Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 11
14. október 1985 - DAGUR - 11 Minning: Rannveig Guðný Pétursdóttir Fædd 4. apríl 1936 - Dáin 29. seplember 1985 Hún Agga er dáin. Það er varla hægt að trúa því að hún Agga systir okkar sé dáin, ekki nema 49 ára gömul. Hún sem var svo hress og kát fyrir þremur mánuðum, en þá kom í ljós sjúkdómur sá sem leiddi hana til dauða á svo skömmum tíma. Rannveig Guðný Pétursdóttir, eins og hún hét fullu nafni, fædd- ist 4. apríl 1936 á Akureyri. Eftir- lifandi manni sínum, Guðlaugi Gíslasyni, kynntist hún 17 ára gömul og fluttust þau suður til Reykjavíkur og hófu búskap í Vallargerði 8. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Kristjönu, f. 1955 og Gísla Viðar, f. 1960. Síð- ar fékk hún þrjú lítil barnabörn, sem voru henni afar kær, þó sér- staklega Rannveig litla, sem öll- um stundum vildi vera hjá ömmu sinni. Sakna börnin hennar nú sárt. Á stundum sem þessari hrannast minningarnar upp hjá okkur systkinunum þegar við vorum öll í foreldrahúsum heima á Akureyri. Oft var glatt á hjalla í Eiðsvallagötunni meðan for- eldrar okkar lifðu. Þau létust með suttu millibili fyrir allnokkr- um árum og vitum við að þau hafa tekið vel á móti elsku systur okkar núna. Agga og Bói, eins og Guðlaugur var oftast kallaður, bjuggu sér fagurt heimili í Vall- argerði og vitnaði þar allt um frá- bæran smekk hennar og natni. Að endingu viljum við þakka eiginmanni Oggu og börnum fyr- ir frábæra umönnun í veikindum hennar og biðjum við góðan guð að gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt- Systkini. Bókasafnavika hefst í dag Samtök almenningsbókavarða hafa ákveðið að helga vikuna 14.-20. október kynningu á starfsemi bókasafnanna. Munu söfnin hvert í sínu umdæmi reyna að vekja athygli á starf- semi sinni á einn eða annan hátt. En er ástæða til að kynna starf- semi bókasafnanna? mun eflaust einhver spyrja. Pví er óhætt að svara játandi. Það gerist margt annað á bókasöfnunum en bein bókalán. Sú þjónusta sem Amtsbóka- safnið á Akureyri býður hefur ef til vill ekki verið nægilega kynnt öllum almenningi. Það er alls ekki víst að allir þeir sem sækja safnið reglulega, til að fá léðar bækur, hafi komið á lestrarsalinn á efri hæðinni. Það er langt því frá að salurinn sé fyrir einhverja lærða og útvalda og allur al- menningur hafi ekkert þangað að sækja. Á lestarsalnum er hægt að sitja og lesa í ró og næði - lesa innlend og erlend tímarit, eldri blöð og bækur, sem ekki fást lánaðar út. Þar eru einnig handbækur ýmiss konar, listaverkabækur, orða-i bækur og margt fleira. Skólanemar kjósa gjarnan að vinna heimaverkefni sín á lestar- salnum og hagnýta handbækur sem þar finnast. Þeir sem áhuga hafa á ættfræði og öðru grúski hafa mikið til safnsins að sækja. Þar er að finna gömul manntöl, prestsþjónustu- bækur og ættfræðibækur. Ef fólk hefur áhuga á að fá léða einhverja tiltekna bók er ekki nauðsynlegt að gera sér ferð - eða ferðir - til þess eins að spyrja um hana. Það má nota símann og sé bókin ekki tiltæk í augnablikinu má í mörgum til- fellum panta hana, gegn vægu gjaldi. Þjónusta við blinda og sjón- skerta. Amtsbókasafnið hefur ætíð dálítinn stofn bóka á snæld- um - hljóðbækur frá Blindra- bókasafni íslands, eru þær ein- göngu ætlaðar þeim sem ekki geta lesið venjulegar bækur sök- um sjóndepru eða annarrar fötlunar. Því miður er bókakost- ur þessi mjög takmarkaður en fer þó smám saman vaxandi. Svo skal ekki síst nefna sögu- stundir fyrir börn, þær eru fyrst og fremst sniðnar við hæfi þriggja til sex ára barna en að sjálfsögðu er öllum heimilt að hlýða á sögu- lesturinn. Sögustundirnar eru á laugar- dögum kl. 10.30 mánuðina októ- ber-apríl. Mörgum finnst þægi- legt að sækja bókasafnið á laug- ardagsmorgnum og þá getur unga fóikið hlýtt á sögulestur á meðan mamma, pabbi eða eldri systkin velja sér bækur í næði eða líta í blað eða bók. Engar vanskilasektir í bókasafnavikunni Eins og fyrr er getið er bóka- safnavika áformuð 14.-20. októ- ber. Mjög er misjafnt hvað bóka- söfnin ætla að gera í því tilefni, en eitt munu þó allflest söfnin sameinast um. Það verða engar vanskilasektir innheimtar þessa viku. Er nú upplagt tækifæri fyrir þá sem eru í vanskilum við Amts- bókasafnið að gera skil, sér að kostnaðarlausu. Starfsfólk safns- ins mun taka við öllum gömlum vanskilabókum með þakklæti og bros á vör. Tvær bókasýningar hafa verið settar upp á Iestrarsal Amtsbóka- safnsins. Er önnur helguð Eiríki Sigurðssyni rithöfundi og fyrrum skólastjóra, en hin Sigurbirni Sveinssyni hinum ástsæla barna- bókahöfundi, en báðir þessir mætu höfundar eiga afmælisdag í bókasafnavikunni. Menningarstofnun Bandaríkj- anna hefur komið á fót dálitlu farandbókasafni nútímabók- mennta frá Bandaríkjunum. Þetta safn, sem gengið hefur milli bókasafna hér á landi, er nýkom- ið til Amtsbókasafnsins og verð- ur sett fram til afnota þessa dag- ana. Safnið verður hér til ára- móta. Hér hefur verið drepið á nokk- uð af því sem fram fer á bóka- safninu en það ættu sem flestir að leggja leið sína þangað og sjá hvort þeir finna þar ekki eitthvað við sitt hæfi. Sjón er sögu ríkari, sjáumst á safninu, það er opið mánudaga til föstudaga kl. 13-19 og á laugar- dögum yfir vetrarmánuðina kl. 10-15. ----------------------------------- Tilboðsverð á smáauglýsingum í tilefni þess aö Dagur kemur nú út daglega bjóöum við smáauglýsingar í Degi á aöeins kr. 100.00 gegn staðgreiðslu. Tilboð þetta gildir út októbermánuð. wmm Strandgötu 31, Auglýsingamóttaka frá kl. 8-12 og 13-17. Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur veröur haldinn mánudaginn 14. október kl. 8.30 e.h. að Eiðsvallagötu 6. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Grænumýri 20, Akureyri, þingiesin eign Yngva Loftssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkis- sjóðs, Gunnars Sólnes hri„ Hreins Pálssonar hdl., Hákonar Árnasonar hdl., Ólafs Gústafssonar hdl., Guðmundar Óla Guðmundssonar hdl., Helga V. Jónssonar hrl., Benedikts Ólafssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Steingríms Þormóðssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 18. okfóber 1985 kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Ásabyggð 4, austurenda, Akureyri, talin eign Auðar Ólafsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árna- sonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 18. október 1985 kl. 17.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 23., 40. og 45. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Borgarsíðu 21, Akureyri, talin eign Sigmundar H. Jakobssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akur- eyri á eigninni sjálfri föstudaginn 18. október 1985 kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 66. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Álfabyggð 6, Akureyri, þingl. eign Friðriks Steingrímssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar rikis- ins, Steingríms Þormóðssonar hdl. og veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 18. október 1985 kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 66. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Mánahlíð 3, Akureyri, þingl. eign Árna Magnús- sonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og bæjar- gjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 18. októ- ber 1985 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Eyrarlandsvegi 29, Akureyri,- þinglesin eign Dúa Björnssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 18. október 1985 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Ritstjórn Auglýsingar Afgreiösla Sími (96) 24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.