Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 1 Litmynda- framköllun AKUREYRl 68. árgangur Akureyri, mánudagur 3. júní 1985 59. tölubiað í gær við Lónsbrú Bíll valt út af Norðurlandsvegi laust eftir hádegið í gær, skammt fyrir utan Lónsbrú. Ekki er vitað hvað ollu útafakstrinum, en eng- in slys urðu á mönnum. Bifreiðin er hins vegar mjög illa farin eftir veltuna. Fyrstu stúdentarnir útskrifuðust úr Verkmenntaskólanum á Akureyri á laugardaginn. Nánar í máli og myndum á bls. 9. „Setjið maikið hátt“ - Verkmenntaskólanum á Akureyri slitið í Akureyrarkirkju sl. laugardag Bátarnir búnir með kvótann „Afli hefur verið nokkuð góð- ur undanfarið. Stakfellið er væntanlegt með 140 tonn, en það á eftir um 700 tonn af þorskkvóta sínum,“ sagði Stef- án Jónsson sveitarstjóri á Þórshöfn. „Bátarnir eru hins vegar allir búnir með sinn kvóta. Það hefur verið nóg að gera hér, það eru eitthvað á milli 50 og 60 manns við vinnu í frystihúsinu og málun- um hefur verið bjargað með tals- verðri yfirvinnu,“ sagði Stefán. - mþþ „Þeir fiska sem róa segir mál- tækið og víst er að aflahlutur - þessi í umslögunum hérna við hliðina á mér - er misjafn að magni og gæðum. Eg ætla ekki að fella neinn dóm, hver og einn verður að gera upp við sína eigin samvisku hvernig til Siglufjöröur: Fékk flug- vélarflak í netið „Sæljónið frá Eskifirði kom inn til löndunar í morgun og var með 6 tonn af rækju og hluta af flugvélarflaki,“ sagði Sveinn Björnsson hjá Þormóði ramma á Siglufirði þegar við hringdum í hann á föstudagsmorguninn. Sagðist Sveinn hafa hringt í loftferðaeftirlitið og þar hefði verið hald manna, að um am- eríska njósnaflugvél væri að ræða, en hún hrapaði í Skjálf- andaflóa fyrir um 15 árum. Að sögn Sveins var flakið alger- lega ónýtt og ekki fyrirhugað að gera annað við það en að henda því. - mþþ hafi tekist. Mér er þó nær að halda, að þið getið, þegar á heildina er litið verið ánægð með ykkar hlut, a.m.k. flest hver, þótt mig gruni, að mörg ykkar, ef ekki öll, svona innst inni, setji sér það mark að berjast betur næst, að sækja dýpra og fastar á mið þekking- ar og lærdóms, leita þeirrar fullkomnunar, sem þó aldrei næst, var og mun ávallt verða utan mannlegrar seilingar.“ Þannig talaði Bernharð Har- aldsson, skólameistari, m.a. til nemenda Verkmenntaskólans á Bernharð Haraldsson, skólameist- ari. Þórshöfn: Akureyri, þegar hann sleit skól- anum eftir fyrsta starfsárið, í Ak- ureyrarkirkju á laugardaginn, en þá var liðið nákvæmlega eitt ár frá því að til skólans var stofnað. Við skólaslitin útskrifaði Bern- harð fyrstu stúdentana frá skól- anum, en einnig útskrifaði hann sjúkraliða, iðnnema, nemendur af raungreinasviði tækniskóla, tækniteiknara, vélstjóra og mat- sveina á fiskiskip. Alls útskrifuð- ust liðlega 100 i'nanns úr skól- anum. í lok ræðu sinnar sagði Bernharð: „Setjið ykkur markmið, hvert eftir áhuga og getu, sparið hvorki áreynslu né erfiði til að ná því, látið sóknina eftir menntun og þroska aldrei niður falla. Vinnið vel. hvert sem verkið er og hver sem húsbónd- inn er, verðið mikil af sjálfum ykkur. Setjið markið hátt. öslið ekki mýrar og móa, leitið á brattann. klífið hjallana hvern af öðrum, gefist ekki upp þótt þvngist fyrir fæti, „því sá, sem hræðist fjallið og einlægt aftur snýr. fær aldrei leyst þá gátu, hvað hinutn tnegin býr"." Nánar er sagt frá skólaslitum Verkmenntaskólans á bls. 9. „Mikill heiður" - segir Sverrir Leósson, stjórnarformaður félagsins „Þessi viðurkenning er mikill heiður fyrir starfsfólk Útgerð- arfélagsins, hvort heldur sem er á sjó eða landi,“ sagði Sverrir Leósson, stjórnarfor- maður Útgerðaifélags Akur- eyringa, í samtali við Dag. Viðurkenningin sem Sverrir talar um kom frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og dótturfyr- irtæki þess í Bandaríkjunum, Goldwater Seafood Corporation. Magnús Gústafsson afhenti Gunnari Lórenzsyni viðurkenn- ingarskjöldinn við athöfn í kaffi- stofu félagsins á fimmtudaginn, en Magnús er forstjóri Goldwat- er Seafood. Viðurkenningin er veitt fyrir gæði og vöruvöndun, en auk starfsfólks ÚA fékk starfsfólk Jökuls á Raufarhöfn hliðstæða viðurkenningu, en ekki önnur frystihús SH á Norður- landi. Þetta er í áttunda skiptið sem SH og Goldwater Seafood veita slíkar viðurkenningar og í öll skiptin hefur starfsfólk Útgerðar- félags Akureyringa orðið fyrir valinu, sem er einsdæmi. Mörg önnur frystihús SH hafa fengið viðurkenningar, en ekkert þeirra er með „fullt hús" eins og ÚA. Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa fær viðurkenningu: D Frá 1. júní kostar áskrift að Degi kr. 220,00 á mánuði og grunnverð auglýsinga verður kr. 210,00 pr. dálksm. Bílvelta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.