Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 5
14. október 1985 - DAGUR - 5 - En útsendingartíminn hentar sennilega ekki öllum Vantar almennileg brauð Kona úr Þorpinu hringdi og sagði að sér gremdist það oft hversu erfitt væri að fá keypt almenni- legt brauð hjá KEA í Sunnuhlíð í hádeginu. „Bakaríið uppi er lokað í há- deginu og oftast fæst ekkert í kjörbúðinni nema rúgbrauð og soðið brauð. Forráðamenn versl- unarinnar í Sunnuhlíð hafa oft kvartað undan því að íbúar hverfisins versli lítið í þessari fínu verslunarmiðstöð. Þetta brauðahallæri í hádeginu gæti verið næg ástæða til þess að mað- ur beindi frekar viðskiptum sín- um til annarra,“ sagði konan að lokum. _lesendahorniá Starfsmenn RÚVAK að störfum. Mynd: KGA. Ég er mjög ánægð með svæðisútvarpið Bridgenétmskeið Bridgenámskeiö á vegum Bridgefélags Akureyrar hefst fimmtudaginn 17. október kl. 19.30 í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Kennari verður Magnús Aðalbjörnsson. Innritunar- og upplýsingasími er 23351. Bridgefélag Akureyrar. Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar41534 ■ Sérleyfisferðir • Hópferðir ■ Sætaferðir • Vöruflutningar Húsavík - Reynihlíð - Laugar - Akureyri VETRARÁÆTLUN 1985-86 S M Þ M Fl FÖ FráReynihlíð kl. ★ 08.00 Frá Laugum kl. 09.00 Frá Húsavík kl. 18.00 09.00 09.00 09.00 FráAkureyri kl. 21.00 16.00 16.00 17.00 Frá Akureyri í Laugar og Mývatnssveit kl. 17.00 L * Vöruflutningab. á þriðjud. Brottför um kl. 15.00 frá Ríkisskip Akureyri. Farþegar frá Mývatnssveit og Reykjadal eru sérstaklega hvattir til að panta fyrir brottför á Hótel Reynihlíð sími 22170 eða hjá Flugleiðum Húsavík sími 41140. Afgreiðsla Húsavíkur: Flugleiðir, Stóragarði 7, s. 96-41140 og 41292. Farþegaafgr. Akureyrar: Öndvegi hf., Hafnarstr. 82, s. 96-24442 og 22908. Öll vörumóttaka Akureyri: Ríkisskip v/Sjávargötu s. 96-23936. ATH. Vörur sem flytja á frá Akureyri þurfa að berast tímanlega. Sérleyfishafi. Bóndakona í Firðinum hringdi: Undanfarna daga hef ég séð nokkur lesendabréf í Degi og að mig minnir í fleiri blöðum, varð- andi svæðisútvarpið okkar hér nyrðra. Það hefur verið sam- merkt með þessum bréfum, að bréfritarar hafa fundið svæðisút- varpinu flest til foráttu. Astæðan virðist mér sú, að ráðamenn útvarpsins ákváðu út- sendingartíma útvarpsins frá 5—61 á daginn. Þar með falla út ákveðn- ir þættir á Rás 2. Þetta hefur farið í taugarnar á bréfriturum, sem mér virðist að séu að meirihluta ungt fólk. Fyrir vikið er svæðisút- varpið dæmt óalandi og óferj- andi. Þetta finnst mér ósanngjörn gagnrýni, því að efnislega finnst mér margt gott í svæðisútvarp- inu. Stjórnendum þess tekst með einhverjum hætti að komast „nær okkur“ hér á svæðinu, með því að færa okkur fréttir af því mann- lífi sem hér þrífst. Þetta hefur fallið í góðan jarðveg, þannig að það liggur við verkfalli á mínu heimili á meðan útsendingar svæðisútvarpsins standa yfir. Og ég veit að frá mörgum öðrum heimilum í minni sveit er svipaða sögu að segja. Að vísu má benda á smávægilega hnökra við vinnslu þessara þátta, en þeir skrifast á byrjunarerfiðleika og þeir eru svo smávægilegir, að kostirnir kaffæra þá. Hitt skal viðurkennt, að tíma- setningin orkar tvímælis. Hún hentar mér og mínum að vísu bærilega, en ég get vel ímyndað mér að fólk sem hættir vinnu um kl. 5, og á þá eftir að versla og koma sér heim, eigi í erfiðleikum með að hlusta á svæðisútvarpið. Auk þess er unga fólkið orðið „rótgróið" við Rás 2 og vill þaðan enga mínútu missa, að því er virðist. Þess vegna held ég að ástæða sé til að skoða það grannt, Dalvíkingur skrifar: Kæra lesendahorn. Ég vil leggja orð í belg í sam- bandi við svæðisútvarpið. Ég er mjög óánægður með það að því leyti, að tíminn er mjög slæmur. í fyrra gat ég alltaf hlustað á svæðisútvarpið, vaknaði fyrr á morgnana til að hlusta á morgun- þættina og var kominn heim úr vinnunni til að hlusta á síðdegis- þættina. En nú get ég ekki hlust- að og er mjög sár út af því. Svo hef ég heyrt marga tala um að þeir hvort ekki er hægt að finna hag- stæðari útsendingartíma fyrir svæðisútvarpið, þannig að allir geti unað glaðir við sitt. Ég hef enga „patent“ lausn, en þó held ég að tvískipt útsending, að morgni og kvöldi, eins og var í fyrra, henti okkur betur. Einnig finnst mér vel koma til álita, að hafa útsendinguna á kvöldin og þá jafnvel lengur en í klukku- stund. En ég treysti ráðamönnum RÚVAK til að finna á þessu hag- kvæma lausn, sem fjöldinn getur sætt sig við. missi af Rás 2, en einmitt á þess- um tíma eru þar góðir þættir, t.d. Frístund, sem allir unglingar hlusta á og hafa gott af. Þess vegna tel ég þetta ekki gott fram- lag RÚVAKS til árs æskunnar. Ég held að það sé nauðsynlegt að finna nýjan útsendingartíma fyrir svæðisútvarpið. Svona gengur þetta aldrei til lengdar, með stór- an hluta fólks á móti. Með von um úrbætur. Einn mjög óánægður. Rnnið nýjan útsendingar- tíma fyrir svæðisútvarpið Hvað finnst ykkur? - Ég sé ekki hvaða tilgangi þessir „sneplar" þjóna „BIaðakarl“ hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Fyrst langar mig til þess að óska ykkur á Degi til hamingju með dagblaðið ykkar. Það var hins vegar ekki aðalerindið, heldur það að segja nokkur orð um hinn ágæta útvarpsþátt Arnar Inga hjá RÚVAK sem var á dagskrá í sl. miðvikudag. Þar ræddi hann við nokkra að- ila um fjölmiðlabyltingu á Akur- eyri og var það vel til fundið. Mér fannst fólkið koma ágætlega fyrir sig orði en það var ekki fyrr en al- veg undir lok þáttarins að ég sperrti verulega eyrun. Ragnar Lár myndlistarmaður ræddi þá um hinar svokölluðu dagskrár sem gefnar eru út á Ak- ureyri, en það eru auglýsingapés- ar sem bornir eru í hvert hús og troðið inn um hverja bréfalúgu, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Ég er einn þeirra sem sé ekki hvaða tilgangi þessir sneplar þjóna, nema þá að þeir séu gróðalind þeirra sem þá gefa út. Ragnar sagði réttilega að sennilega hefðu þessar dagskrár orðið til þess að í dag koma að- eins út tvö blöð á Akureyri en þau voru fjögur fyrir nokkrum árum. Þessar dagskrár undir- bjóða auglýsingar gegn blöðun- um, en veita enga þjónustu á móti. Það gera blöðin tvö í bæn- um og ég vil bara taka undir þau orð Ragnars að auglýsendur at- hugi sinn gang þegar þeir moka peningum í þessa snepla, frekar en að styðja við blöðin sem veita okkar margs konar þjónustu og flytja okkur fréttir. Orð Ragnars í þessum ágæta þætti voru orð í tíma töluð, eða hvað finnst ykkur? Hjól- barðar v nýirog sólaðir í miklu úrvali. Gúmmíviðgerð sími 21400. Óseyri 2 Véladeild símar 22997 og 21400. Umboðsmenn Dags Sauðárkrókur: Sísí Steindórsdóttir. Furuhlíð 1, sími 5828. Siglufjördur: Matthias Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489. Blönduós: Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sinii 4581. Ólafsfjörður: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Hrísey: Halla Jóhannsdóttir, Norðursegi 9, sími 61728. Dalvík: Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Grenivík: Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112. Húsavík: Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbakka 5, sími 41529 Mývatnssveit: Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Kópasker: /,nna Pála Kristjánsdóttir, Boðagerði 10, sími 52128. Raufarhöfn: 1 riðmundur H. Guðmundsson, sími 51225.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.