Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 03.06.1985, Blaðsíða 3
3. júní 1985 - DAGUR - 3 Gúmmívinnslan fram- leiðir Gúmmívinnslan hf., Akureyri, hefur nú hafið framleiðslu og sölu á millibobbingum fyrir sjávarútveginn. Bobbingarnir eru framleiddir úr gúmmísalla sem fellur til við hjólbarðasól- un í landinu og sem hingað til hefur enginn markaður verið fyrir. Við framleiðsluna er not- uð aðferð sem er þróuð af sænska fyrirtækinu JLP Pro- ducts A/B, sem er meðeignar- aðili að Gúmmívinnslunni h/f. Bobbingarnir hafa nú verið til reynslu í IV2 ár í íslenskum tog- urum og hafa gefist mjög vel. Á næstu mánuðum mun fyrir- tækið einnig hefja framleiðslu á ýmsum gerðum af gúmmímottum annars vegar fyrir frystihús og iðnfyrirtæki og hins vegar bása- mottur fyrir kýr og hesta. Á aðalfundi Gúmmívinnslunn- ar hf., sem haldinn var fyrir nokkru, kom fram að afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var vel viðunandi. Var ákveðið af því til- efni að greiða starfsmönnum sér- staka launauppbót fyrir sl. ár að upphæð kr. 25.000 á hvern starfsmann. Á aðalfundi félagsins mætti framkvæmdastjóri JLP Products A/B og kom fram að framleiðsla þess fyrirtækis á gólfflísum gengur mjög vel og að eftirspurn væri mikil alls staðar í Evrópu. Pá kom fram að fyrirtækið hefur í undirbúningi sams konar fram- leiðslu í Bandaríkjunum, Suð- austur-Asíu og Ástralíu. Gúmmívinnslan hf. ráðgerir ekki framleiðslu á gólfflísum að sinni en hefur hafið umboðssölu á þeim hér innanlands. Umræddar gólfflísar henta sérstaklega vel í hvers konar skrifstofuhúsnæði þar sem tölvur eru notaðar svo og í heilsuræktarstöðvar o.fl. Akureyri: Tjaldsvæð- ið opnað „Það er afráðið að byggðar verða nýjar snyrtingar á efra tjaldsvæðinu,“ sagði ívar Sig- mundsson forstöðumaður tjaldsvæðanna. Byggingaframkvæmdir hefjast í júní. Búið er að teikna húsið, og hafa verið veittar 800 þúsund krónur til verksins. „Ástandið hefur verið mjög slæmt eftir stækkun svæðisins og má til marks um það segja, að á svæð- inu hafa verið allt upp í 900 manns um 4 snyrtingar, en með þessari byggingu verður ástandið allt annað og betra,“ sagði ívar. Gert hefur verið heildarskipu- lag af svæðinu við sundlaug, tjaldsvæði og íþróttahöll sem unnið verður eftir í framtíðinni. Þess má geta að tjaldsvæðið verðuropnaðumaðrahelgi. gej Framkvæmdahugur a Hvammstanga „Þaö er mikill framkvæmda- hugur í sveitarstjórnar- mönnum, en þaö er einkum tvennt sem er á dagskránni í sumar. Annars vegar er það stóráfangi í byggingu grunn- skólans en við stefnum að því að taka þar í notkun í haust efri hæð viðbyggingar, sem er fjórar kennsíustofur,“ sagði Kristján Björnsson oddviti á Hvammstanga, aðspurður um fyrirhugaðar framkvæmdir sveitarfélagsins í sumar. Grunnskóli Hvammstanga hef- ur verið í húsnæði sem byggt var árið 1960 og var það orðið allt of lítið. Sóttu nemendur sem eru um 140 kennslu í félagsheimili og var handavinnukennsla dreifð í bílskúrum víðs vegar um bæinn. Pessi bygging bætir því úr brýnni þörf. „Við áætlum að veita til bygg- ingarinnar um sex milljónum í sumar, en fengum ekki fjárveit- Frá Hvammstanga. ingu frá ríki nema fyrir 1,4 milljónum. Hitt verðum við að fjármagna sjálfir," sagði Kristján. „Annað aðalvandamálið hjá okk- ur í sumar eru gatnagerðarfram- kvæmdir, en við ætlum að taka verulegan áfanga og leggja bund- ið slitlag.“ Fyrirhugað er að leggja rúm- lega einn kílómetra af bundnu slitlagi á Hvammstanga og vænt- anlega fer annað eins í endur- nýjun á eldra slitlagi, sem orðið er mjög lélegt að sögn Kristjáns. Þá má nefna að jarðvegsskipti verða á þremur götum í sumar. Alls eru gatnagerðarframkvæmd- ir áætlaðar fyrir 13 milljónir. Er þetta töluvert mikið fé sem til gatnagerðar fer en ekki vanþörf á að sögn Kristjáns, því innan við 20% gatna á Hvammstanga voru með bundnu slitlagi. Sagði hann að Hvammstangi hefði verið langt á eftir nágrannabyggðunum í þessum efnum. „Við fjármögnum þessar fram- kvæmdir þannig, að við fáum lán úr svokölluðum 25% sjóði vega- gerðarinnar, en það er sérstakur sjóður sem ætlaður er til lagning- ar varanlegs slitlags. Þá er einnig sérstakur sjóður innan vegagerð- arinnar sem hjálpar þeim sveitar- félögum sem illa eru á vegi stödd í þessum efnum, úr þeim sjóði fáum við verulegt framlag, eða 4,5 milljónir. Auk þess fáum við verulegar upphæðir í gatnagerð- argjöld, þannig að sveitarfélagið þarf ekki að leggja fram mikla peninga, líklega eitthvað í kring- um 5 milljónir.“ - mþþ Þórarínn Kristjánsson framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar heldur hér á millibobbingum. Mynd: KGA Gisting á sveitaheimilum Það er hvorki meira né minna en 51 heimili í sveit sem bjóða fram þjónustu við ferðamenn erlenda og innlenda. Sú ánægjuiega þróun hefur átt sér stað að stöðugt fjölgar þeim ís- lendingum sem kjósa að dvelja á sveitaheimili einhvern hluta úr sumarieyfinu. Það eru ótrúlega fjölbreytilegir möguleikar sem bjóðast til skemmtilegrar dvalar í sveit. Það eru sveitaheimili um allt land sem eru aðilar að Ferðaþjónustu bænda. Það er hægt að stunda sil- ungsveiðar, þá eru margir með hestaleigu, sjóstangaveiði er hægt að stunda eða bara gamal- dags skak á handfæri. Göngu- ferðir og náttúruskoðun er einnig boðið upp á. Það er ekkert sem jafnast á við dvöl í góðu yfirlæti á sveitaheim- ili og láta fara vel um sig og fjöl- skylduna. Kynnast fólkinu í sveitinni og fá glögga mynd af landbúnaði og mikilvægi hans fyrir þjóðarbúið. SIEMENS heimilistæki stór og smá. Heimsþekkt gæðavara. Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. O NÝLAGNIR VIÐGEROIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslift hjá fagmanni. —Carðslöngur grænar með ívafi 25 m verð kr. 425,- 30 m verð kr. 515,- Bláar slöngur 25 m verð kr. 575,- Vinylslöngur 25 m rauðar verð kr. 410,- 30 m grænglærar verð kr. 492,- Opið laugardaga kl. 10-12. Póstsendum. Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 ■ sími 22275 [ , Sjómenn- Útgerðarmenn Eigum fyrirliggjandi á lager úrvals japönsk þorskanet. Einnig höfum við handfærabúnað og búnað til togveiða. Oddeyrarskála sími (96) 26120 Akureyri Sími (96) 24654 eftir kl. 17.00. Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Auglýsing um innritun nemenda: BÆNDADEILD: Tveggja ára námsbraut (4 annir) að bú- fræðiprófi. Helstu inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi og fullnægi lág- markskröfum um einkunn til inngöngu í framhalds- skóla. Umsækjandi hafi öðlast nokkra reynslu við landbúnað- arstörf og að jafnaði stundað þau eigi skemur en eitt ár, bæði sumar og vetur. Skrifleg beiðni um inngöngu .ásamt prófskírteinum sendist skólanum fyrir 10. júní nk. BÚVÍSINDADEILD: Þriggja ára námsbraut að kandidats- prófi (BS-90). Helstu inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið búfræðiprófi með 1. einkunn. Umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi á raungreinasviði eða öðru framhaldsnámi sem deildarstjórn telur jafngilt og mælir með. Umsóknir ásamt prcfskírteinum skulu hafa borist fyrir 10. júní nk. Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93-7500. Skóiastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.