Dagur - 29.10.1985, Qupperneq 5
lesendahornið.
29. október 1985 - DAGUR - 5
Auðveld rjúpnaveiði
Hraðahindranir
á Norðurgötuna
Konur mætið
í reglubundna
krabbameinsleit
Á fundi er undirritaðar héldu fyrir
skömmu spunnust töluverðar um-
ræður um krabbamein og Leitarstöð
Krabbameinsfélagsins en um ágæti
þeirrar stofnunar vita allir og störf
þeirra er þar vinna eru ómetanleg,
þar sem barist er við þann ógnvald
sem sjúkdómurinn er.
Viljum við fundarkonur skora á
allar konur, að mæta í hinar reglu-
bundnu skoðanir er okkur standa til
boða, þarna höfum við forréttindi til
að berjast fyrir heilbrigði og lífgjöf,
og það er engin afsökun til fyrir því
að nota ekki þá aðstöðu. Allar höf-
um við spurnir af, eða þekkjum af
eigin reynslu þær hörmungar er af
sjúkdómnum leiða ef ekki er tekið
fyrir í tíma og því er bæði furðulegt
og sorglegt til þess að vita að enn
vantar mikið á, að allar konur mæti
er kvaddar eru til skoðunar. í fram-
haldi af þessu vaknaði sú spurning,
hvort fyrirhugað væri að taka í notk-
un hér á Akureyri, tæki til nákvæm-
ari leitar á brjóstakrabbameini? Þar
eð sú brjóstaskoðun sem nú er fram-
kvæmd er ekki talin nógu örugg.
Þarna er verðugt verkefni fyrir kon-
ur að sameinast um og fylgja eftir,
því þarna er svo sannarlega um
brýnt málefni að ræða. Og vonum
við að nú láti fleiri konur til sín
heyra um þessi mál. Lifið heilar.
Kvenfélagið Gleym mér ei,
Glæsibæjarhreppi.
Flestir Akureyringar kannast við
Norðurgötuna. Hún er ekki upp-
byggð sem umferðargata, en þó
er mikil umferð um hana, og
hraðinn oft mikill. Þar af leiðandi
er hún orðin hættuleg gangandi
fólki, og þá sérstaklega börnum.
Nemendur í Oddeyrarskóla
þurfa margir hverjir yfir götuna á
leið í skólann eða á ferð um
hverfið. Sérstaklega margir fara
yfir hana til að fara í Hagkaup. Á
Eyrinni eru mörg börn eins og
annars staðar og þau eru mikið
við götuna, sérstaklega sunnan
við Eyrarveg, t.d. við Fjólugötu
og Eiðsvöllinn. Þetta þýðir að öll
Norðurgatan er hættusvæði fyrir
gangandi vegfarendur. Tillaga
okkar er að setja upp hraða-
hindranir og helst gangbrautir.
Og staðsetja þær þá eftir þörfum
fólksins sem vill brenna við að
ekki sé gert.
Þess má líka geta að syðst í
Norðurgötunni er gatan mjög
þröng, þar er oft lagt bílum
báðum megin götunnar og því
næstum ófært að þar mætist tveir
bílar, þar eru einnig gangstéttir
mjög slæmar. Hraðatakmarkanir
(,,bump“) og sebrabrautir eru
bráðnauðsynlegar í Norðurgöt-
una, og ef útlit er fyrir að góða
veðrið haldist væri best að úrbæt-
urnar yrðu gerðar fyrir veturinn.
Margar gangstéttir voru malbik-
aðar á Oddeyrinni nú í haust og
er það lofsvert framtak, en
Norðurgatan bíður!
Tvær Eyrarrósir.
Rjúpnaskytta skrifar.
Sl. laugardag fór ég til rjúpna í
Hlíðarfjalli ofan Akureyrar.
Mjög gott veður var, logn og
stilla, og hugsaði ég mér gott til
veiða í Fjallinu fyrir ofan skíða-
hótelið. Eg gekk sem leið liggur
upp í svokallaðan Stromp. Þar
var reytingur af rjúpu, en hún var
stygg og náði ég fáum. Síðan
færði ég mig norður fyrir hrygg
einn er nefndur er Mannshrygg-
ur. Þar er stór og viðamikil skál
með miklu lausagrjóti, hrauni og
smágróðurtoppum. Eftir mikið
príl og brölt og eftir að hafa út-
hellt mörgum svitadropum hafði
ég náð í 13 rjúpur. Ég gekk vand-
lega frá þeim við stóran stein,
breiddi veiðistakkinn minn yfir
og bar grjót að. Skyldi nú halda
norður á Moldhaugnaháls, upp
undir Hnjúk, og leita þar fanga.
Þar var lítið að hafa, en þegar ég
hafði náð 7 rjúpum hélt ég til
baka að steininum góða. En þeg-
ar þangað kom brá mér í brún,
því allar rjúpurnar voru horfnar,
en veiðistakkurinn var eftir, enda
gamall og slitinn.
Tveir ónefndir menn voru í
skálinni auk mín. Heyrði ég
mörg skot frá þeim, en lítill mun
árangur þeirra hafa orðið. Það
hefur því ef til vill verið freist-
andi, að auka við veiðina með
skjótfengnum rjúpum undan
steini. Síðar um daginn sáust
þessir menn á mikilli ferð að
skíðahótelinu, en þar áttu þeir
bíl sinn.
Nú þætti mér vænt um, að þeir
ágætu veiðimenn sem tóku rjúp-
urnar mínar, skili þeim til mín
aftur. Mun ég þá að sjálfsögðu
þakka þeim fyrir burðinn á þeim
úr Fjallinu.
SK0DA120 LS Á AÐEINS KR. 209.900
Okkur tókst það sem Dönum hefur ekki tekist, að fá lúxusgerðina af Skoda 120 LS er sérlega hentugur, fjölskyldubíll, búinn hagkvæm-
Skoda á frábæri afsláttarverði. Þar með skutum við þeim ref fyrir um eiginleikum. Getum einnig afgreitt Skoda 120 L á sérlega hag-
rass. stæðu verði kr. 189.000,- og Skoda 105 S. Verð kr, 168.000,-.
ALLT ÞETTA FÆRÐU í SKODA 120 LS:
vél 1200 cc m5. 58 din hö • 55
amperstunda alternator Allt aö
1700 I farangursrými • Fellanleg
sætisbök afturí • Halogen framljós
€> Þokuljós að aftan • Læst bensín-
lok • spegill aö utan h/v •
Rafmagnsrúöusprautur • Barna-
læsingar í afturhurðum • Ceymslu-
hólf v/gírstöng • Öskubakkar í
afturhuröum • Lúxus hljóð-
einangrun • Aflhemlar • Tann-
stangarstýri • Afturrúöuhitari •
2ja hraöa miöstöö • Vindskeið
(„spoiler") aö framan og aftan #
Sportfelgur • Snúningsmælir
Hert öryggisgler • Piussáklæöi á
sætum • Aövörunarljós f. bensín #
Stillanlegir höfuöpúöar • Feröa-
mælir („Dailv trip recorder") •
Styrktargrind í farþegarými •
Hallanleg sætisbök á framstólum •
Sjálfstæö gormafjöðrun viö hvert
hjól • Lungamjúkir radiai hjól-
baröar (165 SR13)®
ÞÚ CETUR MEIRA AÐ SECJA SOFIÐ í
HONUM.
Hægt er aö leggja sætisbökin niöur
og skapast þá ágætis svefnaöstaöa.
KOMDU, SKOÐAÐU OG
SKELLTU ÞÉR í PRUFU-
AKSTUR.
1700 LÍTRA FARANGURSRÝMI.
Meö því aö leggja aftursætið fram
myndast mjög gott farangurs-
rými.
SKÁLAFELL SF
Draupnisgötu 4
Akureyri
Sími 22255