Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 9
Jjækuc 14. okfóber 1985 - DAGUR - 9 Meö nokkrum orðum langar mig að vekja athygli foreldra, kennara og annarra, sem áhuga hafa á börnum og bókum, á að nú á dögunum komu út hjá Skjald- borg á Akureyri nokkrar bækur. Bækur þessar henta sérstaklega hæglæsum börnum á aldrinum 7- 9 ára. Talið er að 15-20% allra barna og unglinga eigi í einhverjum erfiðleikum með lestur. Lestrar- örðugleikar eru ein algengasta fötlun sem til er. Við sem unnið höfum með hæglæs börn vitum að mikill skortur er á bókum sem henta þeim. Léttlestrarbækur þurfa að hæfa þroska barnsins. Bækumar heita: Þjófarnir og svínslærið. Dagur í lífi Busa. Þrír Tommar og api sá fjórði. Sámur, Hámur og Glámur. Lína. Litli grái maðurinn. Anna Dóra Antonsdóttir þýddi bækurnar úr dönsku. Letur bókanna þarf að vera greinilegt, setningar stuttar og bókin þarf að vera vel mynd- skreytt og spennandi aflestrar. Æskilegt er að lítið lesmál sé á hverri síðu. Þá kemst barnið hraðar yfir. Það að geta lokið við eina bók er mikill sigur fyrir hæg- læst barn. Líklega em til u.þ.b. _orð í belg. Afsökunarbeiðni til hinna háæruverðugu Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar 20 bækur sem uppfylla þessi skil- yrði. Það munar því mikið um þessar 6 bækur sem nú hafa kom- ið út. Skjaldborg hefur áður gefið út léttlestrarbókina Óli og Geirí eft- ir Indriða Úlfsson. Hún hentar vel hæglæsum bömum á aldrin- um 11-13 ára. Börn þurfa mikið á bókum að halda í dag, jafnvel meira en áður fyrr. Börn taka sífellt á móti upplýsingum í gegnum hina ýmsu miðla en samband þeirra við full- orðna fer minnkandi af ýmsum ástæðum. Þetta er alvarleg þróun. Börn þurfa sjálf að hugsa, skapa og mynda tengsl við full- orðna. Við þurfum því að gefa bömum tækifæri til þessa, t.d. með því að velja fyrir þau góðar bækur til lestrar, lesa fyrir þau og tala við þau. Það er okkar að vekja áhuga barnanna. Að boði móður sinnar hefur undirritaður fallist á að láta af að nota uppnefni og aðrar niðrandi nafngiftir um vini hennar og sam- borgara sem og utanbæjarfólk sjái hinn sami sér ástæðu til þess að ýfast á opinberum vettvangi. Er það krafa þeirrar ágætu konu að undirritaður biðjist afsökunar á niðrandi nafngiftum í áðurrit- uðu svo að illur hugur fái ei ætlað að orðavalið sé ættað úr föður- garði undirritaðs, samkvæmt kenningunni um eplið og eikina. Er það beiðni þeirrar orðvöru og hrekklausu konu í síðbúinni til- raun hennar til uppeldis sonar síns að hann noti kurteisislegt orðaval, finni hann sig knúinn til að gera athugasemdir við líðandi stund. Vil ég sem „hlýðinn og góður“ sonur verða við þessum umleitunum og bið hér með alla þá sem tekið hafa til sín illmælgi mína afsökunar og einnig bið ég foreldra mína afsökunar vegna hinna illu hugsana sem ætluðu að skrif mín væru ættuð annars stað- ar en úr mínu eigin brjósti. Heiti ég því hér með að brúka ei fram- ar stóryrði né illmælgi og vonast með því eftir fyrirgefningu þeirra sem ég hef á móti gert. Hinu lofa ég engu um að þykj- ast láta vel líka með þegjandi þögninni vinnubrögð þeirra sem falast hafa eftir trausti til að fara með umboð annarra á opinber- um vettvangi og ekki reynst traustsins verðir. Nú þegar vetur gengur í garð er kvíði í mörgum þó ekki þurfi að koma til sá hrollur sem fylgir þeim pólitíska vetri sem hér hef- ur geisað fulllengi. A meðan veisluborðin svigna hér fyrir vest- an okkur með Blönduvirkjun, al- þjóðaflugvelli og nýjum fyrir- tækjum hefur okkar mönnum tekist að afþakka þann eina brauðmola sem okkur var ætlað- ur. Höfum við efni á að hafa í forsvari fyrir okkur þá rómant- ísku byggðasafnsunnendur sem telja það helgispjöll að hrófla við eyfirskri mold til annarra hluta en til offramleiðslu á landbúnað- arvöru? Ef íbúar kjördæmisins eru skuldfærðir eins og aðrir þjóðfélagsþegnar fyrir erlendum skuldum þá er það sanngirnis- krafa að við fáum að stofna til hluta þeirra skulda í sama mæli og aðrir. En þær hetjur sem nú ríða um héruð og vísitera telja sig hafa gildar ástæður fyrir að- gerðaleysi sínu í tertuslagnum. Það eru eflaust fleiri en þeir sem láta sig það engu skipta hver framvinda verður í uppbyggingu norðlenskra byggða jafnvel þó Akureyri verði gerð að minja- safni. Lögfræðingur einn hér á Akur- eyri mótmælti því að atvinnu- ástandið á staðnum væri bágbor- ið, það væri meira en nóg að gera fyrir alla ef helvítis ræflarnir nenntu að vinna. (Sjálfur hefur hann nóg að gera í uppboðunum og við að selja félagasamtökum utan af landi orlofsíbúðir á spott- prís.) Hann kvartaði undan því hvað erfitt væri að fá iðnaðar- menn en flest vitum við reyndar hvað varð um þá. Gagnvart því að nóg sé að gera fyrir alla er vandinn sá að það hefur enginn efni á þeim störfum sem í boði eru. Vinnan er nefni- lega flestum lifibrauð en ekki hugsjón. Framboð á vinnu er enginn mælikvarði á gott at- vinnuástand þegar skuldasöfnun fylgir þeim störfum sem í boði eru. Þess vegna finnst manni það ósköp hógvær krafa að þeir aðilar sem troða sér fram til þess að taka þátt í tertuslagnum fyrir okkar hönd gleymi okkur ekki í taumlausri keppni um að seðja sitt eigið hungur þarna syðra. Það geta verið hrópandi and- stæður að vilja vel og að gera vel. Enginn efast um hlýjan hug sem þingmenn kjördæmisins bera til byggðarlagsins en við lifum ekki á hugarfari þeirra einu saman. Á meðan allur þingheimur virðist standa einhuga að nauðsyn þess að Akureyri veiti Reykjavíkur- svæðinu heiðarlegt mótvægi þá standa okkar menn eins og klett- ur gegn slíkum hugmyndum. Þeir vilja ef til vill vernda okkur gegn spilltum móral samborgara sinna þarna syðra meðan þeir horfa rómantískum augum gegnum lit- að gler til grasigróinna heima- slóðanna. En því miður hafa þeir tapað tengslum við vinnuveitend- ur sína eftir áralanga búsetu þarna syðra og svo virðist sem þeir telji lífshamingju okkar fólgna í því einu að þeir birtist hér endrum og eins og hefji upp raustir sínar með ávörpum eins og: Sælir eru þeir sem bíða, trúa og treysta á okkur því þeir munu mannlaus og ómenguð byggðar- lög erfa. Sælir eru þeir sem eru með allt undir hamrinum því það eru líka uppboð hér syðra. Sælir eru þeir sem þreyja þorrann og góuna því þeir munu helling af þorrum og góum þreyja fá. En við vitum hins vegar að sælir eru þeir sem ætla okkur þetta hlut- skipti en búa í sælunni syðra. Bernharð Steingrímsson. Súkkulaðiverksmiðjuna Lindu hf. vantar nokkrar stúlkur til vinnu strax fram að jóium. Reglusemi og heilbrigði skilyrði. Sími 22800 frá kl. 9-19. Tvo vana flatningsmenn eða menn vana fiskvinnslu vantar nú þegar. Mikil vinna framundan. Upplýsingar í síma 61712 á daginn og 61748 á kvöldin. Borg hf. Hrísey. Stýrimann vantar á 70 tonna bát sem er á togveiðum. Upplýsingar í síma 97-5610. $ SAMBANDISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Iðnaðardeild - Akureyri Óskum að ráða tölvuritara allan daginn. Góð vélritunar- og enskukunnátta æskileg svo og starfsreynsla í tölvuritun. Umsóknarfrestur er til 25. október nk. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra sími 21900 (220-222). Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900 1—1 1 ' ............................■ Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Akureyri dagana 1 .-2. nóv. nk. Félög eru hvött til að kjósa fulltrúa á kjördæmisþing hið allra fyrsta. Nánar auglýst síðar. Stjórn K.F.N.E. Híisvíkingar - Þingeyingar Dagur hefur fastráðið starfsmann á Húsavík. Það er Ingibjörg Magnúsdóttir, sem auk blaðamannsstarfa mun sjá um dreif- ingu og auglýsingamóttöku fyrir blaðið. Við hvetjum lesendur blaðsins til að hafa samband við Ingi- björgu varðandi ábendingar um fréttir og efnisval. Einnig bendum við lesendum á, að Ingibjörg tekur á móti smá auglýsingum og tilkynningum í dagbók, t.d. varðandi stór- afmæli og dánarfregnir (mynd má fylgja) svo eitthvað sé nefnt. Sú þjónusta er lesendum að kostnaðarlausu. Ingibjörg hefur aðsetur í Garðarsbraut 5, II hæð, sími 41225. Fastur skrifstofutími kl. 9-11, en er auk þess við á skrifstof- unni á öðrum tímum. Heima: Sólbrekka 5, sími 41529.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.