Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, mánudagur 14. október 1985 119. tölublað Mál Bifreiðastöðvar Húsavíkur gegn skipaafgreiðslunni: Hæstiréttur hnekkti dómi undirréttar Slökkvistarfið gekk greiölega. Hér ráðgast tveir slökkviliðsmenn um gang mála. Mynd: KGA. Eldur í símabekk Laust fyrir klukkan 5 sl. föstudag var slökkvilið Akur- eyrar kvatt að bænum Kaup- angi í Öngulsstaðahreppi. Var eldur laus í einu herbergi hússins. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, en skemmdir urðu talsverðar. Er eldurinn kom upp voru tvö börn, 6 og 8 ára gömul ein heima. í bókunum lögreglu kemur fram að þau hafi verið að leika sér með eldspýtur og misst eina í símabekk með þessum af- leiðingum. - mþþ Framleiðsla húseininga: Mikill samdráttur - Hver vill reksturinn feigan? Skorið á opinbera lánafyrirgreiðslu Dómur er fallinn í Hæstarétti í máli Bifreiðastöðvar Húsavík- ur gegn Skipaafgreiðslu Húsa- víkur hf. Málið snerist um það, hvort skipaafgreiðslunni væri leyfilegt að nota eigin bíla við útskipun á kísilgúr. Það vildi bifreiðastöðin ekki sætta sig Slátrað í Grímsey „Það er nóg að gera í Grímsey á þessum fallegu haustdög- um, “ sagði Steinunn Sigur- björnsdóttir í samtali við Dag. Nú stendur yfir slátrun í eynni, ekkert er þó sláturhúsið. „Petta er svokölluð heimaslátr- un, “ sagði Steinunn. Sagði hún að um 3-400 kindur væru í eynni og er um 100 lömb- um siátrað á þessu hausti. Sagði Steinunn það aðallega eldra fólk- ið sem héldi kindur í eynni. Það yngra fær sínar sláturafurðir sendar út í eyju með Drangi. -mþþ við og hún vann málið fyrir héraðsdómi. En Hæstiréttur var ekki á sama máli, því dóm- ur hans var skipaafgreiðslunni í hag. Hún má sem sé nota eig- in bíla vð útskipunina. Á sínum tíma gerði skipaaf- greiðslan samning við Kísiliðjuna um útskipun á kísilgúr. Af- greiðslan notaði eigin vörubíla til að aka kísiigúrnum frá skemmu í skip. Bifreiðastöð Húsavíkur kærði þennan flutning til lögreglu og saksóknari ríkisins höfðaði síðan mál. í vor kvað héraðs- dómur upp þann úrskurð, að þessir flutningar væru ólöglegir. Skipaafgreiðslan áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og þar féll dómur sl. þriðjudag á þá leið, að skipa- afgreiðslan væri sýkn saka. Á meðan á þessum málaferlum stóð hefur skipaafgreiðslan notað gáma og lyftara við þessa flutn- inga. Á föstudaginn var skipaaf- greiðslan hins vegar farin að nota vörubíla við útskipun. „Þessi málaferli hafa komið sér mjög illa fyrir okkur, þar sem við höfum þurft að breyta aðstöðu og vinnubrögðum. Það hefur verið kostnaðarsamt og því óvíst að við tökum vörubílana aftur í notkun við kísilgúrflutninginn," sagði Árni Grétar Gunnarsson hjá Skipaafgreiðslu Húsavíkur. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um efnisatriði dómsins, þar sem hann hafði ekki fengið hann í hendur og því ekki haft tækifæri til að kynna sér forsendur dómsins. Sömu sögu var að segja um forráðamenn bifreiðastöðvar- innar. IM/GS Mikíll samdráttur hefur verið í ár hjá þeim fyrirtækjum sem framleiða og selja svokölluð einingahús. Til þess að grennslast fyrir um ástæður þessa hafði blaðamaður sam- band við Konráð Baldvinsson, stjórnarformann Húseininga hf. á Siglufirði. „Það er rétt að hér hefur orðið samdráttur eins og annars staðar. Einingafjöldinn sem heftur verið seldur í ár er samsvarandi 30 meðal einbýlishúsum miðað við 54 í fyrra. Það lætur því nærri að um helmings samdrátt sé að ræða." sagði Konráð Baldvins- son. Það er athyglisvert að skoða hvert þessar húseiningar eru seldar. í ár hafa Húseiningar hf. selt nær alla sína framleiðslu í Húnavatnssvslur. Skagafjörð og Eyjafjörð. I fyrra fór hins vegar um 80% af þeirra framleiðslu á Stór-Revkjavíkursvæðið og þá aðallega í nýju bvggðina í Graf- arvoginum. ..Eg er ansi hræddur unt að í hinu opinbera lánakerfi sé tölu- vert unnið á rnóti þ\ í að eininga- húsaverksmiðjurnar fái að lifa." sagði Konráð. ..Aðilum á Revkjavíkursvæðinu þótti nóg um í fvrra að ýmsir einingafram- leiðendur vfirtóku stóran hluta markaðarins. Afleiðingin varð sé að lánafvrirgreiðslan sent við höfðum var tekin af okkur." sagði Konráð ennfremur. Lánafyrirgreiðsla þessi var í því fólgin að einingahúsakaup- endur t'engu Húsnæðisntála- stjórnarlán sín greidd út í tvennu lagi og á mun skemntri tíma en þeir sem bvggðu hefðbundið. Var það gert vegna þess að ein- ingahús hafa ntjög skamman byggingartíma. ..Og nú vorum við að frétta að einingahúsakaupendur hefðu verið settir aftur fyrir aðra hús- bvggjendur varðandi þau lán sent eiga að korna til afgreiðslu hjá Húsnæðisstofnun í október. Það verður eins til tveggja mánaða dráttur á þeirri afgreiðslu." sagði Konráð Baldvinsson að lokum. Þess má geta að Húseininga- menn á Siglufirði eru ekki á þeim buxunum að gefast upp þótt á móti blási. í vor var samþykkt hlutafjár- aukning í Húseiningum hf. að fjárhæð 8 milljónir króna og fvrir stuttu var 2 milljónum bætt við. Heildarhlutafé fyrirtækisins er því núna rúmar 14 ntilljónir króna og hluthafar 130. Ráðinn hefur verið nýr fram- kvæmdastjóri. Bergsteinn Gunn- arsson. rekstrartæknifræðingur. og nú t'er í hönd endurskipulagn- ing og uppstokkun hjá fvrirtæk- inu. BB. Mjög róleg helgi Lögreglumenn víðasl hvar á Norðurlandi voru satnniála um að helgin hafi verið mjög róleg. Á Blönduósi valt bíll í gær- morgun. lítil nteiðsli urðu á fólki. en bíllinn skemmdist nokkuð. Ökumaður bifreiðarinnar revnd- ist ölvaður. Aðfaranótt sunnudags var ekið á folald á Vatnsskarði. Að sögn lögreglu á Blönduósi er talið að folaldið hafi drepist fljótlega. en unt atburðinn var ekki tilkynnt. þótt slíkt hefði átt að vera hægðar- leikur þar sem atvikið varð við heimreið að bæ. Talið er að bif- reiðin hafi skemmst talsvert því ntikið var unt glerbrot á svæðinu. - ntþþ „Virinn of grannur“ - ekki tókst að ná „Já, þetta hefur verið of grannt, helvítis helvíti,“ sagði Heiðar Baldvinsson eigandi bátsins Þórunn ÞH-130 frá Grenivík þegar mistókst að ná honum af 130 metra dýpi út af Hvannadalabjörgum sl. föstudag. Báturinn fórst þar 22. nóvem- ber 1984, en þrír menn sent voru um borð björguðust giftu- samlega. Allt síðan þetta gerð- ist hefur það verið draumur Þórunni ÞH 130 af hafsbotni á föstudag vera 2,5 tommu sver sögðu menn. Heiðars að ná bátnum upp og 29. sept. sl. tókst að koma vír um bátinn. Á föstudag var svo farið með Drangi og litlum bát er Heiðar á og þess freistað með útbúnaði Drangs að hífa bátinn upp af hafsbotni og um borð í Dranginn. Menn höfðu orð á því á útleiðinni frá Grenivík að sennilega væri vírinn sem kom- ið hafði verið um bátinn of grannur. Hann var af sverleika 1,5 tomma en hefði þurft að Og þegar báturinn var að lyft- ast frá botninum gaf vírinn sig. Mikil vonbrigði fyrir þá sem að þessu stóðu og auðvitað mest fyrir Heiðar eiganda Þórunnar sent hefur lagt á sig ómælt erf- iði, fyrirhöfn og fjárútlát til þess að björgunin rnætti takast. Það var því skiljanlegt að vonbrigða gætti í rödd hans í talstöðinni. En Heiðar er ekki búinn að gefa upp alla von eins og sjá má á bls. 8. " ' gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.