Dagur - 18.10.1985, Qupperneq 9
18. október 1985 - DAGUR - 9
ittinn sinn, Lúnu. Lúna
ðttur. „Ég vona að ná-
!, sagði Elfa.
Mynd: KGA.
dýralæknisprófi í Noregi og þeir eru
vanir því að fá stelpur til sín, þegar
kallað er á dýralækni. Ég veit ekki
hvernig þetta er hér, sennilega eru ís-
lenskir bændur ekki vanir því að sjá
annað kvenfólki í fjósi en konur sín-
ar og dætur. En ég er ekkert hrædd
um að mér verði illa tekið hér fyrir
það eitt að vera kvenmaður."
- Vinnudagur sveitadýralækna er
langur.
„Já, ég byrjaði að vinna klukkan
átta á morgnana og kom heim klukk-
an sjö á kvöldin. Það er ákaflega lýj-
andi að vera svona mikið á ferðinni
og það er það erfiðasta í sambandi
við að vera starfandi sveitadýralækn-
ir að það er svo erfitt að halda gang-
andi máltíðum og heimilislífi
almennt.“
Leystu mig út með
gjöfum
- Nú ætlar þú að stunda dýra-
lækningar hér í Eyjafjarðarumdæmi,
en jafnframt að hafa opna stofu þar
sem þú stundar smádýralækningar.
„Já, ég tel mjög heppilegt að
blanda þessu saman og það er lang-
skemmtilegast. Ef menn eru ein-
göngu í sveitunum og koma heim
klukkan sex á kvöldin þá hafa þeir
enga orku til að taka á móti smádýr-
um. Þess vegna er best að blanda
þessu saman í hæfilegu magni.
Faglega séð er margt erfiðara í
sambandi við það sem hrjáir smádýr-
in og það er nauðsynlegt að halda sér
í þjálfun með því að stunda þau.“
Nú var kominn tími til að líta á
Gosa. Á leiðinni niður í kjallara seg-
ir Elfa okkur að það hafi oft verið
mjög ævintýralegt að vera sveita-
dýralæknir í Mo í Rana, einkum yfir
veturinn. Þegar fara þurfti á af-
skekkta bæi yfir veturinn var notaður
snjósleði og ekin um fimmtán kíló-
metra leið. Mörg búin voru lítil, fólk-
ið lifði á fimm til tíu kúm, bjó til
smjör þar sem ekki var hægt að losa
sig við mjólkina. Á sumrin var farið á
bátum eða labbandi. Margir bænd-
urnir þarna eru svo ósköp viðkunn-
anlegir. Þeir leystu mig út með
gjöfum, konfektkössum og hrein-
dýraskinnum."
Aðgerðin og siðfrœðin
Þá erum við komin niður til Gosa,
sem liggur sofandi vafinn í teppi.
Elfa tekur hann upp, leggur á
borðið. Hann fær staðdeyfingu, sína
sprautu í hvort eista. Hann engist til
á borðinu, „þetta er dálítið vont,"
segir Elfa. Hún tekur til við að klippa
Gosa, svo hárin fari ekki í sárið. Þá
er ekki að orðlengja það neitt. Hníf-
urinn er tekinn og skorið. Aðgerðin
tekur um fimm mínútur, er sársauka-
laus og allt gekk vel. Á eftir er kalki
stráð og loks er gefin penicillin-
sprauta. Hálfslappur Gosi er vafinn
inn í brúnt handklæði, getur orðið
kalt.
Við tölum um hvort rétt sé að
framkvæma aðgerðir sem þessa.
„Það má auðvitað alltaf deila um
það. Hvort er betra að eiga rólegan
góðan geldan heimiliskött, eða kött
sem þvælist um og lendir í slagsmál-
um, kemur blóðugur heim og af eyr-
að?“ Það er ekki spurning hvort er
betra fyrir eigendur kattarins. En
fyrir köttinn sjálfan? Stór spurning?
Á meðan Gosi er að jafna sig höld-
um við áfram að tala við Elfu. Við
spyrjum af hverju þau hafi komið
heim?
Erfitt að koma heim
„Við þurftum að flytja dótið okkar,
þannig að við slógum til og tókum
haustskipið heim. Þetta æxlaðist
svona. Finnur er frá Hvilft í
Önundarfirði, hafði verið að lesa
bókmenntir og leikhúsfræði og hon-
um leist nú svona og svona á að flytja
til Akureyrar. Hafði heldur enga
vinnu. En fékk svo vinnu sem dag-
skrárgerðarmaður hjá svæðisútvarp-
inu og líst vel á sig þar.“
- Hvernig var að koma aftur til ís-
lands eftir sex ára fjarveru?
„Það var ægilegt sjokk. í fyrsta lagi
sátum við uppi með fimmtíu og fimm
þúsund króna flutningsreikning fyrir
búslóðina sem ekki var mikil. Og það
er ekkert smáræði bara til að byrja
með. Og eiga auðvitað ekki krónu.
Eftir að vera búin að jafna sig á
flutningsreikningnum, þá er allt ann-
að eftir. Að upplifa hvað allt kostar,
að láta gera fyrir sig ýmsa hluti, úff
það er ekki gefið. Hlutirnir kosta
líka sitt úti í Noregi, en þar eru laun-
in þrefalt hærri.
Það er sko andskotinn ekkert grín
að koma hingað heim og byrja á
þessu basli. Það hefði óneitanlega
verið mun auðveldara fyrir okkur að
vera áfram úti. En auðvitað er þetta
ekki svona einfalt. Það er einhver
þráhyggja í manni að koma heim og
það er félagslega einangrandi að vera
sveitadýralæknir, eins og ég hefði ef-
laust haldið áfram að vera. Fjöl-
skyldan er stór þáttur í þessu líka.
Og það var verulega vinalegt að upp-
lifa það hvað fjölskyldan hefur hjálp-
að okkur mikið. Því er maður alveg
óvanur þegar maður dvelur erlendis.
Þá verður maður að treysta eingöngu
á sjálfan sig.“
Elfa segir að það verði langt þang-
að til þau Finnur geti farið að reikna
sér einhver laun.
„Það þarf að gera eitthvað í þess-
um málum. Ef ríkið ætlar að ná
námsfólkinu aftur heim verður það
að koma til móts við okkur. Það gæti
t.d. tekið þátt í flutningskostnaði.
Það eiga allir einhverjar taugar til
landsins og það rennur upp fyrir
manni að hér á rnaður eitthvað.
Og þegar maður hefur lokið námi
og þarf að fara að setja sig niður ein-
hvers staðar. þá kemur fjölskyldan
upp í hugann. Það er bara leiðinlegt
hvað það er erfitt að koma sér heim.
Og þegar maður loksins er kominn þá
er maður skuldum vafinn eins og
hver annar glæpamaður. fyrir akkúr-
at ekkert annað en að koma heim!"
-mþþ
álf aðgerðin
Hálfslappur Gosi, öllum lokið. En hann tók gleði sína fljótlega aftur.