Dagur - 18.12.1985, Page 6

Dagur - 18.12.1985, Page 6
6 - DAGUR 18. desember 1985 Jólatréskemmtun hjá dagmömmum: enda hátt í tvö hundruð böm og öll í jólafötunum Hvað þarfmargar dag- mömmur til að passa tvö hundruð börn? Ef þið hefðuð verið á jóla- trésskemmtun sem Fé- lag daggæslufólks hélt í Lóni í síðustu viku þá hefðuð þið séð, að þœr voru ekki svo fáar. Um þrjúleytið streymdu dagmömmurnar með börnin sín á jólatréð. Allir í jóla- fötunum og voða gaman. Sumir höfðu mömmu með til öryggis. Stórt og fallegt jólatré á miðju gólfinu hafði mikið aðdráttarafl. Krakkarnir á jólaskónum hoppuðu allt í kring og þrátt fyrir töluverð- an usla fór allt vel. Þegar all- ir voru komnir var byrjað að dansa í kringum jólatréð. „Svona gerum við þegar við skúrum okkar gólf,“ sungu allir og léku með og af enn meiri innlifun þegar sagt var frá því hvernig litlir drengir sparka boltanum sínum. Hápunkturinn var „atsjúið“ á eftir gömlu körlunum sem taka í nefið. „Atsjú,“ heyrð- ist langt út á götu og þá fóru allir að hlæja. Hahahaha. Næst var sungið um hlælandið og grát- landið, hopplandið og ís- landið góða. „Nú skulið þið syngja al- veg eins hátt og þið getið, Jólasveinar ganga um gólf. Við sáum nefnilega til ferða jólasveinanna og þeir rata ekki alveg hingað svo að þið verðið að syngja af öllum lífs og sálar kröftum,“ sagði konan sem stjórnaði. Og hún hafði ekki sleppt orðinu þegar hópurinn byrjaði að syngja um jólasveinana sem gengu um gólfið með gyllta stafinn. Tvisvar var sungið hástöfum og þá allt í einu.....Prír jólasveinar með hvítan poka á bakinu stormuðu inn. Petta voru þeir Giljagaur, Kertasníkir og Stúfur. Við- brögð barnanna við komu jólasveinanna voru æði misjöfn. Sumir vildu endi- lega tala við sveinana og fá að toga svolítið í skeggið, aðrir allt að því trylltust úr hræðslu. En þetta voru góðir jól- asveinar og pokarnir þeirra höfðu mikið aðdráttarafl. Og hvað var svo í pokunum. Jú, allir fengu jólagjöf, pússluspil, flugvélar, dúkkur Allir vildu leiða jólasveinana. Það er verið að syngja um klapplandið. „Ég syng ekkert með snuddu.“ Jólatréð hafði mikið aðdráttarafl. „Svona gerum við þegar...“ Þau voru hátt í tvö hundruð börnin sem mættu á jólatrésskemmtun sem Félag daggæslufólks hélt í síðustu viku. „Má kannski bjóða þér að dansa?“ Annars var hann dálítið feiminn sá stutti. En hvort hann gugnaði á boðinu vitum við ekki....

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.