Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 14.10.1985, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 14. október 1985 RAFGEYMAR viðhaldsvfEl2rétt í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA MERKI CM CM ■ CD o> </) Fyrsli í rjúpu á morgun Þá er hann að renna upp, dag- urinn þegar menn mega byrja rjúpnaveiðar. Á morgun er heimilt að byrja veiðarnar. Stendur veiðitíminn fram und- ir jól. Bóndinn slökkti í bílnum Um tvöleytið í gærdag valt fólksbfll við bæinn Syðri-Skál í Kinn. Ók bfllinn útaf og valt fjórar veltur. Við það kviknaði í bflnum. Bóndinn að Syðri-Skál varð vitni að veltunni og greip með sér slökkvitæki og tókst að ráða niðurlögum eldsins. Að sögn lög- reglunnar á Húsavík, sem var tilkvödd, var mesta mildi að ekki urðu slys á fólki. Þrír voru í bíln- um og var ökumaður í bílbelti. Bifreiðin er gjörónýt. -mþþ Að sögn manna sem hafa verið að kanna aðstæður með því að fara til fjalla í þeim tilgangi að at- huga veiðimöguleikana, var tölu- vert af fugli fram að fyrstu snjóum. Þá hvarf hann. Að sögn Ævars Petersen fugla- fræðings hjá Náttúrufræðistofnun íslands virðist sem stofninn sé á uppleið. Búast má við því að hann nái hámarki á næsta ári, ef marka má þær kenningar sem uppi eru varðandi sveiflur í stofn- inum. Þar segir að rjúpnastofn- inn nái hámarki þegar ártal endar á tölustafnum 6. Ævar sagði að árin 1956 og 1966 hafi verið mjög mikið um rjúpu. Einnig segðu gamlir menn sem myndu árið 1926, að það ár hafi verið óhemju mikið af rjúpu. „Svo fer það eftir veðurfari og hegðan rjúpunnar hvort menn ná henni,“ sagði Ævar. Hjá versluninni Eyfjörð sem er einn stærsti seljandi skotvopna á Akureyri fengust þau svör að menn væru farnir að kaupa „pakka og pakka af skotum“, eins og Einar Long verslunar- stjóri sagði í stuttu samtali. Hann sagði að rnenn væru sammála um að mikið væri af rjúpu í ár. - gej I OFTt^ f ÍLA [ ** *Jm 1 f m * ..M* jjl- * J Busavígsla fór fram í MA á föstudaginn, nýnemar voru tolleraðir og slettir skyri. Um það sáu ófrýnilegar verur - 4. bekkingar í dulargervi. Síðan var gengið fylktu liði um miðbæinn. Mynd: KGA. Löðnulöndun: leystist „Það má segja að við höfum mæst á miðri leið,“ sagði Sverrir Leósson formaður Ut- vegsmanna á Norðurlandi er Dagur innti hann álits á nýrri tilhögun um hvernig sýni skuli tekin úr löðnuförmum. Sjómenn komu sér saman um að landa ekki á Krossanesi og á Siglufirði fyrir síðustu helgi vegna þess að þær bræðsluverk- smiðjur höfðu ákveðið að taka sýni úr loðnuförmum eftir löndun, en ekki um borð í skipunum við bryggju. Verðlagsráð sjávarútvegsins kom saman sl. föstudag og var þá samþykkt að frá og með 20. októ- ber muni sýni verða tekin í hverri lest fiskiskips tvisvar á meðan á löndun stendur á þrennskonar mismunandi dýpi, jafnframt verður haldið áfram að taka sýni við skipshlið. Greitt verður fyrir loðnuna sem meðaltal þessara sýna. Talið er að með þessu móti fáist nákvæmari mynd af ástandi loðnunnar, en óneitanlega er þessi aðferð bæði tímafrekari og flóknari. „Við munum gera kröf- ur til þess að sýni verði tekin um borð í skipunum og við munum fylgja því stíft eftir,“ sagði Sverr- ir Leósson. „Þetta er spurning um sanngirni, aflinn er seldur þegar hann fer frá borði og þá gerum við þá kröfu að hann verði metinn þegar hann fer frá borði. Það verður okkar krafa við næstu verðlagningu, en það er um ára- mótin.“ - mþþ Landssamtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði: Skipuleggja hver framleiðir hvað Húsavík: Skóflustunga tekin að nýrri sýsluskrifstofu Á finimtudag tók Siguröur Gizurarson sýslumaður fyrstu skóflustungu aö húsi, þar sem í framtíðinni verða sýsluskrif- stofur og lögreglustöð. Húsið verður tæplega 900 fm og á tveim hæðum. Fyrsta áfanga byggingarinn- ar, sem eru sökklar og plata á að skila í jan. af verktaka, sem er Norðurvík hf. Á næsta ári er meiningin að húsið verði gert fokhelt og von- ast er til að hægt verði að taka bygginguna í notkun eftir tvö til þrjú ár. Húsið mun standa við Auð- brekku og verður aðkoma að sýsluskrifstofu á efri hæð húss- ins frá þeirri götu. En lögreglu- stöðin verður á neðri hæðinni og verður aðkoman að henni frá nýrri götu sem nefnast mun Út- garður. IM Mánudaginn 7. október voru stofnuð í Reykjavík, Lands- samtök afurðastöðva í mjólk- uriðnaði. Markmið þessara samtaka er að koma fram fyrir hönd mjólkursamlaganna við framkvæmd nýrra laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Helsta hlutverk þessara sam- taka er að: „. . . gera samkomu- lag um verkaskiptingu á milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkur- vara með tilliti til heildarafkomu framleiðslugreinarinnar og hags- muna mjólkurframleiðenda og neytenda," eins og segir í ofan- greindum lögum. Einnig sjá þessi samtök um að skipa tvo menn í 5 manna nefnd sem ákveður heild- söluverð á mjólkurvörum. Að þessu sinni voru þeir Magnús Gauti Gautason og Vilhelm Andersen skipaðir í þá nefnd. í stjórn Landssamtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði voru þess- ir menn kjörnir: Grétar Símonar- son mjólkurbússtjóri á Selfossi, Guðlaugur Björgvinsson fram- kvæmdastjóri Mjólkursamsöl- unnar, Þórólfur Sveinsson bóndi á Ferjubakka, Brynjólfur Svan- bergsson mjólkurbússtjóri á Hvammstanga, Þorsteinn Sveins- son kaupfélagsstjóri á Egilsstöð- um, Jóhannes Geir Sigurgeirsson bóndi á Öngulsstöðum í Eyjafirði og Óskar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Osta- og smjörsöl- unnar. Fyrir þessari stjórn liggur það Sfldarverksmiðjur ríkisins á Raufarhöfn hafa tekið á móti rúml. 28 þús. tonnum af loðnu síðan 3. ágúst. Það hefur verið svo til stans- laus bræðsla á þessu tímabili og gengið vel að sögn Árna Sörens- sonar verksmiðjustjóra. „Það er langt síðan það hefur komið loðna á þessum tíma árs, og að- eins einu sinni áður hefur verið byrjað svona snemma á loðnu- verkefni að skipuleggja verka- skiptingu mjólkurstöðva á land- inu og verður það áreiðanlega ekki létt verk þar sem gífuriegir hagsmunir eru í húfi. T.d. má nefna að heildarvelta Mjólkur- samlags KEA verður líklega á bilinu milli 650-700 milljónir króna á þessu ári, að sögn Jó- hannesar Geirs Sigurgeirssonar. -yk. bræðslu. í fyrra fengum við enga loðnu fyrr en síðast í október. Svo það er mikið betri útkoma á þessu núna,“ segir Árni. 36 manns vinna að bræðslunni. Auk þess er vélaverkstæði fyrir bræðsluna í byggingu og skapar það fleirum atvinnu. Hráefnið sem bræðslunni hefur borist hef- ur verið ágætt. Framleidd hafa veriö 5 þús. tonn af lýsi og 4.400 tonn af mjöli. IM. Raufarhöfn: Loðnubræðsla gengur vel 28 þúsund tonnum landað síðan í ágústbyrjun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.