Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 14. október 1985 Vírinn slitnaði Það er óhætt að segja að það hafí verið hópur eftir- væntingarfullra manna sem hélt frá Grenivík sl. föstu- dagsmorgun á flóabátnum Drangi og bátnum Óskari frá Grenivík. Það átti að reyna að ná 12 tonna bát af hafs- botni út af Hvannadalsbjargi. Bátinn fórst þar á síðasta ári og liggur á 130 metra dýpi. Fyrir hálfum mánuði tókst Heiðari Baldvinssyni eiganda bátsins og félögum hans að koma vír um bátinn sem heitir Þórunn. Var það mikið afrek en tók ekki langan tíma. Einn af þeim sem aðstoðuðu Heiðar við það verk var Hreinn Gíslason frá Grenivík og sagði hann í spjalli við Dag að þeir hefðu kastað 1.5 tommu vír í kring um þann stað þar sem Þórunn ligg- ur og síðan hefði verið hert að. Þegar báturinn var síðan skoðaður í neðansjávarmynda- vél kom í ljós að kastið hafði heppnast fullkomlega, Þórunn var komin „í bönd“ og næsta stig var að freista þess að hífa bátinn upp. Það var sem sagt ætlunin þeg- ar lagt var úr höfn á Grenivík sl. föstudag og átti Dagur þess kost að vera viðtaddur þennan merkilega atburð, en skipi hef- ur ekki verið náð upp af þessu dýpi hér við land. Þess má geta hér til gamans að þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var hífð upp í Jökulfjörðum, var hún á um 80 metra dýpi. Menn reyndu að dylja spenn- una á útleið og um borð í Drangi útbjó Gunnar Jónsson matsveinn stórgóða máltíð. Menn gleyptu í sig og sífellt nálgaðist sá staður þar sem Þór- unn er. Þegar þangað kom sást hnísa ein mikil bylta sér rétt við baujurnar þar sem báturinn var. Drangur lagðist að baujunum, það var krækt í þær og síðan var byrjað að hífa. Þetta voru spennandi augna- blik og Heiðar Baldvinsson var í námunda á bát sínum Óskari og fylgdist með af áhuga og sennilega hefur enginn verið jafn spenntur og hann. Þegar híft hafði verið í um 15 mínútur fór skyndilega að þyngjast drátturinn. „Nú fer hann að lyftast" hrópuðu menn og spennan leyndi sér ekki. Skyldi vírinn halda? Menn höfðu nefnilega rætt það á út- leiðinni að hætta væri á að vír- inn væri of grannur, hann þyrfti að vera af sverleika 2.5 tommur en ekki 1.5 tomma eins og stað- reyndin var. Og skyndilega gaf vírinn sig. Menn bölvuðu upp- hátt og í hljóði, enda von. Þetta hafði litið svo vel út, það mun- aði svo litlu að afrek væri unnið. Heiðar eigandi Þórunnar bölvaði hressilega í talstöðina, en tók þessu annars með miklu jafnaðargeði. Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða það hvort hann myndi reyna aftur, enda er hér um fjárfrekt fyrirtæki að ræða. En þeir Grenvíkingar hafa sýnt að það er góður möguleiki að ná bátunum upp, sennilega er sverari vír allt sem þarf auk viljans. Menn voru því ekki eins glað- beittir á landleiðinni þótt þeir reyndu að taka ósigrinum með jafnaðargeði. Áhöfn Drangs sem er skipuð þeim Hákoni fs- akssyni skipstjóra, Gunnari Jónssyni, Ebeneser Bárðarsyni og Guðmundi Júlíussyni hafði staðið sig með mikilli prýði, sömuleiðis aðrir leiðangurs- menn, en því miður hafðist þetta ekki í þetta skiptið hvað sem síðar verður. gk-. Bátur Hreiðars Baldvinssonar, Óskar, var aldrei skammt undan. Óskar er í stýrishúsinu. í brúnni á Drangi á útleið. Hrcinn Gíslason, Gunnar Jónsson og Hákon Isaksson skipstjóri. Áhöfnin á Drangi að störfum við spilið. Myndir: gk-. Komið að baujunum þar sem Þórunn var undir. Guðlaugur Arason, mágur Hreiðars, með vírendann eftir að slitnaði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.