Dagur - 18.12.1985, Side 12

Dagur - 18.12.1985, Side 12
12 - DAGUR - 18. desember 1985 Dagur er örlagavaldur í lífi fjölskyldunrtar í Garði Þetja þróaðist smatt Braga Sigurðssonar og Magneu Einarsdóttur. Svo skemmtilega vill til að í haust fluttu þau frá Sandgerði, í íbúðarhúsið að Garði I sem Jón og Þorbjörg fluttu úr í fyrra. Foreldrar Þorbjargar fluttu sem sagt á fullorðinsaldri norður í land, á móti straumnum getum við sagt. Þau nefna nýbýli sitt Heiðarbrún og ætla að stunda refarækt. Þau eru búin að byggja yfir bústofninn og eru að setja upp búrin. En hvað hafði gerst í lífi Þor- J fyrra hreppti JÓn Sig- Þorbjörg er dóttir hjónanna urðsson frá Garði í Keld- uhverfi ferðavinning í ferðagetraun Dags og Kjartans Helgasonar. Jón fór til Búlgaríu og skemmti sér konunglega enda var maðurinn á besta aldri og ókvœntur að auki. Þessi ferð hafði sínar af- leiðingar eins og svo margar aðrar. Fararstjór- inn var ung kona Þorbjörg Bragadóttir og staðfesti Jón það í samtali við S&S að þau vœru nú búin að draga upp hringana. Segið svo að það borgi sig ekki að taka þátt í ferðagetraun hjá Degi. “ Þessi klausa birtist í Degi í febrú- ar 1982. Þar sem líta má á blaðið sem vissan örlagavald í lífi þessa fólks má telja það skyidu þess að fylgj- ast aðeins með hvernig því vegnar. Blaðamaður Dags hringdi því dyrabjöllunni á nýja íbúðarhúsinu í Garði annan sunnudag í aðventu. Strax í for- stofunni kom í ljós að allt er í lukkunnar velstandi, en þar tóku Jón og Þorbjörg brosandi á móti gestinum, ásamt börnum sínum tveim, Brynju Dögg sem varð tveggja ára í apríl og Braga níu mánaða. 0 Hvaðan eru þau komin? Að gömlum og góðum sið er fyrst forvitnast um ætt og uppruna. Jón er sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar frá Grásíðu og Jó- hönnu Ólafsdóttur frá Fjöllum. „Ég er fæddur í Grásíðu og var þar til tveggja ára aldurs, en þá fluttu foreldrar mínir í Garð, vorið 1952 og ég hef búið í Garði síðan. Hins vegar er þetta fjórða íbúðarhúsið sem ég bý í hérna. Foreldrar mínir byggðu allt upp frá grunni í Garði II. Ég man eft- ir því að þegar ég var á þriðja ári þá bjuggum við í torfbæ. Við sváfurn öll uppi á lofti yfir fjós- inu, en engin kynding var í bænum. 1953 var síðan flutt í nýtt hús og þar búa foreldrar mínir enn. Þegar Sigvaldi Jónsson flutti til Húsavíkur keypti ég Garð I af honum, og í fyrra fluttum við í þetta nýja hús“. Auk búskapar síns með rúmlega 250 kindur stundar Jón ýmsa aðra vinnu og hefur margt gert um ævina. Hann á vörubíl og stundar akstur, vinn- ur við laxeldisstöðina Isno og fleira sem til fellur. '■/'Á - Hvenær sástu konuefnið fyrst? „Hún var fyrsti íslendingurinn sem ég sá í Búlgaríu.“ „Ég man alltaf hvað hann sagði, ég heilsaði og kynnti mig eins og ég var vön fyrir farþeg- um, og þá sagði hann: „Já, góðan daginn, Jón Sigurðsson heiti ég Garði Kelduhverfi." Við fararstjórarnir vorum bún- ir að ákveða að þau yrðu vand- ræðafólkið í íerðinni, þegar við fórum yfir farþegalistann. Það voru oftast einn eða tveir í hverri ferð sem eitthvert vandamál var út af. Af því þau voru ekki frá sama bæ álitum við að þau yrðu sjálfsagt eitthvert vandræðafólk. Þegar hann kynnti sig á flug- bjargar áður en Jón fékk hana í vinning? „Ég er fædd í Reykjavík, en til 17 ára aldurs bjó ég í Sandgerði hjá mömmu og pabba. Ég var einbirni til 13 ára aldurs þá eign- aðist ég bróður og systur ári síðar. Eg fór í skóla eins og svo margir, fyrst í Gagnfræðaskólann í Keflavík og síðan til Englands. Þar stundaði ég einkaritaranám í tvö ár. Kom heim og fór að vinna á ferðaskrifstofu og fleira. Síðan fór ég í nám til Banda- ríkjanna 1977 og var þar til 1980. Ég tók BS próf í barnakennslu, uppeldisfræði og heimilishag- fræði og hafði einnig ensku sem aukagrein. Ég fékk kennararétt- indi í þessum fögum. Fór síðan heim og var skólastjóri Barna- skóla aðventista í Keflavík í tvö ár. Þetta var eins og ekta sveita- skóli, ég var eini kennarinn með allar bekkjardeildir í einni stofu.“ „Og þá náði hún í mig,“ segir Jón. 9 Ferða- vinningurinn Þið kynntust í Búlgaríu sumarið 1981. Hvers vegna varst þú allt í einu komin þangað? „Mér bauðst að fara til Búlgar- íu sem fararstjóri fyrir Ferða- skrifstofu Kjartans Helgasonar Þau kynntust í Búlgaríu, Jón og Þorbjörg. og ég sló til. Var að vísu búin að ráða mig á sumarbúðir við Hlíð- ardalsskóla en fékk undanþágu. Fór til Búlgaríu og þar hitti ég Jón.“ - Jón þú fékkst ferðina í get- raun hjá Degi. Hafðirðu mikinn áhuga á Búlgaríuferð? „Eg tók þátt í getraun hjá Degi. Það átti að svara 20 spurn- ingum um Búlgaríu. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að taka þátt í þessu, en nágrannar mínir höfðu mikinn áhuga á ferð- inni, þeir höfðu ekki komið til þessa lands, þó þeir væru búnir að ferðast mikið. Ég náði mörgum svörum upp úr þeim, því ég vissi ákaflega lítið um Búlgaríu. Lengi vel vantaði mig samt svör við tveim spurn- ingum og var á báðum áttum um hvort ég ætti nokkuð að vera að standa í þessu. Ég þurfti að fara til Reykjavíkur, þar leitaði ég svara við spurningunum en fékk þau ekki fyrr en ég hringdi í konu á Akureyri. Hún lét mig fá svör, en sagðist ekki vita hvort þau væru rétt. Ég skrifaði þau nú samt niður. Þetta var á sunnudegi og það átti að vera búið að skila svörum fyrir þriðjudag. Ég lagði ekki í að póstleggja bréfið í Reykjavík, heldur fór með það til Húsavíkur og fékk flutningabílstjóra til að koma því til Akureyrar. Hringdi í bróður minn sem býr þar og bað hann að koma bréfinu á af- greiðslu Dags, því skilafrestur var að renna út. Mér fannst hart að geta ekki skilað því, þegar ég var búinn að hafa svona mikið fyrir þessu. Það leið og beið og ég hugsaði ekkert um þetta, en svo var hringt þó nokkrum dögum seinna og sagt að ég hefði fengið þessa ferð. Ég mátti ekkert vera að því að fara þetta en það var ekki hægt að framselja ferðina á nokk- urn hátt svo mér fannst hart gagnvart nágrönnum mínum sem hvöttu mig til fararinnar að sleppa henni.“ 0 Parna var vandræðamað- urinn kominn Hafðir þú farið til útlanda áður? „Ég var búinn að fara til Spán- ar og tvisvar í bændaferðir, önn- ur var til írlands en hin til nokk- urra landa. Það var flogið til Lux- emborgar, ekið til Frakklands, Belgíu og Þýskalands og síðan flogið heim frá Luxemborg. Þetta voru mjög skeinmtilegar ferðir.“ Jón stytti ferðina, fékk henni breytt í hálfs mánaðar ferð, en fékk viku skoðunarferð um Búlg- aríu í staðinn fyrir þriðju vikuna. í þeirri skoðunarferð var Þor- björg fararstjóri og þau kynntust. „Ég var í vandræðum því ferð- in var fyrir tvo. Ég bauð dóttur kunningja míns með mér. Ester Tryggvadóttur frá Hóli, hún var 16 ára. Árið áður hafði hún lent í bílslysi, þurfti að vera heima um veturinn, þó hún væri búin-að ákveða að fara í skóla, og ég hélt að hún hefði gott af svona til- breytingu.“ vellinum, þá sá ég strax að þarna var vandræðamaðurinn kominn.“ - En hvað með Jón, ást við fyrstu sýn? „Nei, nei, nei, nei, það var ekkert þannig. Það varð ekki fyrr en um veturinn. En við urðum mjög góðir kunningjar í ferðinni. Flestir 'farþeganna voru fullorðið fólk eða hjónafólk. Og við þrjú eyddum frítímanum mikið saman, fórum í verslunarferðir og fleira.“ - Fannst þér þau ekki verða til neinna vandræða Þorbjörg? „Þetta urðu bestu vinir mínir í þessari ferð. Mér fannst þau al- veg bráðskemmtileg. Við Ester urðum líka góðar vinkonur. Þeg- ar þau fóru heim, lofuðum við hvert öðru að skrifast á. Þau buðu mér að koma í réttirnar um haustið en það er minn uppá- haldstími í sveitinni. Ég lofaði að koma og þegar ég kom heim um haustið hringdi ég norður og sagðist vera að hugsa um að skreppa í heimsókn. Ég hitti að vísu ekki á réttardaginn, en ég náði réttum í Vatnsdal í baka- leiðinni. Fyrst fór ég í Hól og síðan í Garð, þetta var nú stutt stopp, ég

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.