Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 14. október 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚT BREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. UeiðarL__________________________ Stormasamt þinghald? Alþingi er nú komið saman á ný eftir sumarleyfi í styttra laginu. Töluverð ólga hefur verið undir niðri í stjórnmálunum síðustu vikurnar og reikna má með að hún endurspeglist að einhverju leyti í þingstörfunum. Fyrst er að nefna þá endurskipulagningu sem sjálfstæðismenn hafa gert á ráðherraskipan flokksins. Hún hlýtur að leiða til einhverra áherslubreytinga. Því verður illa trúað ef ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins telja sig ekki þurfa að sanna sig í nýju störfunum. Albert mun þurfa að taka til hendinni í orkumálunum og líklegast með niðurskurði og samdrætti á öllum sviðum orkubúskaparins. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, er ekki líklegur til að sitja auðum höndum. Að vísu urðu landsmenn ekki varir við neinar meiriháttar byltingar í iðnaðar- málunum undir hans stjórn. Til dæmis hefur iðn- aðarmiðstöðin á Akureyri ekki ennþá séð dags- ins ljós. Vonandi tekst Sverri betur í menntamál- unum. Þar er ólokið einu veigamiklu verkefni, sem Ragnhildur fyrirrennari hans stakk niður í skúffu. Það er að koma upp útibúi frá Háskóla ís- lands á Akureyri. Vonandi fer ekki með það mál eins og iðnaðarmiðstöðina og Sverrir sanni sig sem þann landsbyggðamann sem hann segir sig vera. Ragnhildi tókst á sínum menntamálaráðherra- ferli að fá alla starfsmenn skólanna upp á móti sér. Líklegt er að henni takist að hrista upp í mörgum í heilbrigðisgeiranum. Þar má vafalaust bæta margt, spara og endurskipuleggja. Hætta er hins vegar á því að Ragnhildur sjái engar lausnir aðrar en að koma einkarekstrinum til sem mestra álirifa í heilbrigðiskerfinu. Þá gæti farið að verða þröngt í búi hjá smáfuglunum. Þorsteinn Pálsson mun væntanlega krefjast þess að fjárlagafrumvarpið verði tekið til gagn- gerrar endurskoðunar. Ef að líkum lætur verður mikill skoðanaágreiningur um það mál, bæði innan stjórnar og utan. Hvort ríkisstjórnin kemst óhult frá þeim hildi er mikil óvissa um. Sumir segja að þessi leikur með stólana og koma Þor- steins í stjórnina sé eina leiðin fyrir sjálfstæðis- menn til að magna upp þann ágreining að dugi til slita á stjórnarsamstarfinu. Til að slíta sam- starfinu verður að finna skýringar sem gengið geta í fjöldann. Þó að stjórnarandstaðan sé meira og minna lömuð vegna innbyrðis átaka og ekki sé að vænta stórra afreka frá henni, má engu að síður búast við stormasömu þinghaldi. _viðtal dagsins______________ Sigurdur Þórhallsson. „ Kvöldskólar fóra illa með þessa kynslóð" - segir Sigurður Þórhallsson í viðtali dagsins „Menningin verður að lifa þrátt fyrir háa hitaveitureikn- inga,“ sagði Sigurður Þórhalls- son starfsmaður hitaveitunnar og annar tenór í karlakórnum Geysi er hann kom við á rit- stjórn fyrir stuttu. Sigurður sagði að nú væri vetrarstarf kórsins að hefjast og það væri mikill hugur í mönnum. „Það vantar yngri menn í kórinn,“ sagði hann. Ungir menn vita að sjálfsögðu ekki hvað það er skemmtilegt að syngja í kór fyrr en þeir reyna það. En það er sjálfsagt að hvetja þá til að líta inn á æfingu og taka lagið með okkur.“ Ungir menn virðast vera ragir við að ganga í kóra í dag. Sigurður taldi að það gæti verið vegna þess að oft hefði borið á svokölluðum kóraðli. Það hafi verið fínt á árum áður að syngja með kórum. Það var á þeim tíma þegar ekki var sjónvarp eða vídeó og ekki útvarp á hverju heimili. Þá var það talið fínt að vera í kór. Tímarnir breytast og mennirn- ir með. Nú eru allir velkomnir. - Getur verið að ungir menn vilji ekki syngja með kórum vegna þess að lagaval er ekki spennandi fyrir þá? Það er lítið breytt efnisskrá frá ári til árs. „Það má vel vera að það sé lítil breyting á efnisskránni hjá kórum. En það er alltaf viss hóp- ur hlustenda sem vill heyra sömu gömlu lögin og þau verður að hafa með.“ - Er von á breytingum hjá ykkar kór hvað þetta varðar? „Það er alltaf verið að bæta inn nýjum lögum. Við höfum líka hressan stjórnanda, Michael Jón Clarke sem hristir vel upp í okkur,“ sagði Sigurður söngvari. Þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við karlakórinn Geysi hafi samband við einhvern kórfélaga, eða mæti á æfingu í Lóni á mánudags- eða fimmtudags- kvöldi. Það eru æfingar öll þau kvöld í vetur. - Hvaðan kemur Sigurður? „Ég kem úr Reykjavík. Ann- ars er ég ættaður af Vestfjörðum, eða nánar tiltekið úr Ketildala- hreppi í Arnarfirði. Þar er ég fæddur og uppalinn." - Ertu búinn að syngja frá því þú varst á Vestfjörðum? „Auðvitað hef ég sungið eins og annað fólk. En ég byrjaði ekki að syngja fyrr en ég kom til Ak- ureyrar og gekk þá til liðs við karlakórinn Geysi.“ - Þú hefur þá ekki komið syngjandi að sunnan? „Nei, nei, ég kom með hitaveit- unni okkar. Það var árið 1977 að mér bauðst starf hér á Akureyri hjá hitaveitunni. Það var reyndar konan mín Margrét Steingríms- dóttir sem sá auglýsingu þess efn- is að það vantaði pípulagninga- mann til starfa við ákveðið svið uppsetningar hitaveitu á Akur- eyri. Ég sótti um og hér er ég.“ - Hvar lærðir þú pípulagnir? „Það var í Reykjavík. Ég byrj- aði að læra árið 1950. Miklar breytingar hafa átt sér stað síðan þá. Til dæmis get ég sagt þér að á þeim tíma sem við nemarnir vor- um í Iðnskólanum jafnhliða vinn- unni var ekki verið að byrgja glugga nýbyggðra húsa sem við vorum að vinna í. Allt stóð opið fyrir norðannepjunni dögum og vikum saman yfir vetrartímann. Sérstaklega man ég eftir vetrin- um 1952-3. Hann var mjög vindasamur og kaldur. Við byrj- uðum að vinna á morgnana kl. 7:20. Unnum til kl. 17:00 eða lengur. Þá fórum við beina leið í skólann. Það voru ansi mikil við- brigði að koma inn í heita skóla- stofuna eftir að hafa verið að vinna við pípulagnir allan daginn í kulda og trekki. Þá var ekkert sem gat komið í veg fyrir að mað- ur sofnaði í tímum. Þetta var hreinasta þrekraun að komast í gegnum þetta erfiði. Það var líka ekki oft sem menn gátu gefið sér tíma til að lesa á kvöldin fyrir skólann áður en þeir duttu út af á koddann.“ - Hvað var maður eins og þú sem varst í góðri vinnu í Reykja- vík, með eigin atvinnurekstur að gera með það að flytja til Akur- eyrar? „Góð spurning," sagði Sigurð- ur. Ég var með sjálfstæðan rekstur í Reykjavík. Það var hlutskipti mitt eins og annarra í þessum atvinnurekstri að sendast út um borg og bæ að rukka inn fyrir unnin verk á fimmtudögum, til að eiga fyrir út- borgun starfsmanna minna á föstudögum. Þess vegna reiknaði ég með því að það væri þægilegra og jafnframt rólegra að koma hingað til Akureyrar til að taka þátt í uppbyggingu hitaveitu. Raunin varð önnur, því ég hef sjaldan haft eins mikið að gera og eftir að ég flutti. En sem betur fer hef ég áhugamál fyrir utan vinn- una, svo sem veiðiskap og fleira. Þess vegna er ég ánægður hér,“ sagði Sigurður Þórhallsson starfs- maður Hitaveitu Akureyrar og 2. tenór í karlakórnum Geysi. — gej

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.