Dagur - 02.12.1985, Síða 2

Dagur - 02.12.1985, Síða 2
2 - DAGUR - 2. desember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFÍ KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓT1IR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. /e/darí_____________________ Efnahagsleg stéttaskipting „Telur þú að efnahagsleg stéttaskipting sé til staðar á íslandi?“, var spurning síðustu viku í Degi. Vegfarendur voru teknir tali af handahófi og beðnir að svara spurningunni og jafnframt að rökstyðja svarið. Athygli vakti að allir sem spurðir voru svöruðu spurningunni játandi og voru jafnframt ekki í nokkrum vafa um að stétta- skiptingin færi vaxandi og að skilin á milli ríkra og fátækra yrðu skarpari með degi hverjum. Al- mennt verkafólk og húsbyggjendur er sá hópur sem talinn var verst settur fjárhagslega. Út af fyrir sig ætti þessi niðurstaða ekki að koma nokkrum manni á óvart. Það vita það allir að laun verkafólks eru of lág og að útilokað er að framfleyta einstaklingi, hvað þá heilli fjölskyldu af þeim launum. Það er einnig opinberlega viðurkennt að staða þeirra, sem basla við að koma sér upp þaki yfir höfuðið, er hrikaleg. Slæmt atvinnuástand í byggingariðnaði um land allt svo og sérstök ráðgjafarþjónusta Húsnæðis- stofnunar fyrir þá húsbyggjendur sem eiga í greiðsluerfiðleikum, undirstrika staðreyndirnar. Hin ógnvænlegu dæmi um fólk, sem vinnur tvö- faldan vinnudag og leggur hverja krónu í „húsið" ár eftir ár, en missir samt allt sitt og stofnar jafnvel til skulda vegna þess að það nær ekki að halda í við lánskjaravísitöluna og vaxta- okrið, eru svo mörg að segja má að nánast hver einasti íslendingur þekki eitthvert fórnarlamb persónulega. Samt sem áður er ekkert gert til þess að leiðrétta þá skekkju sem auðsjáanlega er fyrir hendi. Þeirri speki hefur oft verið hampað að dýrt sé að vera fátækur. Sú speki á sérlega vel við hús- byggjendur, því fjármagnið sem þeir þurfa að fá lánað er óeðlilega dýrt. Málefni okurlánara hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur og fólk veit því betur en áður hvernig þeirra starf- semi er upp byggð. En jafnframt verður manni ljóst hversu erfitt það er að draga strikið á milli okurlánaranna og hinna sem lána fjármagnið fyrir opnum tjöldum. Hið löglega okur blómstrar í þjóðfélaginu og það með samþykki opinberra aðila. Á meðan að þetta ástand ríkir í þjóðlífinu held- ur eignaupptakan áfram. Fjármagnseigendur vaxta ríkulega sitt pund og lifa góðu lífi en aðrir „berjast í bönkum" og reyna að skrimta. Bilið á milli ríkra og fátækra eykst. Ef svo heldur sem horfir kemur sú staða upp áður en langt um líður, að íslendingar verða ekki lengur ein þjóð í einu landi, heldur tveir mismunandi þjóðfélags- hópar sem hættir verða að skilja hvor annan. BB. _i/iðtal dagsins. „Við ætlum að láta þetta ganga“ - Þórunn Þórðardóttir í viðtali dagsins Það telst ekki til tíðinda ef fyrirtæki er stofnað í Reykja- vík. Það er talið eðlilegt. En þegar fyrirtæki er sett á stofn á minni stöðum úti á landi, eins og það er kallað, telst það til frétta. Nýlega tóku sig til tvær ungar konur á Dalvík og opn- uðu saumaverkstæði. Þar er áhersla lögð á barnafatnað. Saumaðir eru telpukjólar og fleira fallegt. Þessar ungu hressu konur sem réðust í þetta verkefni eru Þórunn Þórðardóttir og 'Svanfríður Jónasdóttir. Fyrirtæki þeirra heitir Gerpla s/f. Þegar við komum á sauma- verkstæðið Gerplu á Dalvík var Þórunn þar að vinna ásamt tveimur starfsstúlkum. Svanfríð- ur var hins vegar í einhverjum út- réttingum fyrir verkstæðið. Húsnæðið sem Gerpla er í, var upphaflega símstöð. Þar næst höfðu bæjarskrifstofur Dalvíkur aðstöðu þar. Síðan kom kaupfé- lagið og notaði húsið undir lager. „Það átti að selja húsnæðið og við buðum í það á móti kaupfé- laginu og fengum. Það er áreið- anlega einsdæmi að mál hafi far- ið þannig að kaupfélagið hafi ekki fengið það sem það vildi. Við fengum mjög góða fyrir- greiðslu hjá sparisjóðnum og erum þakklátar fyrir það.“ - Hvernig stendur á því að ungar konur taka sig til og stofna saumaverkstæði? „Eitthvað verðum við að gera. Það er lítið fyrir konur að gera hér á Dalvík nema vinna í fiski. Það er fiskur og aftur fiskur. Sumum er farið að leiðast að vinna í fiski. Þess vegna fórum við í þetta. Auk þess hef ég alltaf haft mikinn áhuga á saumaskap og langaði að koma því á fram- færi.“ - Hvaðan koma hugmyndirn- ar? „Flest snið gerum við sjálfar. Annað tökum við úr blöðum. Við notum eingöngu bómullar- efni í barnakjólana og litum allt efni sjálfar. Einnig erum við með flíkur úr satíni því það er í tísku núna.“ - Mikil eftirspurn? „Við byrjuðum að sauma fyrir mánuði og sjáum ekki út úr þessu. Einnig er jólatörnin að byrja svo það er nóg að gera.“ - Getið þið selt framleiðsluna hér á Dalvík, eða fer hún annað? „Mest seljum við í verslanir í Reykjavík og Akureyri. Satínföt- in fara í verslunina Endur og hendur í Reykjavík og bómull- arfötin í Líneik á sama stað. Einnig selur Kompan á Akureyri bómullarfötin.“ - Hvernig hefur framleiðslan líkað? „Mjög vel,“ segir Þórunn. Móttökur hafa verið einstaklega góðar. Þess vegna erum við bjart- sýnar.“ - Fer framleiðslan fram á sama hátt og á öðrum saumastof- um? Það er að segja hefur hver kona ákveðið verkefni við hverja flík, eða saumar sama konan alla flíkina? „Það saumar hver sína flíkina og klárar hana. Færibandavinnu ætlum við að forðast fyrir alla muni. Ég vona að ekki þurfi að koma til slíks.“ - Er það þess vegna sem er svona gaman hjá ykkur? (Stúlk- urnar á saumaverkstæðinu voru nefnilega mjög kátar og hlógu mikið við vinnuna.) „Já, þess vegna er gaman hjá okkur. Það er mjög skemmtilegt að vinna að einhverju sem maður hefur mikinn áhuga á.“ - Nú hefur yfirleitt verið erfitt að reka prjóna- og saumastofur. Eruð þið ekkert hræddar við það þegar fréttist að sams konar fyrir- tæki fara á hausinn? „Við höfum ekki fylgst með því þegar aðrir fara á hausinn. Enda vitum við ekki hver ástæð- an er fyrir því. Við trúum á þetta og þess vegna ætlum við að láta þetta ganga.“ gej- ÍJ N O ■ M A N S G R

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.