Dagur - 18.10.1985, Síða 6

Dagur - 18.10.1985, Síða 6
Engin Áning (imars) án trommara - leiðrétting við fyrri kynningu Það er öruggt mál í nútímaþjóðfélagi þar sem leyfilegt er að reka rokkhljómsveitir, að trommuleikari er jafn ómissandi og t.d. gítarleikari eða hljómborðsleikari. Þess vegna er nauðsynlegt að leiðrétta það sem kom fram um hina ágætu hljómsveit Áningu, sem varð til eftir að skallapoppari núm- er eitt á íslandi, - það er ekki meint í niðrandi merkingu, - Ingimar Eydal flutti til Reykjavíkur til að mennta sig frekar. Eins og segir þegar dagblöð þurfa að birta leiðréttingar vegna villu í frétt eða frásögn, - er beðist velvirðingar á því sem kom fram í blaðinu í umræddri grein. Þessi umrædda grein var um hljómsveitina Áningu eins og fyrr segir. Sem sagt það var eng- inn trommuleikari í hljómsveitinni eins og undirritaður kynnti hana. Staðreyndin er hins vegar sú að Þorleifur Jóhannsson hef- ur leikið á trommur lengur en margur annar og er nú trommari Áningar. Leibbi eins og hann er kallaður byrjaði kornugur að spila með ekki ómerkari mönnum en Kristjáni Guðmundssyni, sem einnig er meðlimur Áningar. Pá voru þeir félagar heims- frægir uin allt land vegna æsku sinnar og hljómsveitarinnar Bravó sem m.a. spilaði á hljómleikum með Kinks sem þá voru í hópi vinsælustu hljómsveita í poppinu og spiluðu í Reykjavík. Staðreyndin er því sú að Leibbi spilar með Billa, Kristjáni, Ingu, Snorra og Grími í hljómsveitinni sem varð til eftir að Ingi- mar fór suður og heitir Áning- (imars). P.S. Kæri Leibbi ég vona að þessi misskilningur verði ekki til þess að þú verðir reiður við mig það sem eftir er. Spilaðu sem lengst, best og fastast. Kær kveðja, - gej 6 - DAGUR - 18. október 1985 Blm. Dags sækir um byssuleyfi Nú er rjúpnaveiðitíminn að byrja og margir farnir að iða í skinninu af tilhlökkun að geta farið til fjalla að veiða handa sér og sínum í matinn. Oftast jólamatinn. En það er ekki hverjum sem er leyft að fara slíkar ferðir. Að vísu er þér heimilt að fara til fjalla, en ekki með byssu í farteskinu. Það þarf nefnilega það sem kallast byssuleyfi. Það var fengið til skamms tíma með því að framvísa umsókn um leyfi ásamt sakavottorði, sem fæst hjá sakaskrá í Reykja- vík. Með það varstu orðinn byssuleyfishafi, gast keypt þér vopn og farið til veiða. Nú er öldin önnur, því það þarf meira til en sakavottorð og umsókn. Hver sem ætlar sér að kaupa byssu, eða fara til veiða þarf að ganga í gegnum tveggja kvölda námskeið. Nú nýlega var haldið eitt slíkt námskeið. Það er lögreglan á Akureyri sem stóð fyrir því. Þrátt fyrir námskeiðið þarf viðkomandi að sjálfsögðu sakavottorð sem fyrr. A þetta námskeið voru mættir um fimmtán manns, allt ungir menn. Flestir rétt yfir tvítugt, því það er sá aldur sem tilskilinn er við veitingu byssu- leyfis. Pegar Erlingur Pálmason yfirlögregluþjónn fór að fara í gegnum helstu reglur varðandi i meðferð skotvopna og annað sem að vopnum laut, kom í ljós að margir þessara ungu manna þekktu vel til vopna. Að minnsta kosti var nóg talað um kaliber, magnum, hálfmagnum, pumpur og fleira. Fyrir þá sem ekki þekktu þetta fagmál var ekki um annað að ræða en reyna að fylgjast með og setja á minnið. Síðara kvöldið voru það tveir reyndir lögreglumenn sem sáu um að ræða meðferð skot- vopna. Það voru þeir Kjartan Sigurðsson og Ingimar Skjóldal. Höfðu þeir með sér vopn af ýmsum gerðum og á ýmsum aldri. Kom fram í máli þeirra að margt er það sem þarf að varast er menn fara með skotvopn. Sýndu þeir haglabyssu sem maður hafði verið með er hann lenti í snjóflóði. Hlaupið hafði fyllst af snjó, skot hlaupið úr byssunni og hlaupið hreinlega sprungið í tætlur. Eins voru sagðar sögur af mönnum sem höfðu orðið fyrir byssuskotum og sloppið mjög naumlega með höglin föst í skrokknum. Ekk- ert af þessum sögum virtust draga úr áhuga þessara ungu mannlít manna sem voru að sækjast eftir byssuleyfi. Svo kom að sjálfu prófinu. Það var ekki laust við að undir- ritaður, sem ekki hefur farið í próf síðan hann var við nám fyr- ir nokkuð mörgum árum, fengi prófskrekk. Þetta var eins og á vorprófum áður fyrr. Próförk- um var útdeilt, öll námsgögn voru sett niður, kennarar sátu yfir og allt varð dauðahljótt, nema að það heyrðist í pennum er þeir runnu yfir prófarkirnar. Flestir nemendur hafa eflaust fengið sting í hjartað þegar þeir renndu augunum yfir spurning- arnar. Því eflaust hafa verið spurningar sem ekki var öruggt að viðkomandi hefði rétt svar við. Eftir um það bil klukkustund fóru nemendur að tínast úr kennslustofunni, búnir að skrifa krampa í fingurna, vissir um að þeir væru þar með búnir að ná langþráðu marki. En því miður fór það ekki svo, því það voru ekki allir svo heppnir að klára sig frá þessu. Einhverjir þurfa því að reyna aftur við prófið og verða vonandi heppnari þá, eða verða búnir að læra meira um meðferð skotvopna, svo þeir þurfi ekki að fara enn eina ferð- ina í próf til að fá byssuleyfi. -gej Sg hef mottó“ - Staldrað við í Örkinni hans Nóa Klukkan var rétt rúmlega níu einn morguninn snemma í október. Hann var að opna verslunina sína sem heitir Örkin hans Nóa. Þá vita flest- ir sem þekkja til Akureyrar- bæjar hver maðurinn er. Fyr- ir þá sem ekki vita er inaður- inn Jóhann Ingimarsson oft- ast og alltaf kallaður NóL Hann hefur rekið verslun ásamt ágætri konu sinni Guðrúnu Helgadóttur til margra ára. Við vippuðum okkur inn fyrir þröskuldinn til að njóta ylsins sem inni var, því ekki var hátt hitastig utandyra þennan morgun. Nói var nýkominn úr sumar- fríi. Hann hafði drifið sig ásamt konunni og fleira fólki til út- landa sem er algengt meðal ís- lendinga nútímans. Samhliða sumarfríinu sótti Nói húsgagnasýningu í Mílanó. Þar sagðist hann hafa séð ein- staklega falleg húsgögn. Á leið- inni fór Nói ásamt sínu fólki frá Luxemburg í gegnum Þýska- land, Austurríki, Lichtenstein og Sviss. „Ég var heillaður af Sviss. Það er ólýsanlega fallegt þar. Við gistum við Lugano- vatn. Þar er mjög mikið af hótelum. Þangað er mikill straumur ferðamanna allan árs- ins hring. Um það leyti sem við komum þar, voru að koma nýir gestir þangað. Yngra fólkið var búið í sumarleyfum sínum, en eldri borgarar víðs vegar úr Evrópu voru að koma þangað til lengri dvalar. Fólk sem ekki þolir mikið sólskin og vill dvelj- ast á góðum hótelum í góðu loftslagi í fallegu landi,“ sagði Nói. Hann sagði okkur frá því að í Sviss hefði hann séð hvernig vegir geta orðið bestir í fjöllóttu landi eins og við þekkjum nokk- uð frá okkar eigin. „Við keyrð- um gegnum jarðgöng sem voru 19 km löng, fyrir utan öll þau styttri sem við fórum í gegnum. Það er stórkostlegt að keyra á þessum vegum við þessar að- stæður,“ sagði Nói. - Megum við Akureyringar eiga von á að sjá eitthvað af þessum fallegu húsgögnum sem þú sást á sýningunni í Mílanó? „Það er ekki laust við það,“ sagði Nói og glotti. „Við pöntuðum töluvert af fallegum og vönduðum hús- gögnum á þessari sýningu. Þetta verður komið til okkar seinni partinn í október eða byrjun nóvember.“ - Hvað um íslensk húsgögn. Kaupir þú þau? „Að sjálfsögðu kaupi ég þau. En það verður að segjast eins og er að það er ekki nóg af þeim til. Þess vegna þarf ég að kaupa mikið erlendis frá. Eg segi því miður því það er sorglegt hvað keypt er af lélegum vörum til landsins. Þar með er verið að . eyða dýrmætum gjaldeyri sem ekki er of mikið af.“ - Kaupir þú ekki húsgögn í þessum flokki sem þú nefndir? „Ég hef alltaf haft þá stefnu að kaupa góð og vönduð húsgögn. Kannski eru þau örlít- ið dýrari, en þau eru þá vand- aðri fyrir vikið. Ég hef mottó sem er á þessa leið: Vertu með góða vöru, þá er viðskiptavinur- inn ánægður,“ sagði Jóhann „Nói“ Ingimarsson. Þá er ekki um annað að ræða en standa upp úr dúnmjúku leð- ursófasettinu og koma sér út í heimskautaloftið að nýju. gej-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.