Dagur - 18.12.1985, Side 11

Dagur - 18.12.1985, Side 11
líðarandinn 18. desember 1985 - DAGUR - 11 Sigríður Pétursdóttir skrifar Jólainnkaup, jólahreingerning, jólatré, jólagjafir og jóla hitt og þetta. ( enn eitt skiptið heldur hátíð Ijóssins innreið sína. Tilhlökkun, spenna, streita, allir að flýta sér, eitthvað sem þið kannist við, ekki satt. Hvað situr eftir í minningunni um jólin 1985? Það veit enginn ennþá, en við skulum vona að þrátt fyrir efnahagsörðugleika í þjóðfélaginu okkar, og litla peninga í vösum al- mennings, skilji þau eftir Ijúfar minningar í hugum flestra. Umsjónarmaður „tíðarandans" leitaði á náðir fimm einstaklinga sem hafa lifað mis- munandi margarjólahátíðir,og bað þá að rifja upp minnisstæð bernskujól eða atvik sem tengdust þeim. Viðmælendur mínir brutu heilann og urðu fjarrænir á svip, uns minningaflóðið streymdi fram. Kann ég þeim öllum hinar bestu þakkir fyrir. Ykkur, lesendur góðir óska ég svo innilega gleðilegrar jólahátíðar. Sigríður Pétursdóttir Elín Stephensen. Fanný Kristín Tryggvadóttir Árið 1981 fluttist fjölskylda mín inn í langþráð hús við Þórunnarstræti eftir að hafa búið í 10 ár í íbúð sem var óneitanlega of litil fyrir 8 manna fjölskyldu. Við fluttum inn rétt fyrir jól. Síð- ustu dagana var unnið langt fram á nótt við að mála, flísaleggja, inn- rétta og yfirleitt allt sem nöfnum tjá- ir að nefna. Á Þorláksmessu ætlaði mamma að elda jólamatinn. En þá kom í Ijós að eldavélin passaði ekki inn í það pláss sem henni var ætlað í eldhúsinnréttingunni. Nú voru góð ráð dýr. Pabbi sagði réttilega að ódýrara væri að kaupa nýja eldavél en að byggja nýtt hús utan um þá gömlu. En mamma vildi fyrir alla muni halda gömlu góðu vélinni sinni og því var gripið til þess ráðs að hringja í listasmiðinn Valda í Ými. Hann kom og gerði sér lítið fyrir og ýtti til nokkrum skápum og tryggði sér aðdáun mömmu um alla eilífð því eldavélin small á sinn stað. Aðfaranótt aðfangadags sváfum við í fyrsta sinn í nýja húsinu. Að morgni vöknuðu menn heldur fram- lágir. Við þurftum ekki að sitja að- gerðalaus og bíða jólanna þetta árið því að allir voru á fleygiferð við að flytja ýmislegt dót sem enn vant- aði, laga til, pakka inn gjöfum, elda mat, hengja upp myndir o.fl. sem vanalega er lokið á aðfangadag. Klukkan fimm var farið að skreyta jólatréð og að því loknu klæddum við krakkarnir okkur í jólafötin sem mamma hafði séð til að væru kom- in í nýja húsið. Kom þá upp úr kaf- inu að í öllum önnunum höfðu jóla- föt pabba og mömmu gleymst. En þau hjónakornin gátu ekki haldið jólin hátíðleg í vinnufötunum og þeystu af stað og náðu í sparifötin sín. Við þurftum því að fresta jól- unum um hálftíma en það létum við Fanný Kristín Tryggvadóttir. ekki á okkur fá því þessi jól fengum við stærri jólagjöf en við munum nokkurn tíma fá aftur, nefnilega heilt einbýlishús. Valdimar Gunnarsson Þegar ég minnist jólabernskunnar finnst mér nú að ein jól hafi verið öðrum lík. Þó minnist ég atviks sem ég taldi þverbrot á jólareglunum. Ég hef sennilega verið u.þ.b. 10-12 ára þegar það kom til tals í fyrsta skipti að fara að heiman á jólanóttina. Það fannst mér herfileg tilhugsun og ill meðferð á jólanótt- inni. Systir mín lá á sjúkrahúsi og fjöl- skyldunni fannst tilhlýðilegt að heimsækja hana, ég held þó að mér hefði þótt í lagi að sleppa því. Það var lagt upp í ferð til Akur- eyrar og stúlkan heimsótt. í dag finnst mér raunar að þessi ferð hafi verið vel við hæfi. Þetta er dæmi um það hvað flest- ir eru fastir í viðjum vanans, og þá ekki síst blessuð börnin. Páll Finnsson Þegar ég var 8 ára, man ég eftir þvi þegar ég fékk fyrst möndluna í jóla- grautnum. Þegar ég var búinn að fá mér eina skeið af graut í skálina, kom ég auga á möndluna. Ég lét náttúrlega sem ekkert væri, og fékk mér aðeins meira og þar í var mandlan. Ég var voða spenntur og flýtti mér að klára grautinn og sagði þá hinum frá því að ég hefði fengið möndluna. Ég man nú reyndar ekki hvað var í verðlaun, en þetta var voða spennandi. Elín Stephensen Það sem sérstaklega situr eftir í minningunni um bernskujólin eru allar messurnar. Faðir minn er prestur, og því að vera af prestfjöl- skyldu fylgir ýmislegt sem aðrir þekkja ekki. T.d. það að pabbi var Valdimar Gunnarsson. Sauðárkróki, en það var stólversið sem var sungið þar en það var Ó Jesúbarn, við lag eftir Eyþór Stef- ánsson. Einstaklega fallegt lag en það er auðvitað líka tengt því hvað barnsvaninn er sterkur. Björg Baldvinsdóttir Sú dýrlegasta og jafnframt sú fyrsta minning sem ég á um jólin, er sennilega frá því ég var 4 ára. Vet- urinn var ákaflega kaldur og dimm- ur og mikil veikindi. Kíghósti herjaði á fólk og margir lágu milli heims og helju yfir jólin. Fjölskylda mín bjó á Stóra-Eyr- arlandi og á aðfangadag voru allar brjár systur mínar þungt haldnar, sérstaklega þó sú yngsta, henni var vart hugað Iff. Ég var sú eina sem stóð uppi spræk og frísk. Mamma sat með litlu systur mína í fanginu við rúm hinna í fremri baðstofunni. Ég var þar einn- ig á róli, orðin vonlaus um að jólin kæmu í þetta skipti, jafnvel þó að mamma hefði sett mig í besta kjólinn, annað minnti ekki á jólin. Jólaundirbúning var ekki um að ræða þessi jól, veikindin skyggðu á allt. En þá gerðist undrið. Inn úr gættinni kom handleggur og setti inn ótrúlega fallegt fullbúið jólatré. Jólin voru komin. Heilluð af hinni björtu fegurð jóla- trésins, byrjaði ég að dansa í kring- um það og söng hástöfum. Eg dansaði ein þar sem ég var sú eina sem gat það, en mamma reyndi að raula með mér jólasöngvana. Hring eftir hring dansaði ég, þar til ég féll í ómegin, ég var orðin veik. Ég man ekki meira eftir jólunum þeim. Aldrei síðan hefur mér þótt neitt jólatré eins fallegt og þetta sem kom með jólin með sér inn í bað- stofuna. Á bænum var tvíbýli og seinna vissi ég að sambýlisfólk okkar hefði komið með tréð, það hafði viljað gleðja okkur í veikindunum. sjaldan með í jólaboðunum, því hann var alltaf einhvers staðar að skíra eða gifta, því það vilja jú allir nota jólin til slíkra athafna. Eins var það með jólaundirbúninginn, pabbi gat aldrei tekið þátt í honum, hann sat þá inni á skrifstofu og skrifaði ræður. Það er kannski það sem sit- ur eftir aö um helgar þegar aðrir áttu frí, og fjölskyldurnar gátu unnið saman að einhverju var pabbi alltaf að vinna. Annað sem ég minnist er öll biðin eftir pökkunum. Fyrst var það aft- ansöngurinn, síðan matarundir- búningur, máltíð og frágangur, en það sem tók mest á taugarnar var kaffidrykkja fullorðna fólksins eftir matinn, því að í henni tók maður ekki þátt sjálfur. Seinna um kvöldið fór svo fjölskyldan öll upp á sjúkra- hús, og gekk á stofur, og að því loknu var maður nú yfirleitt orðinn heldur rislágur. Mér fannst lengi vel eitthvað vanta í jólin eftir að ég flutti frá Björg Baldvinsdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.