Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 7
3. júní 1985 - DAGUR-7 Framarar skoruðu tvö á 14 mínútum! - eftir það voru Þórsarar síst lakari aðilinn en Framarar unnu 2:1 og hafa ekki tapað leik í 1. deildinni „Það var algjör klaufaskapur að tapa þessum leik. Það er eins og við þurfum alltaf lang- an tíma til þess að komast í gang, og nú vorum við komnir með tvö mörk á bakið eftir 15 mínútur. Eftir það áttum við allan leikinn og þetta voru slæm úrslit fyrir okkur.“ Þetta sagði Bjarni Sveinbjörnsson Þórsari, en Þór tapaði 1:2 fyrir Fram á Laugardalsvelli um helgina í 1. deild. Pað er óhætt að taka undir orð Bjarna. Þórsarar virkuðu bein- línis ragir til að byrja með, og fengu í staðinn tvö mörk í andlit- ið. Ómar Torfason skoraði það fyrra með skalla á 8. mínútu og Guðmundur Torfason það síðara á 14. mínútu. Eftir þetta voru Þórsarar síst lakari aðilinn og áttu tvö gullin tækifæri í fyrri hálfleik. Jónas Róbertsson átti skot í þverslá Fram-marksins og Þórsarar vildu meina að þeir hefðu átt að fá víta- spyrnu þegar Sigurði Pálssyni var brugðið í vítateignum en dómar- inn færði brotið út fyrir teiginn. í síðari hálfleik gekk á ýmsu, bæði liðin fengu upplögð tækifæri til að bæta við mörkum en ekkert gekk fyrr en undir lokin að Bjarni Sveinbjörnsson skoraði gott mark eftir sendingu Nóa Björnssonar. Rétt áður hafði Kristján Kristjánsson skotið í stöng Fram-marksins þannig að sjá má að Þór átti færi til þess að minnsta kosti ná öðru stiginu og ef leikmenn hefðu verið með frá byrjun er ekki að vita nema Þór hefði getað náð í 3 stig. En svona er knattspyrnan, leikurinn stend- ur yfir í 90 mínútur og það eru mörkin sem gilda þegar upp er staðið. „Við vorum heppnir" „Þróttararnir voru miklu betri og við vorum heppnir að ná jafnteflinu,“ | sagði Magnús Guðnason hjá Austra eftir að Austri og Þróttur N. gerðu jafntefli 1:1 á Eskifirði í b-riðli 3. | deildar um helgina. Austramenn komust strax á 8. mín- i útu yfir með marki Sigurjóns Krist- jánssonar og staðan í hálfleik var 1:0. I upphafi jafnaði Guðbjartur Magna- (t son nýliði fyrir Þrótt og þar við sat og máttu heimamenn vel við þessi úrslit una. Fimm mörk og mikið fjör á Húsavík - þegar Völsungur vann KA 3:2 Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knattspymu eftir leiki helgarinn- ar er sem hér segir: Fram-Þór 2:1 ÍBK-KR 1:1 Akranes-Þróttur 1:0 Valur-FH 3:0 Víkingur-Víðir 0:1 Fram 4 3 1 0 10:4 10 Akranes 4 2 1 1 9:3 7 Valur 4 2 1 1 8:5 7 ÍBK 4 2 1 1 7:6 7 Þróttur 4 2 0 2 5:3 6 Þór 4 2 0 2 6:5 6 FH 4 1 1 2 2:5 4 Víkingur 4 1 0 3 3:7 3 KR 4 0 3 1 3:6 3 Víðir 4 1 0 3 2:10 3 Staðan I 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir leiki helgarinn- ar er sem hér segir: UMFS-IBV Völsungur-KA UBK-Leiftur Fylkir-KS UMFN-ÍBÍ ÍBV UBK ÍBÍ Völsungur KS KA UMFN Fylkir UMFS Leiftur 3 2 10 3 2 0 1 3 2 10 3 2 0 1 3 111 2 10 1 3 111 2 0 11 3 0 12 3 0 0 3 7:3 8:5 5:0 6:6 6:4 5:3 2:2 1:2 2:8 0:9 7 6 7 6 4 3 4 1 1 0 Tryggvi Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir KA en það dugði ekki gegn Völsungi. Það var mikil stemmning á Húsavíkurvelli á laugardag er Völsungur og KA mættust þar í 2. deildinni. Leikið var við nokkuð góð skilyrði, völlurinn þó þungur yfírferðar en áhorf- endur sem voru fjölmargir fengu að sjá fjörugan og góðan leik, fímm mörk og ekki spillti það fyrir heimamönnum að þrjú þeirra komu frá leik- mönnum Völsungs sem sigraði því 3:2. Það sem gerði útslagið í þess- um leik var að Völsungar nýttu sín marktækifæri mun betur en KA-menn. Fyrsta mark leiksins skoraði þjálfarinn hávaxni hjá Völsungi, Sigurður Halldórsson, skallaði boltann inn eftir auka- spyrnu. Markaskorarinn Tryggvi Gunnarsson ætlar að halda upp- teknum hætti frá fyrra sumri, og það var hann sem jafnaði leikinn í fyrri hálfleik. Tryggvi lék þá á varnarmenn Völsungs og skoraði síðan, fallegt mark hjá Tryggva. Þannig var staðan \ hálfleik, og Tryggvi kom KA yfir í síðari hálfleiknum fljótlega með lag- legu marki. Ftam að þessu höfðu KA-menn verið sterkari aðilinn í leiknum, en þeir voru nú farnir að þreytast mjög og Völsungarnir „Þetta var sanngjarn sigur hjá þeim, ég hef ekki séð mína menn svona slaka áður og þeir fóru því létt með þetta,“ sagði Róbert Agnarsson þjálfari HSÞ-b eftir að lið hans hafði tapað á heimavelli um helgina fyrir Leikni í 3. deildinni. Róbert var að taka út leikbann og mátti sætta sig við að sjá sína menn tapa 0:2. Það var Borgþór Harðarson sem skoraði fyrra komu sífellt meira inn í leikinn. Það var svo Jónas Hallgríms- son sem jafnaði 2:2 með marki úr vítaspyrnu og þegar 8 mínútur voru til leiksloka skoraði Jón Leó Ríkharðsson sigurmark Völsungs. Skagamennirnir tveir hjá Völsungi, Sigurður Halldórs- son og Jón Leó skoruðu því báðir, og Tryggvi sem kom frá ÍR til KA skoraði bæði mörk Akur- eyringanna. Sanngjarn sigur hja Fáskrúðsfirðingunum mark Leiknis, en Óskar Ingi- ið og gulltryggði stigin þrjú fyrir mundarson skoraði síðara mark- . Fáskrúðsfirðingana. STAÐAN Mikil barátta Huginn og Valur gerður jafntefli 1:1 í b-riðli 3. deildar um helgina en liðin léku á Seyðisfírði. Ekki þótti leikur liðanna rismikill knattspyrnulega séð, en þeim mun meiri áhersla var lögð á að berjast um hvern bolta. Sigurður Víðisson skor- aði fyrir Hugin í fyrri hálfleik, en þeg- ar stutt var til leiksloka jafnaði Sigur- jón Marinósson fyrir Val. Staðan Staðan í b-riðli 3. deildar eftir leiki helgarinnar er sem hér segir: Austri-Þróttur HSÞ-b-Leiknir Tindastóll-Magni Huginn-Valur 1:1 0:2 1:0 1:1 Leiknir 3 2 0 1 4:4 6 Austri 3 1 2 0 6:2 5 Valur 2 1 1 0 3:1 4 Tindastóll 2 1 1 0 2:1 4 Huginn 2 0 2 0 2:2 2 Þróttur 3 0 2 1 2:4 2 Magni 1 0 0 1 0:1 0 HSÞ-b 1 0 0 1 0:2 0 Einherji 1 0 0 1 0:2 0 Þór sigraði Þór og KA léku sinn fyrsta leik í 1. deild íslandsmóts kvenna í knatt- spyrnu fyrir helgina. Um var að ræða innbyrðis viðureign liðanna og var leikið á Þórsvelli. Þór sigraði í leiknum ineð einu marki gegn engu og var það Inga Huld Pálsdóttir sem skoraði sigurmark Þórs á 20. mínútu leiksins. Þórsliðið þótti leika betur og sigur liðsins verðskuld- aður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.