Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 5
3. júní 1985 — DAGUR - 5 Frakkar skrifa um ísland Flestir kannast við sögu Pierre Lotis um íslandsfiskimennina frönsku sem meðal annars var lesin í útvarp á síðastliðnu hausti. Þessi saga er mjög þekkt í Frakk- landi, og meðal annars skyldu- lesning í skólum þar í landi. En sitthvað fleira er til f frönskum bókmenntum um þetta fjarlæga, norðlæga land. Um það mun Pierre Callet, sem er hátt- settur embættismaður í franska menntamálaráðuneytinu fjalla í fyrirlestri sem hann heldur á veg- um nýstofnaðrar deildar Alliance Francaise á Akureyri. Fyrirlest- urinn nefnir hann L’Islande dans la litérature Frangaise, eða „ís- land í frönskum bókmenntum", eins og það útleggst á okkar ást- kæra ylhýra máli. Fyrirlesturinn verður haldinn á stofu 2 Möðru- völlum, húsi MA, þriðjudaginn 4. júní nk. klukkan 20.30. Öllum er heimill aðgangur og er fólk hvatt til að mæta og fræðast um þetta einkar forvitnilega efni. ......... Duran Duran, Wham myndir, póstkort, barmmerki. A-B búðin Kaupangi, sími 25020. Þú sparar með réttu vali á = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA * ' ' « Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst, þegar þið akið. Fæst í kirkjuhúsinu Reykjavík og Hljómveri, .Akureyri. Til styrktar Orði dagsins Sumarbúðir! Foreldrar! Enn eru nokkur pláss laus í sumarbúðunum Hólavatni í sumar. Fyrir stúlkur 19. júní til 3. júlí. Fyrir stúlkur 5. júlí til 19. júlí. Fyrir drengi 30. júlí til 13. ágúst. Dvalargjald fyrir hvern 14 daga flokk er kr. 6.700,00, fyrir systkini kr. 6,000. Upplýsingar veittar í síma 23939 og 26330. Sumarbúðirnar Hólavatni. SAMplast auglýsir Getum afgreitt heita potta með stuttum fyrirvara. Stærð 195x195 cm. Vatnshæð 40 eða 80 cm í sama pottinn. Verð aðeins kr. 29.000,- Greiðsluskilmálar. C \ 1\/| nlítet Höfðabrekku 27, Húsavík, sími 41617. Knattspyrnuskóli Þórs Hefjum starfið 5. júní. Er fyrir alla er vilja læra knattspyrnu frá byrjun. 5-6 ára, 7-8 ára, 9-10 ára, drengir og stúlkur. Þátttökugjald kr. 1.000,- Þó þannig að systkini fá afslátt sem hér segir: 1. greiði fullt gjald, 2. greiði Vi gjald og 3. fær frítt. Kennt er 5 daga í viku, eftir hádegi. Knattmeðferð, knattþraut- ir, knattleikir og margt fleira. Innritun fer fram dagana 3.-4. júní kl. 13-20 / síma 22381. Unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs. Húsnæði óskast - Opinber stofnun Geymsluhúsnæði 10-15 fm ásamt herbergi af svip- aðri stærð upphitað óskast. Þarf að vera á jarðhæð með góðri aðkeyrslu. Leiga til lengri tíma. Tilboð ber- ist afgreiðslu Dags mertk: „Lítil notkun". Björgunarvesti allar stærðir. Verð frá kr. 850,- Allar veiðivörur, hvergi meira úrval. BÚSSUr, stær&ir 39-48. Verð frá kr. 1.335,- VÖðlUr. stærðir 39-48. Verð frá kr. 2.195,- Á börnin í sveitina: Stígyéi og regnfatnaður. Hvítir sokkar nteð röndum. Stærðir 29-44. Verð kr. 55,- Sportskór í úrvali. Opið á laugardögum frá kl. 10-12. Eyfjörö Hjalteyiargötu 4 • simi 22275 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að taka á leigu stök her- bergi og allar stærðir af íbúðum sem fyrst. Uppl. gefur skrifstofustjóri, Halldór Jónsson, í síma 22100. ■ — SarnafU VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI Á ÞÖK - Á ÞAKSVALIR FAGTUN HF. LÁGMULA 7, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 91-685003 Norðlendingar! Leka þök e&a svalir hjá ykkur? Með „Sarnafir -þakdúk er lekavandamálið úr sögunni. Hafið samband við skrifstofu okkar í síma 91-685003 og okkar menn á Norðurlandi mæla upp flötinn. Við gerum fast verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu. Nú þegar hefur verið lagt á 100 þúsund fermetra á íslandi. St. Fransiskusspítalinn í Stykkishólmi; Sarnafil-G og einangrun undir fargi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.