiðraðir: Áki, Bergsteinn og Kristmundur. Sjálfsbjörg: Vantar hækjur Sjálfsbjörg á Akureyri hefur séð um að útvega þeim sem á hafa þurft að halda hækur og hafa viðkomandi fengið hækjurnar gegn 800 króna skilatryggingu. Mikil ásókn er í hækjurnar og brögð að því að þeim sé ekki skil- að þegar viðkomandi hefur hætt að nota þær. Vill Sjálfsbjörg vin- samlegast beina því til þeirra sem fengið hafa hækjur að láni hjá félaginu og eru hættir að nota þær, að skila þeim hið fyrsta. Sumar- dvöl I sveit Það eru milli 30 og 40 heimili í sveit sem taka börn til sumar- dvalar á vegum Ferðaþjónustu bænda. Þegar hafa verið skráð um 65 börn til dvalar í sumar. Mjög mikið hefur verið spurt um sumardvöl fyrir börn og eftirspurn er mun meiri en undanfarin ár. Heimilum í sveit fjölgar sem vilja taka börn gegn greiðslu, þannig að áður en sumarið er liðið má jafnvel gera ráð fyrir að heim- ilum hafi fjölgað um helming, sem óska eftir börnum til sumar- dvalar. Aldursmarkið er 6 ár og sjaldan er beðið fyrir börn eldri en 12 ára. Verð fyrir vikudvöl er kr. 2.500. Tegund Lauftré: Stærð/sm Verð/stk. Birki .175-200 hn 700,00 Birki .150-175 hn 600,00 Birki .125-150 hn 500,00 Birki . 100-125hn 400,00 Birki . 75-100 pt 160,00 Birki . 75-100b 110,00 Birki . 50-75b 80,00 Birki í limgerði . 40-60 60,00 Birki, norskt . 75-100 pt 200,00 Birki, Alaska . 100-125 pt 250,00 Reyniviður .175-200 hn 800,00 Reyniviður .150-175 hn 700,00 Reyniviður .125-150 hn 600,00 Reyniviður . 75-100b .150,00 Gráelri .100-125 pt 250,00 Gráelri .100-125 b 200,00 Gráelri . 75-100 pt 200,00 Gráelri . 75-100b 150,00 Heggur .100-125 pt 250,00 Heggur . 75-100 pt 200,00 Síberíuþyrnir í limg 40-60 60,00 Síberísktbaunatré 40-50 60,00 Selja .125-150 250,00 Selja .100-125 200,00 Selja . 75-100 150,00 Alaskaösp .150-175 hn 600,00 Alaskaösp .150-175 b 300,00 Alaskaösp .125-150 hn 400,00 Alaskaösp .125-150 b 250,00 Alaskaösp . 100-125 pt 200,00 Alaskaösp .100-125 b 150,00 Alaskaösp . 75-100 pt 150,00 Alaskaösp . 75-100b 100,00 Balsamösp . 75-100 pt 175,00 b = beðplöntur pt = pottaplöntur hn = hnausplöntur Runnar Verð/stk. Birkikvistur ........................ 90,00 Bjarkeyjarkvistur .................. 100,00 Dögglingskvistur .................... 75,00 Garðakvistur ........................ 90,00 Japanskvistur ....................... 90,00 Kínakvistur ......................... 90,00 Perlukvistur ....................... 100,00 Rauðtoppur ......................... 100,00 Vindtoppur .......................... 90,00 Gljámispill, limgerði ....... 60 og 90,00 Grámispill ......................... 100,00 Bogsírena .......................... 200,00 Gljásírena ......................... 200,00 Fjallarifs .......................... 90,00 Rifs ............................... 120,00 Sólber ............................. 120,00 Hafþyrnir .......................... 180,00 Hunangsviður ........................ 90,00 Runnamura, hvít ................... '100,00 Runnamura, lágv. st., gul bl........ 100,00 Runnamura, Mánelys ................. 100,00 Runnamura, fructicosa .............. 100,00 Fjalldrapi, íslenskur og norskur ... 150,00 Ryðber ............................. 120,00 Hvítur hornviður ................... 120,00 Humall ............................. 150,00 Alaskarós .......................... 150,00 Bjarmarós (Maidenblush) ............ 250,00 Meyjarós ........................... 190,00 Rauðblaðarós ........................ 75,00 Þokkarós (Betty Bland) ............. 250,00 Gullrós (Persian Yellow) ........... 190,00 Þyrnirós (Praire Dawn) ............ 190,00 ígulrós (Rosa Hansa) ............... 190,00 Pólstjarnan ........................ 250,00 Gljárós ............................ 190,00 Víðitegundir: Verð Verð Alaskavíðir 1. fl. ...0/2 19,00 0/3 23,00 Brekkuvíðir 1. fl. ..0/2 15,00 0/3 18,00 Glitvíðir 1. fl ...0/2 16,00 0/3 19,00 Gulvíðir 1. fl ...0/2 16,00 0/3 19,00 Viðja 1. fl ...0/2 19,00 0/3 22,00 Beinvíðir 1. fl. ... 0/3 25,00 Gljávíðir 1. fl ...0/3 30,00 pt 40,00 Loðvíðir 1. fl ...0/2 30,00 pt 40,00 Myrtuvíðir ...0/2 30,00 Rjúpuvíðir pt 40,00 0/2 = 2ja ára 0/3 = 3ja ára Tegund Barrtré: Stærð/sm Verð/stk, Blágreni .... 80-100 1.100,00 Blágreni .... 60-80 850,00 Blágreni .... 40-60 450,00 Hvítgreni .... 70-80 450,00 Broddfura .... 30-40 450,00 Broddfura .... 20-30 300,00 Lindifura .... 80-100 1.200,00 Stafafura ....100-150 800- 1.200,00 Siberíulerki ....100-150 700- 1.050,00 Síberíulerki .... 80-100 600,00 Fjallaþinur .... 80-100 1.200,00 Fjallaþinur .... 60-80 900,00 Plöntur sendar ókeypis til Akureyrar á afgreiðslu Öndvegis. Heimsending gegn vægu gjaldi. Seljum á Dalvík föstudaginn 7. júní kl. 17 og Olafsfirði sama dag kl. 20.00. Ýmsar fleiri tegundir eru til í minna magni, svo sem: Reklavíðir, alpavíðir, gullregn, bjartvíð- ir, hrökkvíðir, Grefsheimkvistur, hlynur, koparreynir, gullrifs og fleira. Sé ástæða til kvartana, vinsamlegast gerið það innan viku. Símatími daglega kl. 10-12 árdegis í maí-júní. Plöntusalan opin kl. 13-18 mánudaga-föstudaga í maí-júní og laugardagaog sunnudaga kl. 14-16. SKÓGRÆKT RÍKISINS, Vöglum, 601 Akureyri, sími 96-25175

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.