Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 14. október 1985 14. október 1985 - DAGUR - 7 Ámi sigraði Islands- meistarann Á laugardag fór fram á veguni Tennís- og badmintonfélags Akureyrar opið meistara- og A-flokksmót í badminton. Mótið hófst á laugardag og áttu úrslit að fara fram á sunnu- dag, en vegna þess að nokkrir af þátttakend- um frá öðrum stöðum af landinu hættu við þátttöku var mótið klárað á laugardag. Þátttakendur voru aðeins frá TBA og TBR fyrir utan einn keppanda frá Hvera- gerði. Til úrslita í meistaraflokki karla léku þeir Guðmundur Adolfsson íslandsmeistari og Árni Hallgrímsson ungur og efnilegur spilari úr TBR og gerði Ámi sér lítið fyrir og sigraði íslandsmeistarann eftir harða og skemmti- lega keppni, 15:12, 11:15 og 15:12. í A-flokki karla var einnig spennandi og skemmtileg virðureign, en þar áttust við í úrslitum þeir Krístinn Jónsson úr TBA og Ármann Þorvaldsson úr TBR og sigraði Ármann eftir harða keppni 5:15, 15:7 og 18:16. í A-flokki kvenna sigraði Bima Petersen TBR Guðrúnu Erlendsdóttur TBA 11:1 og 11:2. í A-flokki kvenna tvíliðaleik sigruðu Jako- bína Reynisdóttir og Guðríin Erlendsdóttir TBA þær Birnu Petersen TBR og Þuríði Gísladóttur frá Hveragerði 15:12 og 15:12. í tvenndarleik A-flokki sigruðu Ármann Þorvaldsson og Birna Petersen TBR þau Jakobínu Reynisdóttur og Kristinn Jónsson TBA 15:4 og 15:10 í úrslitum. í tvíliðaleik karla A-flokki sigruðu í úrslit- um þeir Ármann Þorvaldsson og Guðmund- ur Bjarnason TBR þá Girísh Hirliker og Kristinn Jónsson TBÁ 15:4 og 15:0. Og ioks era úrslit úr meistaraflokki karla tvíliðaleik en þar áttust við sunnanmenn, þeir Ámi Hallgrímsson og Snorrí Ingvarsson gegn þeim Guðmundi Adolfssyni og Sigfúsi Ægi Arnasyni allir frá TBR og sigruðu þeir Ámi og Snorri 15:6 og 15:9. Það var athyglisvert að það var yfirleitt sama fólkið í úrslitum og tafði það mótið mikið. Kannski er ástæðan sú hversu margir þátttakendur hættu við þátttöku í þessu móti, en það gaf stig til landsliðs. íþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson Á laugardag tapaði KA fyrir Fram í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik með 18 mörkum gegn 20. Leikurinn var Iítið fyrir auðgað og mikið sást af mis- tökum vegna taugaveiklunar að því er virtist. Sérstaklega var þetta áberandi hjá KA-lið- inu og liðsmenn þess geta eng- um nema sjálfum sér um kennt hvernig fór. Þegar Iiðið mis- notar fjöldann allan af góðum færum í hraðaupphlaupum er ekki von á góðu. KA-menn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 3:2 með mörk- um frá Guðmundi Jóni og Þor- leifi. Eftir það hvorki gekk né rak hjá liðunum og KA-menn mis- notuðu tvö vítaköst með örstuttu millibili. Staðan hélst óbreytt fram á 16. mínútu, en þá tóku Framarar góðan sprett og komust í 5:3 og hélst sá munur út fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi 9:7 fyrir Fram. í seinni hálfleik héls þessi munur fyrstu 10 mínúturnar, en þá skora Framarar 3 mörk á með- an KA skorar aðeins 1 og staðan breyttist úr 13:11 í 16:12. Tæpar 15 mínútur til leiksloka og KA- menn 4 mörkum undir. En þá tóku norðanmenn sig heldur bet- ur á ög skoruðu 3 mörk í röð, fyrst Jón svo Þorleifur og loks Erlingur. Munurinn aðeins 1 mark og 6 mínútur til leiksloka. En það var eins og KA-menn væru búnir eftir þennan sprett, því Framarar skoruðu næstu 2 mörk og komust í 19:16. Á þess- um tíma voru Framarar einum fleiri þar sem Jóni hafði verið vís- að af leikvelli fyrir að gefa dóm- aranum illt auga. Þegar liðið var svo fullskipað á ný minnkaði Erlingur muninn í 19:17 og fengu KA-menn tæki- færi til þess að minnka muninn í 1 mark, en Jens markvörður Fram- ara varði glæsilega þrisvar í röð. Þegar 20 sekúndur voru til leiks- loka skoruðu Framarar 20. mark sitt og Þorleifur skoraði 18. mark KA, þegar aðeins nokkrar sek- úndur vour eftir af leiktímanum. KA-liðið spilaði ágætlega á köflum í þessum leik og margar fallegar fléttur gengu upp hjá því. Línuspilið var með ágætum og voru þeir Sigurður og Jón iðn- astir við það. Það sem fór úr- skeiðis í þessum leik var nýting dauðafæra, því KA-menn ýmist brenndu af eða létu verja frá sér jafnt úr hraðaupphlaupum sem af línu. Auk þess einungis 1 víta- kast af 4 nýtt. Bestir í liði KA voru Sigurður sem átti fallegar línusendingar, Jón og svo Sigmar sem varði 14 skot og auk þess 1 víti. Logi var sprækur en var einstaklega óheppinn með skot sín. Lið Framara er ekkert sérstakt. í því eru stórir og sterk- ir strákar, en lítið fer fyrir fínu spili. Langbestur Framara var Jens markvörður en hann varði 19 skot. Þá voru Agnar og Ragn- ar þokkalegir. Framarar voru reknir útaf í 8 mínútur en KA- menn í 6. Mörk KA: Jón 5, Guðmundur 4, Þorleifur 3, Sigurður 3, Erhng- ur 2 og Pétur 1. Mörk Fram: Agnar 5, Ragnar 5, Egill 3, Hermann 2, Jón Arni, Dagur, Andres og Tryggvi 1 mark hver. AE/Reykjavík. Sigmar varði mjög vel í báðum leikjunum. Mynd: GK. Þessir ungu KA-menn verða í baráttunni úm næstu helgi. Erhngur Kristjánsson skoraði grimmt fyrir sunnan um helgina. Mynd: KGA. Dómarahneyksli í Laugardalshöll þegar KR vann KA í 1. deild Staðan í 1. deild íslandsmóts- íns i handknattleik eftir Ieiki helgarinnar er þessi: FH-Stjaman 19:28 Fram-KA 20:18 KR-KA 22:21 Valur-Víkingur 21:17 Valur 5 5 0 0 113:99 10 Víkingur 6 5 0 1 138:112 10 Stjarnan 6 3 1 2 141:123 7 Frara 6 3 0 3 129:132 6 KR 6 2 1 3 132:135 5 KA 6 2 0 4 121:127 4 FH 6 2 0 4 140:150 4 Þróttur 5 0 0 5 110:142 0 Haust- mót HKRA - yngri flokka Sunnudaginn 20. október fer fram í íþróttahöUinni haustmót yngri flokka í handknattleik á vegum Handknattleiksráðs Akur- eyrar og hefst það kl. 10.30. Leikið verður með a, b og c lið í 6. og 5. flokki, a og b lið í 4. flokki og a lið í 3. flokki. Mótið hefst eins og áður sagði kl. 10.30 með leik 6. flokks c, síðan kl. 11 spila b lið sama flokks og kl. 11.30 spila a liðin í 6. flokki. 5. flokur c spilar kl. 12, 5. flokkur b kl. 12.40 og 5. flokk- ur a kl. 13.20. Kl. 14 spila b lið 4. flokks og kl. 14.40 a lið 4. flokks. Síðasta leik mótsins spila svo a lið 3. flokks og hefst hann kl. 15.20. Eru foreldrar, forráðamenn þessara upprennandi hand- boltastjarna svo og allir áhugamenn um handbolta hvattir til að mæta í Höllina á sunnudaginn kemur. Það voru dómarar leiksins þeir Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson sem voru í aðalhlutverkum í þessum leik. Þeir dæmdu aUs 19 vítaköst og ráku leikmenn útaf 11 sinnum. Undir lokin kórónuðu þeir svo frammistöðuna er þeir dæmdu KA-mönnum hornkast þegar áttu réttílega að fá vítakast. í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum og þau skiptust á um að hafa forystu. Fyrst komust KA-menn í 2:0 með mörkum frá Erlingi og Loga. Erlingur skoraði svo næstu 4 mörk KA þar af tvö úr vítum sem Logi fiskaði og staðan þá orðin 6:6 þar sem KR- ingar höfðu á sama tíma skorað 5 mörk. Þá skoruðu Sigurður og Þorleifur sitt hvort markið og komu KA í 8:6, en KR-ingar svöruðu með þremur mörkum í röð. Guðmundur jafnaði 9:9, en KR-ingar áttu síðasta orðið í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 10:9. Fyrstu 9 mínútur seinni hálf- leiks lifðu án þess að KA-mönn- um tækist að skora márk og á þessum tíma gekk allt á afturfót- unum hjá þeim. KR-ingar skor- uðu hins vegar 4 mörk á sama og komust í 14:9. Það var svo loks Sigurður Pálsson sem lyfti sér upp á 9. mínútu og_skoraði gull- fallegt mark. KR-ingar svöruðu með tveimur mörkum og komust í 16:10 og tæpar 20 mínútur til leiksloka. Þá fóru KA-menn loks að spila almennilega og skoruðu á stuttum tíma 8 mörk á móti 2 mörkum KR-inga, flest úr hraða- upphlaupum. Þegar 7 mínútur voru til leiks- loka var staðan jöfn 18:18 og allt á suðupunkti. KR-ingar komust síðan í 20:18 en Erlingur minnk- aði muninn í 20:19. KR-ingar bættu við 21. markinu þegar 5 mínútur voru eftir til leiksloka. Enn minnkaði Erlingur muninn í 21:20 og rúmar 3 mínútur til leiksloka. KR-ingar hófu sókn en misstu knöttinn, en Pétur átti ótímabært skot í þverslá og KR- ingar skoruðu 22:20. KA-menn minnkuðu muninn þegar rúmlega hálf mínúta var eftir af leiknum. KR-ingar hófu sókn en KA- menn náðu knettinum með því að spila maður á mann og brun- uðu í hraðaupphlaup þegar um 10 sekúndur voru eftir. Boltinn var gefinn á Þorleif sem sveif inní teiginn en einn KR-ingur skutláði sér á eftir honum og sló boltann úr hendi hans. Og viti menn! dómararnir dæmdu hornkast þegar 3 sekúndur voru eftir af leiktímanum. KA-mönnum tókst ekki að nýta sér þann tíma og töpuðu því ieiknum 22:21. KA-liðið var mjög köflótt í þessum leik, átti góða spretti en datt algjörlega niður þess á milli. Slæmur kafli í upphafi seinni hálfleiks gerði útslagið og þrátt fyrir stórgóðan kafla þegar liðið var að vinna upp forskot KR-inga urðu leikmennirnir að bíta í það súra epli að tapa þessum leik vegna slæmrar dómgæslu. Bestir í liðinu voru Erlingur, Sigmar Um helgina fóru fram á Húna völlum í Húnavatnssýslu tveir leikir í 2. deild karla í körfu- bolta. Á föstudagskvöld áttust við lið USAH sem nú sendir lið í fyrsta sinn í keppnina og lið Skallagríms úr Borgarnesi. Og fóra leikar þannig að Skallagrímur sigraði naumlega með 74 stigum gegn 63 stigum USAH-manna. Leikurinn var jafn í fyrri hálf- sem varði 12 skot þar af 4 víti og Þorleifur. Þá átti Logi mjög góð- an fyrri hálfleik. KR-liðið er ekki gott og sókn- arleikur þess er mjög lélegur en vörnin nokkuð sterk. Ólafur Lár- usson og Haukur Geirmundsson voru bestir KR-inga. Dómararnir voru slakir og leik og staðan í hálfleik var eins stigs munur Skallagrím í vil. En í seinni hálfleik var Skallagrímur yfirleitt með forystu frá 2 upp í 8 stig en í lokin skildu 11 stig og Skallagrímur sigraði 74:63 eins og áður sagði. Það sem réði baggamuninn var stærðarmunur liðanna og hirtu Skallagrímsmenn svo til öll fráköst, en þeir voru með tvo vel stóra menn í sínum röðum. dæmdu KR-ingum 13 vítaköst og KA-mönnum 6. Mörk KA: Erlingur 8(5), Þor- leifur 4, Logi 3, Sigurður 2, Guð- mundur 2 og Pétur 2. Mörk KR: Ólafur Lárusson 10(5), Haukur Geirmundsson 5(3), Haukur Ottesen 2 og aðrir minna. AE/Reykjavík. Daginn eftir eða á laugardegin- um léku síðan lið Tindastóls og Skallagríms í sömu deild. Leikurinn var jafn og spenn- andi og jafnt á öllum tölum. Og að loknum venjulegum leiktíma var jafnt og eftir framlengingu stóð Tindastóll uppi sem sigur- vegari, þeir skoruðu 80 stig gegn 77 stigum Skallagríms. Þannig að þeir voru sendir heim með eitt tap á bakinu. Körfubolti: Tindastóll sigraði eftir framlengingu on IIQAI4 tonoAi - en USAH tapaði Mistök á mistök ofan þegar Fram vann KA Knatt- spymu úrslit Úrslit leikja í 1. og 2. deild ensku knattspymunnar um helgina urðu þessi: 1. deild Aston Villa-Nottm.Forrest 1:2 2 Chelsea-Everton 2:1 1 Ipswich-Newcastle 2:2 x Leicester-W.B.A. 2:2 x Liverpool-Southampton 1:0 1 Man.United-Q.P.R. 2:0 Oxford-Luton 1:1 x Sheff.Wed-Coverntry 2:2 x Tottenham-Birmingham Fr. 1 Watford-Man.Cit) 3:2 1 West Ham-Arsenal 0:0 2.deild Bradford-Barnsley 2:0 Carlisle-Nonvich 0:4 C.Palace-Oldham 3:2 1 Grimsby-Sheff.United 0:1 2 Leeds-Middlesbro 1:0 Millvall-Blackbum 0:1 Portsmouth-Charlton 1:0 Shrewsbury-HuddersÐeld 3:0 Stoke-Bríghton 1:1 x Sunderland-Hull City 1:1 Wimbledon-Fulham 1:0 STAÐAN 1. deild Man.United 12 111 0 30:4 34 Liverpool 12 732 27:13 24 Chelsea 12 732 17:11 24 Arsenal 12 633 15:12 21 Sheff.Wed. 12 633 19:20 21 Everton 12 624 21:14 20 Watford 12 6 1 5 26:21 19 Newcastle 12 543 20:18 19 Q.P.R. 12 606 15:17 18 Tottenham 11 5 2 4 23:13 17 West Ham 12 453 19:15 17 Birmingham 11 5 1 5 10:16 16 Nottm.Forest 12 516 18:19 16 Luton 12 363 15:16 15 Coventry 12 354 18:16 14 Aston Villa 12 354 16:15 14 Southampton 12 255 13:14 11 Oxford 13 2 5 6 18:26 11 Leicester 13 2 5 6 14:27 11 Man.City 12 2 3 7 12:22 9 Ipswich 12 228 7:20 8 W.B.A. 12 039 10:34 3 STAÐAN 2. deild Portsmouth 12 92 1 23:6 29 Blackburn 12 723 17:10 24 Oldham 12 723 21:14 23 Wimbledon 12 723 12:10 23 Bríghton 12 633 20:11 21 Charlton 11 623 18:13 20 Norwich 12 534 21:15 18 C.Palace 12 5 3 4 18:17 18 Sheff.United 12 4 5 3 16:15 17 Huddersf. 12 4 53 11:13 17 Leeds 12 4 4 4 15:13 16 Bamsley 12 444 11:10 16 Hull City 12 3 5 4 18:17 14 Fulham 11 4 1 6 10:12 13 Bradford 10 406 13:16 12 Stoke Gty 12 2 64 13:16 12 Miliwall ' 11 3 2 6 13:16 11 Grimsby 12 2 5 5 14:16 11 Mrddlesbr. 11 2 4 5 4:11 10 Shrewsbury 12 2 4 6 15:19 10 Sunderland 11 236 9:18 9 Chariisle 11 128 8:29 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.