Dagur - 02.12.1985, Síða 6

Dagur - 02.12.1985, Síða 6
6 - DAGUR - 2. desember 1985 „Það t :r alltaf Iff í þes su húsi“ - Rætt við Steingrím Hallgrímsson, framkvæmdastjóra Félagsheimilis Húsavíkur „Hér er líf í húsinu allan dag- inn frá morgni til kvölds,“ sagði Steingrímur Hallgríms- son framkvæmdastjóri Félags- heimilis Húsavíkur. Steini, eins og við köllum hann tók við stöðunni 1. júní sl. Svo áður en farið er að forvitnast um félagslíf á Húsavík spyr ég hvernig honum líki starfið. „Að mörgu leyti ágætlega, gallinn við starfið er auðvitað helgarvinnan. Undanfarið hefur verið sérstaklega mikil kvöld- vinna vegna teppalagningar. Ég vona að ég fari að fá fleiri frí- kvöld en verið hafa hingað til. Mjög mikil kvöldvinna er alltaf leiðinleg, en helgarvinnuna slepp ég sjálfsagt aldrei við, það er eðlilegur hlutur að þurfa alltaf að vera við þegar samkomur eru í húsinu. Ég á samskipti við mjög marga aðila, bæði félagasamtök og einstaklinga og þau eru í flest- um tilfellum mjög ánægjuleg." - Hefurðu staðið í stórfram- kvæmdum við teppalagningu og ef til vill fleira? „Já það má segja að teppalagn- ing í svona stóru húsi sé stórfram- kvæmd. Við teppalögðum stóra salinn, forsalinn, anddyrið, stig- ann og ganginn niðri. Nafnið „rauða torgið“ hafði fest við forsalinn vegna þess að þar var rautt teppi, en nú er búið að setja grátt teppi á allt svo það nafn hæfir ekki lengur. í þeim sal hafði oft verið kvartað um kulda og slæma lýsingu. Nú er búið að bæta við ofnum og það stendur til að bæta lýsinguna. Salurinn er mikið notaður fyrir fundahöld og ráðstefnur og lýsingin er ekki hentug til þeirra nota.“ - En félagslífið, er húsið vel nýtt? „Það er mjög ánægjulegt hve mikið líf er í húsinu, nú hefur orðið tímabundin breyting, eitt- hvað er um að vera frá morgni til kvölds, vegna þess að kennsla fer fram hér fyrir stýrimenn og vél- stjóra í réttindanámi. Það hófst í byrjun nóvember og stendur að ölum líkindum fram í febrúar. Þetta kemur til viðbótar því lífi sem alltaf er hér á kvöldin og um helgar. Það er alltaf talsvert um að vera, félagasamtök með fundi og ýmislegt fleira. Til dæmis bridds- félagið í hverri viku og skákfélag- ið einnig. Tómstundaráð er með aðstöðu niðri og hefur opið hús nokkrum sinnum í viku. Æskulýðsfélagið er með fundi hálfsmánaðarlega, JC einu sinni í mánuði, kvenfélagið með sína starfsemi og þær hafa unnið við föndur undanfarið. Rotary, Kiw- anis og Lions eru með fundi að vísu á vegum hótelsins. Þrjár hljómsveitir eru með æf- ingaaðstöðu í húsinu, hljómsveit- in Fimm og tvær unglingahljóm- sveitir, Eden og Zkjálwandi. Síð- an eru haldin diskótek og al- mennir dansleikir.“ - Steini, ert þú með einhverjar nýjar hugmyndir sem þig langar til að hrinda í framkvæmd? „Já, mig langar til að gera ým- islegt. Hótelið hefur aðalsalinn á leigu og hefur fengið vínveitinga- leyfi fyrir hann, það kemur að öllum líkindum til með að breyta einhverju fyrir félagsheimilið. í framhaldi af því hef ég mikinn áhuga á að koma upp betri að- stöðu til vínveitinga, því þessa aðstöðu vantar hér. Hvernig sem þvf verður fyrirkomið held ég að skemmtilegasta lausnin væri að setja upp bar í forsalnum. Það er auðvitað arkitekt hússins sem ræður hvernig að þessu verður staðið þegar og ef að þyí kemur, ég hef ekki vald til ákvarðana- töku um slíka hluti. En ég hef áhuga á að gera for- salinn heimilislegri, setja þar skemmtilegri húsgögn, sófa og borð, svo fólk geti sest niður og spjallað saman. Ég hef sagt aður að mig langi til að hér verði hægt að bjóða upp á skemmtiatriði. Þar á ég við að Húsvíkingar hafa mikið sótt t.d. til Akureyrar á þannig samkom- ur. Þann 6. des. verður hótelið með svona skemmtun, það verð- ur boðið upp á mat, skemmti- atriði og dansleik. Þeir sem koma til með að skemmta kalla sig Alþýðubrand- araflokkinn og er Jörundur þar í broddi fylkingar. Miðaverð verð- ur 950.- kr. og ég segi fyrir mig að það finnst mér ekki óraunhæft verð. __orð í belg. Laun í fjan/em vegna veikinda bams - Verður vafalaust til umræðu við gerð næstu kjarasamninga Ef að fólk vill í sig fá, ýmsu þarf að sinna. Allan daginn úti þá eiga hjón að vinna. Ef þau vilja fá sér föt, fleiru þarf að sinna. Allar helgar ekki löt eiga bæði að vinna. Ef þau hafa eignast börn, sem ei þau vilja farga. Hálfrar nætur hörkutörn helst mun þessu bjarga. Efþau byggja kast í kast þau kljást við skuldabinginn. Pá eiga bæði að andskotast allan sólarhringinn. Þessar vísur Ragnars Inga Aðal- steinssonar lýsa á gamansaman hátt því vinnuálagi sem fólk býr við og þá sérstaklega það fólk sem á undan- förnum árum hefur farið út í íbúðar- kaup. Algengast er að fólk reyni að koma yfir sig þaki á fyrstu búskapar- árunum og er þá oftast með eitt eða fleiri börn á framfæri. Það er óþarfi að fara mörgum orð- um um húsnæðislánakjörin í dag, þau eru öllum kunn, ein fyrirvinna nægir ekki til framfærslu fjölskyldu sem skuldar vegna íbúðarkaupa. Fólk hefur ekkert val, báðir foreldrar þurfa að vinna utan heimilis. Einstæðir foreldrar hafa heldur ekkert val, þeir verða að vinna fyrir sér utan heimilis frá börnum sínum. Vinna giftra kvenna utan heimilis hefur aukist mjög undanfarin ár og á þeim heimilum eru einnig börn á ýmsum aldri. Það er staðreynd að störf skiptast í miklum mæli í hefðbundin kvenna- störf og hefðbundin karlastörf. Það er líka staðreynd að hefðbundnu kvennastörfin eru yfirleitt metin til lægri launa heldur en hliðstæð karla- störf. Margar ástæður eru fyrir þessu vanmati á kvennastörfum, ég ætla aðeins að nefna eina þeirra hér, þó að hún vegi kannski ekki þungt, en það eru fjarvistir kvenna frá vinnu vegna veikinda barna. Mun algengara er að móðir sé heima hjá veiku barni heldur en faðir, þegar um gift fólk eða sambýl- isfólk er að ræða og báðir foreldrar vinna utan heimilis, nú einstæðir for- eldrar hafa sjaldnast nokkurt val í þessum efnum og einstæðir foreldrar eru í flestum tilfellum konur. Það gefur auga leið að ábyrgð eða eðli móðurinnar gerir hana hvað þetta snertir að ótraustari vinnukrafti í augum atvinnurekenda. Ég hef heyrt atvinnurekanda segja að ef hann standi frammi fyrir því að ráða í starf og valið sé milli karls og konu sem séu á allan hátt sambærileg og eigi t.d. bæði þrjú börn innan 12 ára, þá hiki hann ekki við að hafna kon- unni, því hún muni miklu oftar þurfa að fá frí vegna barnanna. Þessi atvinnurekandi þarf samt Steingrímur Hallgrímsson. Þetta er fyrsti vísirinn að því sem ég hef alltaf haft áhuga á að kæmi hér inn.“ - Nú fara jólin að nálgast, er búið að ákveða skemmtanahald í húsinu? „Það verður með hefðbundn- um hætti. íþróttafélagið Völs- ungur stendur fyrir dansleikja- haldi, kvenfélagið verður með barnaböll eftir áramótin. Á gaml- árskvöld mun bæjarsjóður bjóða bæjarbúum til nýársfagnaðar eins og undanfarin ár.“ - Ég þakka þér fyrir spjallið, eitthvað sem þú vildir segja að lokum? „Það er ekkert leyndarmál að umgengni er ekki nógu góð á dansleikjum. Ég hef sagt það áður og það er ástæða til að endurtaka það að Húsvíkingar eiga sjálfir þetta hús og það bitnar ekki á neinum nema þeim sjálfum hvernig um það er gengið. En það er engin spurning að um- gengni er betri þegar vínveitinga- leyfi er á staðnum. Það vissi ég fyrir og hef orðið áþreifanlega var við eftir að ég fór að starfa hér. Starfsfólkið sem vinnur hér með mér er mjög gott, og ég vona að ég hafi þá ánægju að hafa það við störf sem lengst.“ IM Úlfhildur Rögnvaldsdóttir skrifar ekki að greiða viðkomandi starfs- manni laun vegna þessa. Þá er ég komin að kjarna málsins, það er að ef á að fá atvinnurekendur til að greiða starfsmönnum sínum laun til að þeir geti verið heima vegna veikinda barna, þá verður það til þess að halda launum í hefð- bundnum kvennastörfum niðri og gera konur sem eiga börn innan 10- 12 ára aidurs að óvinsælum starfs- mönnum í augum fjölda atvinnurek- enda. Frændur okkar Svíar leysa málið á annan hátt. Þó að okkur finnist þeir nú stundum skjóta yfir markið í fé- lagslegum efnum, þá held ég að við getum margt af þeim lært um sjúkra- tryggingar launþega. Atvinnurek- endur í Svíþjóð greiða hlutfall af launum starfsmanna sinna til opin- bera tryggingakerfisins, en greiða ekki beint til starfsmanna sinna vegna veikinda. Starfsmaður sem þarf að vera heima hjá veiku barni fær 80% af launum sínum í allt að 60 daga á ári vegna hvers barns innan 12 ára aldurs. Auk þess fær faðir greidda 10 daga á sömu launum þegar nýr fjöl- skyldumeðlimur fæðist. Þessi réttindi hafa verið að aukast allt frá 1974, en hafa verið óbreytt síðan 1980. Einhverjum kann að finnast að ég tengi þessi mál of mikið málefnum (kjörum) kvenna nú á þessum síð- ustu og bestu jafnréttistímum. Mín skoðun er sú að þar sem við konur höfum það hlutverk að ganga með börnin og koma þeim í heiminn, þá standi þau okkur nær tilfinningalega þegar eitthvað amar að sérstaklega á meðan þau eru mjög ung. Það hefur sýnt sig í Svíþjóð þar sem þeirra kerfi hefur verið í 11 ár þá er móðirin heima hjá veiku barni í 43% tilella, í 33% tilfella skiptast foreldrarnir á að vera heima og í 24% tilfella er faðirinn heima. Þessi mál verða vafalaust á dag- skrá við gerð næstu kjarasamninga því að það er löngu tímabært að for- eldrar fái þessi réttindi í einhverjum mæli, og þá án þess að skerða á nokkurn hátt eigin veikindarétt. Sú aðferð að allir atvinnurekendur greiði sama hlutfall í þessu skyni hlýtur að vera réttlátust bæði frá sjórtarhóli launþega (foreldra) og at- vinnurekenda. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.