Dagur - 16.08.1985, Side 6

Dagur - 16.08.1985, Side 6
6 - DAGUR - 16. ágúst 1985 'M Fréttaskýring Mynd og texti: Yngvi Kjartansson Ólafsfjörður hefur ver- ið mikið í fréttum undanfarna daga vegna óvenju slæmrar stöðu atvinnumála þar í bœ. Þar er því sem nœst öll fiskvinnsla í lamasessi vegna hrá- efnisskorts og heldur litlar líkur taldar á að úr því rætist nokkuð að ráði á þessu ári, nema eftil þess kæmi að sjáv- arútvegsráðuneytið yki við kvóta. V gíifc : Að undanförnu hefur Ólafur bekkur verið í klössun en er nú að fara til karfaveiða fyrir Hval- eyri hf. í Hafnarfirði. Verða yfir 100 Ólafsfirðingar atvimulausir til áramóta? - Svo getur farið ef ekki berst meiri fiskur á land til vinnslu í Ólafsfirði Ólafsfjörður hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga vegna óvenju slæmrar stöðu atvinnumála þar í bæ. Þar er því sem næst öll fiskvinnsla í lamasessi vegna hráefnisskorts og heldur litlar líkur taldar á að úr því rætist nokkuð að ráði á þessu ári, nema ef til þess kæmi að sjávarútvegsráðu- neytið yki við kvóta. 150 atvinnulausir Ágúst Sigurlaugsson formaður Ólafsfjarðardeildar Einingar og starfsmaður Vinnumiðlunarskrif- stofunnar í Ólafsfirði segir að um 150 manns séu nú komnir á at- vinnuleysisskrá í Ólafsfirði. Það sem af er árinu hafa 3,2 milljónir króna verið greiddar í atvinnu- leysisbætur í Ólafsfirði og senni- lega er ekki nema hálfur mánuð- ur í það að þær greiðslur verði komnar í sömu upphæð og allt árið í fyrra. Kvótinn því sem nœst búinn Ástæðan fyrir þessu ástandi er sú að fiskvinnsluhúsin fá ekki hráefni þar sem fiskveiðikvótar skipanna á staðnum eru sama sem uppurnir. Þá er að vísu undanskilin Sigurbjörgin sem verkar sinn afla um borð og á nægan kvóta eftir. Þessi staða er þeim mun alvarlegri fyrir þá sök að svo til allt atvinnulíf í Ólafs- firði snýst um fiskveiðar og -vinnslu. Miklu hagkvæmara að sigla með skrapfiskinn í fyrra kom upp svipuð staða á haustmánuðum, kvótinn búinn og vinnan þar með, en þá tókst að fá keyptan viðbótarkvóta þannig að það tókst að laga stöðuna nokkuð. Nú er hins veg- ar mun erfiðara að fá keyptan kvóta og einu möguleikar sem út- gerðarmenn í Ólafsfirði hafa á að kaupa kvóta eru háðir þeim skil- yrðum að fiskinum, a.m.k. þorskinum, verði landað hjá þeim sem selja kvótann. Þannig hefur verið samið um að Sólberg- ið veiði fyrir Siglfirðinga með þeim skilyrðum sem áður eru nefnd, að þorskinum verði land- að á Siglufirði, en sjálfir fá þeir að ráða hvað þeir gera við skrap- fiskinn. Þegar á það er litið að þeir hafa nógan tíma til að sigla og mun betra verð fæst fyrir skrapfiskinn á fiskmörkuðum er- lendis, er það bæði hagur útgerð- ar og áhafnar að sigla með aflann. Það verður og sennilega gert og því koma þessar viðbótar- veiðar fiskvinnslunni í Ólafsfirði að engu gagni. Sjómenn halda hins vegar vinnunni lengur en ella og er það nokkur bót í máli. Einhverjir geta fengið vinnu á Siglufirði Forráðamenn Þormóðs ramma á Siglufirði hafa boðist til að taka fólk frá Ólafsfirði í vinnu og geta boðið húsnæði fyrir 12 manns til að byrja með. Þeir eiga Hótel Hvanneyri á Siglufirði og hafa að undanförnu verið að innrétta það fyrir aðkomufólk. Fólkið yrði svo líklega keyrt á milli um helgar. Þetta ætti að geta verið nokkuð vænlegur kostur fyrir þá sem eiga heimangengt en mikið af þeim sem nú eru atvinnulausir eru konur sem ekki geta farið frá heimilum sínum, þannig að þetta er aðeins bráðabirgðalausn á hluta vandans. 8 til 12 menn getafengið vinnu við loðnubrœðslu Síðastliðinn vetur var tekinn í notkun fiskimjölsverksmiðja í Ólafsfirði en hún náði ekki nema rétt f skottið á loðnuvertíðinni þá. Nú er hins vegar gert ráð fyrir því að hún taki til starfa um leið og loðna berst að landi og þá ættu einhverjir af þeim sem nú eru at- vinnulausir að geta fengið vinnu. Reiknað er með því að ef verk- smiðjan er keyrð á fullum af- köstum geti hún veitt 8-12 manns vinnu beint við vinnsluna en auð- vitað fylgir því svo eitthvað af óbeinni vinnu, s.s. þjónustu við báta o.s.frv. Það verða hins vegar líklega eingöngu karlmenn sem fá þessa vinnu en u.þ.b. 80% at- vinnulausra eru konur, að vísu margar sem hafa aðeins unnið hlutastörf. Ólafsfirðingar eiga tvo loðnu-j báta sem eru búnir með þorsk- veiðikvóta sína og einnig eru tveir i minni bátar einnig búnir með sína kvóta og eru á rækjuveiðum. Engin rækjuvinnsla er í Ólafsfirði þannig að rækjan er öll keyrð inn til Akureyrar til vinnslu. Trilluútgerð hefur aukist í Ólafsfirði Trilluútgerð er þó nokkur í Ólafsfirði og eru trillusjómenn þar, ekki síður en annars staðar, mjög óhressir með að fá ekki að veiða um helgar. Gæftir hafa ver- ið lélegar í sumar en veiði góð þegar gefur. í flestum tilfellum verka þeir fiskinn sjálfir og kem- ur því útgerð þeirra fiskvinnslu- húsunum ekki til góða. Hins veg- ar hefur nokkur hópur fólks at- vinnu af þessari útgerð. Togararnir fá viðbótar- kvóta gegn því að landa annars staðar Ef á það er litið hvað togararnir eiga mikið eftir af kvóta kemur f ljós að bæði Ólafur bekkur og Sólbergið eiga ekki eftir nema sem svarar til einum eða tveim túrum hvort skip og óvíst hve miklu af því verður landað heima. Sigurbjörgin á eftir um 1.000 tonna kvóta sem hún verð- ur að ná ef á að vera hægt að standa við skuldbindingar vegna breytinganna á skipinu í frysti- skip. Ef Sigurbjörgin nær ekki að fylla þennan kvóta á árinu fá hin skipin að veiða það sem á vantar en frekar ólíklegt er talið að til þess komi. Eins og áður segir hefur Sólbergið fengið viðbótar- kvóta gegn því að landa fiskinum annars staðar og sama gildir um Ólaf bekk sem mun fiska eitt- hvað fyrir Hvaleyri í Hafnarfirði. Erfitt að fá keyptan kvóta Það er aðallega tvennt sem veld- ur því að erfiðara er að fá keypt- an kvóta nú en í fyrra. í fyrsta lagi völdu margir sóknarmark í stað aflamarks og er markaður- inn þrengri fyrir vikið. í öðru lagi hefur veiðin verið mun betri það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra og því hafa menn mun minni kvóta að selja. Engu að síður hefur verið verslað nokkuð með kvóta það sem af er árinu en verð fyrir óveiddan fisk er mun hærra nú en í fyrra. Þeir sem keyptu kvóta strax í vor gátu fengið hann á svipuðu verði og í fyrra eða á u.þ.b. 2,50 krónur á hvert kg en nú er talað um að verðið sé komið upp í 3,50 til 5 krónur fyrir hvert kg af þorski. Þorsteinn Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ól- afsfjarðar og Hraðfrystihúss Ól- afsfjarðar segir að það sé hrein geðveiki að ætla að fara að kaupa kvóta á 5 krónur fyrir kg, þá sé betra að loka vegna þess að út- gerðin geti aldrei staðið undir svo miklum viðbótarkostnaði. Þor- steinn kvaðst telja það vera einu raunhæfu lausnina að auka kvót- ann heilt yfir, „ég vil meina að fiskgengdin gefi alveg tilefni til þess,“ sagði hann. Þorsteinn seg- ir að ef farið hefði verið út í það að stýra veiðunum úr landi eins og sums staðar er gert og reynt með því að treina kvótann fram eftir árinu, þá hefði það aðeins orðið til þess að atvinnuleysið hefði komið öðruvísi út. Aldrei hefði borist meira á land en svo að vel hafðist undan að vinna úr aflanum og það hefði því aðeins verið kostnaðarauki fyrir útgerð- lina að dreifa veiðunum á lengri tíma. Bæjarráð biður umfund með alþingismönnum Bæjarráð Ólafsfjarðar hélt fund síðastliðinn miðvikudag með út- gerðaraðilum á staðnum og starfsmanni vinnumiðlunarskrif- stofunnar til að ræða stöðu at- vinnumála á staðnum. Þar var samþykkt að leita eftir því að al- þingismenn kjördæmisins kæmu á fund til Ólafsfjarðar til þess að kynna sér ástandið og einnig að leita eftir því hvort sjávarútvegs- ráðherra hyggðist grípa til eiri- hverra aðgerða til að leýsa vanda þeirra sjávarplássa sem standa frammi fyrir hráefnisskorti í fisk- vinnslu. Verður ástandið enn verra næsta ár? Hér að framan hefur aðeins verið fjallað um ástandið eins og það er og eins og horfur eru á að það verði til áramóta. Ef litið er til lengri tíma eða fram á næsta ár er ekki annað að sjá en að sami vandi komi upp þá og jafnvel er hugsanlegt að ástandið eigi enn eftir að versna. Ólafur bekkur er einn þeirra japönsku togara sem rætt hefur verið um að fari í gagngerar breytingar á næsta ári og ef af því verður mun hann verða frá veiðum í a.m.k. 4 mán- uði. Sigurbjörgin mun halda áfram að vinna sinn afla um borð og útgerðarmenn Sólbergsins eru að þreifa fyrir sér með að láta smíða fyrir sig 1.500-1.600 tonna verksmiðjuskip. Að vísu gengur eitthvað erfiðlega að koma þess- ari hugmynd í gegnum kerfið en ef af þessu verður þá verður Sól- bergið selt úr landi. Nýjar atvinnugreinar Líkiega mun eitthvað af nýjum störfum skapast í Ólafsfirði á næsta ári. T.d. má nefna að Sæ- ver hf. sem stofnað var með það fyrir augum að framleiða kavíar tekur líklega til starfa á næsta ári og verið er að athuga hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að fyrir- tækið fari einnig út í rækju- vinnslu. Einnig eru í fæðingu fleiri fyrirtæki sem ættu að geta veitt einhverju af fólki vinnu en það vegur þó ekki upp það at- vinnuleysi sem nú er til staðar í Ólafsfirði, það þarf meira að koma til. Á það skal bent að í Ólafsfirði er mikið fjármagn bundið í fiskvinnslunni og virðist því í fljótu bragði liggja beinast við að útvega meiri fisk á land, t.d. með því að kaupa skip, til þess að þetta fjármagn nýtist að fullu. Þar með væri atvinnumál- um staðarins líka borgið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.