Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 3. júní 1985 UTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 220 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, INGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. í tilefni sjómannadags Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær með venjubundnu sniði. Misjafnt er hversu viða- mikil hátíðahöldin eru á hverjum stað, en víðast hvar í sjávarplássum út um landið er hans minnst með veglegum hætti. Ekki er vanþörf á að minna þjóðina á það hvaðan veraldlegur auður hennar kemur að stærstum hluta. Hann kemur úr hafinu og það er hlutverk sjómannanna að nálgast þennan auð, oft við ákaflega erfið skilyrði og fjarvistum frá ættingjum og ástvinum. Það kemur síðan í hlut fiskverkafólksins að gera úr þessum hráefnum verðmætar útflutningsvörur. Vissulega skal því ekki gleymt að fleiri koma við sögu, en áðurnefndir aðilar skapa þann grunn sem allt annað í þessum atvinnugreinum byggist á. Hvers kyns þekking sem leitt hefur til betri tækni við veiðar og vinnslu, við sölustarf erlendis og svo framvegis, er til komin vegna þess auðs sem hendur sjómanna og verkafólks í fiskiðnaði hafa skapað. í hnotskurn má segja að veraldleg verðmæti þjóðarinnar dansi á línunni sem liggur um hendur sjómannsins niður í haf- djúpin. Ef þessi lína brestur, eða sá sem heldur um hana fæst ekki lengur til þess vegna lélegs aðbúnaðar, er illa farið fyrir íslenskri þjóð. Enn er íslenskt þjóðfélag það lítið iðnvætt, að það byggir afkomu sína að mestu leyti á grunn- greinunum, sem sækja hráefni sín til móður náttúru. Hvers kyns atvinnustarfsemi sem byggir á aukinni menntun og þekkingu hlýtur að verða vaxtarbroddur í þjóðlífinu. Mikilvægt er þó að ekki gleymist, að það er fólkinu í grunn- framleiðslugreinunum að þakka, að hægt hefur verið að mennta þjóðina til átaka á nýjum sviðum. Hundadagahátíð Ákveðið hefur verið að halda sumarhátíð á Akur- eyri um það leyti sem hundadagar ganga í garð. Hefur hátíðin því fengið vinnuheitið hundadaga- hátíð, en grunnhugmyndin er sótt í karnivalhá- tíðir, þar sem allur almenningur tekur virkan þátt, en lætur ekki einvörðungu mata sig á skemmtiefni. Upphaf þessa máls má e.t.v. rekja til þess, að í Degi var varpað fram hugmynd um það að slík hátíð yrði haldin á Akureyri, sem leiddi síðan til þess að tilraun var gerð síðastliðið sumar. Tókst hún eftir atvikum vel, en að þessu sinni verður miklu meira í lagt, enda hefur undirbúningur haft miklu lengri aðdraganda. Ástæða er til að hvetja alla Akureyringa, ein- staklinga og fyrirtæki, til að taka virkan þátt í þessari hátíð, sem gæti orðið mikilvægt vöru- merki fyrir Akureyri sem ferðamannabæ, ef vel tekst til. Samtök um jafnrétti milli landshiuta: Landsfundur í Mývatnssveit Landssamtök um jafnrétti milli landshluta halda almennan landsfund í Mývatnssveit, dag- ana 8. og 9. júní næstkomandi. Til fundarins er boðið öllum meðlimum samtakanna og öllum þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemina og ganga í samtökin. Til þess að auðvelda skipulagn- ingu er æskilegt, að væntanlegir þinggestir tilkynni þátttöku, ann- að hvort í síma samtakanna eða með póstkorti. Stjórnir deilda eru vinsamlegast beðnar að kanna þátttöku félagsmanna sinna og láta vita viku fyrirfram. Aðalfundarstaðurinn verður félagsheimilið Skjólbrekka við Skútustaði (20 mín. akstur frá Reykjahlíð), en aðstaða fyrir nefndastörf verður víðar. Pingið verður sett kl. 10.00 á laugardag í Skjólbrekku. Síðan verða framsöguerindi, almennar umræður, nefndastörf, afgreiðsla mála og kosningar. Á laugar- dagskvöldið verður kvöldvaka í Skjólbrekku fyrir fundarfólk og gesti þess. Efni, sem tekin verða til af- greiðslu á þinginu, verða meðal annars: 1. Markmiðin með samtökunum og leiðir að þeim. 2. Uppbygging samtakanna og fjármögnun. 3. Utbreiðsla og félagasöfnun. 4. Kynning, fjölmiðlun og út- gáfustarf. 5. Stjórnarskrármálið. Hótel Reynihlíð, Hótel Reykjahlíð, Ferðaskrifstofan Eldá og Skútustaðaskóli bjóða upp á gistiaðstöðu og einnig er hægt að fá gistingu á sveitaheimilunum Stöng og Laxárbakka og er hægt að fá allar upplýsingar á þessum stöðum, en þinggestir verða sjálf- ir að annast allar pantanir. Þá eru næg tjaldstæði við Reykjahlíð og Skútustaðaskóla. Fjórðungssamband Norðlendinga: Ráðstefna um atvinnu- mál í dreifbýli Á undanförnum fjórðungs- þingum Norðlendinga, hafa verið gerðar um það ályktanir að gera þurfi úttekt á áhrifum landbúnaðar á þróun þéttbýlis og sérstaklega þar sem tengsl þessi eru afdrifaríkust, eins og í þéttbýli landbúnaðarhérað- anna. Jafnframt þessu hafa fjórðungsþing ályktað um nauðsyn þess að gera verði sér- staka úttekt á atvinnustöðu í sveitum, með það fyrir augum að fjölbreyttara atvinnuval dragi úr fyrirsjáanlegum sam- drætti byggðar vegna tak- mörkunar framleiðslu hefð- bundinna búgreina. Nefnd sú sem átti að gera úttekt á áhrifum landbúnaðar á þróun þéttbýlis hefur ekki skilað niðurstöðum opinberlega, enn sem komið er. Fyrir frumkvæði Fjórðungs- sambands Norðlendinga með at- fylgi annarra landshlutasamtaka og með stuðningi Stéttarsam- bands bænda, var myndaður samstarfshópur með Byggðadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins um atvinnumál í dreifbýli. Þenn- an starfshóp mynda þeir Hákon Sigurgrímsson og Guðmundur Stefánsson frá Stéttarsambandi bænda, Áskell Einarsson frá landshlutasamtökum sveitarfé- laganna og Sigurður Þorsteinsson frá Byggðadeild. Sigurður Þor- steinsson hefur að mestu annast störf fyrir þennan starfshóp og hefur verið í sambandi við að- stoðarmenn landbúnaðarráð- Ráðstefna um háskólakennslu Afráðið er að Fjórðungssam- band Norðlendinga gangist fyrir ráðstefnu um háskóla- kennslu á Akureyri, þ.e. kennslu í greinum á svonefndu háskólastigi m.a. í samstarfi við samstarfsnefnd framhalds- skólanna á Norðurlandi. Eins og kunnugt er skipaði þá- verandi menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, nefnd til að gera tillögur um hvernig efla megi Ak- ureyri sem miðstöð mennta og vísinda. Nefnd þessa skipuðu: Birgir Thorlacius, þáverandi ráðuneytisstjóri menntamála- ráðuneytis, sem var formaður, en auk hans áttu sæti í nefndinni Guðmundur Magnússon, há- skólarektor og Tryggvi Gíslason, skólameistari á Akureyri. Nefnd- in skilaði áliti 30. nóvember 1983 til núverandi menntamálaráð- herra, Ragnhildar Helgadóttur. Niðurstöður nefndarinnar voru þær, að tiltækt sé að hefja há- skólakennslu á Akureyri, þegar á hausti 1985 eða í byrjun skólaárs 1986. Ekki voru gerðar tillögur um sérstakan háskóla á Akureyri eða stofnun sjálfstæðra megindeilda. Lögð var áhersla á fyrri hluta náms í tölvugreinum, viðskiptagreinum, verkfræði- og raunvísindagreinum auk náms í klínískum greinum varðandi læknisfræði og hjúkrun. Auk annars háskólanáms t.d. í tón- mennt og listnámi koma til greina ýmsar háskólagreinar. Fyrir atbeina Fjórðungssam- bands Norðlendinga, gekkst menntamálaráðuneytið fyrir því að námsskrá allra framhaldsskóla á Norðurlandi væri samrýmd. Þessu starfi hefur m.a. stýrt sam- starfsnefnd framhaldsskóla á Norðurlandi. Formaður þessarar nefndar er Bernharð Haraldsson, skólameistari Verkmenntaskól- ans á Akureyri. Þessi starfshópur mun nú stuðla að háskóla- menntun á Akureyri. Ráöstefnan um háskóla- kennslu á Akureyri hefst laugar- dag kl. 13.30 og verður á Sal Menntaskólans. Þar verður kynnt skýrsla nefndarinnar og rædd einstök áform. Auk nefndarmanna munu heimamenn úr byggðum Norður- lands halda stuttar framsagnir. Fulltrúar allra þingflokka munu ávarpa ráðstefnuna. Ráðstefnan er öllum opin með málfrelsi. Ráðstefnunni lýkur samdægurs. herra í störfum sínum. Sigurður Þorsteinsson mun á ráðstefnu um atvinnumál í dreifbýli, sem hald- in verður í félagsheimilinu að Laugaborg í Eyjafirði, föstudag- inn 7. júní nk. fjalla um búsetu- þróun sveitanna og um mark- aðsþróun landbúnaðarins. Ráðstefna þessi er haldin af Fjórðungssambandi Norðlendinga í samvinnu við Stéttarsamband bænda og Byggðadeild Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Ráð- stefnustjóri verður Magnús Ólafsson, bóndi Sveinsstöðum, formaður strjálbýlisnefndar Fjórðungssambands Norðlend- inga. Ráðstefnan hefst kl. 13.15 og lýkur samdægurs. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra mun ávarpa ráðstefnugesti og fjalla um nýsköpun í atvinnulífi dreifbýlisins, s.s. hið væntanlega þróunarfélag og nýskipan sjóða- kerfis .og um Byggðastofnun. Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda og Guðmundur Stefáns- son, hagfræðingur stéttarsam- bandsins munu fjalla um nýjar leiðir í landbúnaði, um þjóðhags- stöðu og úrræði til að mæta breyttum markaðsaðstæðum fyrir landbúnaðinn sem atvinnugrein. Bjarni Guðmundsson, aðstoð- armaður landbúnaðarráðherra mun fjalla um þau úrræði sem efst eru á baugi hjá stjórnvöldum varðandi landbúnað og helstu lagasetningar, sem ýmist eru í framkvæmd eða á umræðustigi. í stað þess að láta sérfræðinga fjalla um nýjar atvinnugreinar í landbúnaði, verður farin sú leið nú að þeir sem hafa fengist við nýjar búgreinar skýri frá málum. Valgerður Sverrisdóttir mun fjalla um loðdýrarækt, Tumi Tómasson um fiskirækt, Vigfús Jónsson um hlunnindabúskap, Ágúst Sigurðsson um ferðaþjón- ustu og Elín Líndal fjallar um saumastofurekstur. Ráðstefna þessi er opin öllum, sem hafa áhuga á að sækja hana með málfrelsi. Efni ráðstefnunn- ar verður tekið upp á segulband og haft til hliðsjónar í störfum strjálbýlisnefndar sambandsins og samstarfshópsins. Vonandi verð- ur ráðstefna þessi upphaf að slík- um fundum í öðrum landshlut- um.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.