Dagur - 18.12.1985, Síða 18
18 - DAGUR - 18. desember 1985
- voru kveðjumar sem utanríkisráðherra Breta heilsaði Einari Ágústssyni með, þá utanríkisráðherra í landhelgisstríði
- nú sendiherra í Kaupmannahöfn
„Ég er ekki í neinum vafa um það að okkar sigrar í landhelgisdeilunum við
Breta og Pjóðverja flýttu mjögfyrir hafréttarþróuninni. Frá þessum tíma, þeg-
ar við stóðum í samningaviðrœðum við Breta, eru fyrstu ferðirnar til London
ákaflega minnisstœðar. Við fórum saman, ég og Lúðvík Jósepsson, sem þá var
sjávarútvegsráðherra, og við fengum vœgast sagt ákaflega fálegar móttökur í
breska utanríkisráðuneytinu. Ég get ekki gleymt því þegar Magnús Magnús-
son, sá frægi sjónvarpsmaður, kenndi mér ensku á einum degi, þ.e. að segja
hann kenndi mér þá ensku sem dugði á blaðamennina í London. Hann sagði
mér hvernig blaðamennirnir myndu spyrja mig og hvernig best væri að svara
þeim. Ef ég hef einhvern tíma komist velfrá blaðamannafundi þá á ég honum
mikið að þakka. Við höfðum ekki nema einn dag til umráða og við lokuðum
okkur inni. Hann dældi í mig spurningum eins og harðasti blaðamaður myndi
gera, hafði rök Bretanna á takteinum. Stundum álpaðist ég til að svara honum
rétt en stundum benti hann mér á að e.t.v. væri heppilegra að svara öðruvísi —
hafði góða tilfinningu fyrir því hvað gengi í þessa menn. Nú, síðan útvegaði
hann mér aðgang að breska útvarpinu og sjónvarpinu þar sem égfékk tækifœri
til að koma á framfœri þessum lífsnauðsynjakröfum Islendinga. Þannig að ég
tel mig standa í stórri þakkarskuld við Magnús. Við áttum svo fjölmarga fundi
með breskum ráðamönnum, eins og t.d. Alex Douglas-Hume, utanríkisráð-
herra Breta sem ég hitti í New York. Hann sagði ekki komdu sæll eða neitt í
þá veruna, heldur: Hvern andskotann heldur þú að þú sért að gera, eða með
hans orðum: „What the devil do you think you’re doing. “ Þannig heilsaði hann
mér, en kvaddi mig aftur á móti með miklum virktum og fylgdi mér út að
lyftu. “
Það er Einar Ágústsson, sendiherra í
Kaupmannahöfn, sem er í viðtali við Dag.
Hann var utanríkisráðherra íslands þegar
þjóðin átti í tveimur þorskastríðum við
Breta. íslendingar unnu bæði eins og
kunnugt er - fyrst 50 mílna og síðan 200
mílna stríðið. Að flestra mati var Einar
Ágústsson mjög góður fulltrúi íslands á er-
lendri grund, virðulegur og hæglátur, afl-
aði sér virðingar og sinni þjóð. Viðbrögð
breska utanríkisráðherrans sem áður var
lýst leiða til þeirrar spurningar, hvort pers-
ónur manna geti vegið þungt í samskiptum
sem þessum - hvernig þeir koma fram? í
spurningunni átti að felast einhver tónn í
þá veru, að persóna Einars hafi jafnvel átt
einhvern þátt í því að leysa milliríkjadeilu.
Takið eftir svarinu, sem e.t.v. lýsir Einari,
hógværð hans og hæglæti:
„Það er enginn vafi á því að sú lausn
sem fannst í Osló 1976 byggðist að mjög
verulegu leyti á persónunni Anthony
Crossland, sem þá var orðinn utanríkis-
ráðherra. Hann var þingmaður fyrir
Grimsby, sem átti nú einna mest undir því
komið að Bretar fengju áfram að fiska á ís-
landsmiðum. Hann gerði sér grein fynr þvi
að þetta mál var tapað, sem best sést á þvi
að fljótlega eftir að undirskrifað var í
Osló lentu Bretar í fiskistríði innan Efna-
hagsbandalagsins og notuðu nákvæmlega
sömu rök og við höfðum notað gegn þeim.
Leystu brandarar landhelgis-
deiluna við Breta?
Við vorum á tímabili, þegar nokkrum
fundum var lokið, alveg gjörsamlega von-
lausir um að það þýddi yfirleitt nokkuð að
vera að tala um þetta við Bretana - harkan
og andstaðan var svo mikil. Ég minnist t.d.
fundar í Reykjavík þar sem Lafði Tweeds-
more hafði samningagerð með höndum af
Bretlands hálfu. Ég átti svo að heita gest-
gjafi í matarboði um kvöldið og kveið því
mjög hvernig unnt yrði að komast fram úr
því - allt var nánast í ófriði. Svo ég segi við
Hans G. Andersen, sem alltaf var með
mér: Nú verður þú að redda þessu kvöldi.
Og hvernig á ég að gera það, svarar Hans.
Með því að segja brandara, segi ég. Svo
þegar við vorum sest að borðum tók Hans
upp sinn mikla sjóð af gamansögum og úr