Dagur - 18.12.1985, Síða 19

Dagur - 18.12.1985, Síða 19
18. desember 1985 - DAGUR - 19 þessu varð eitt allra skemmtilegasta kvöld sem ég minnist í þessu sambandi. Bretarn- ir voru sjálfir hafsjór af skemmtisögum svo að þetta varð eitt stórt grín. Við lögðum landhelgismálið alveg frá okkur. Pegar hvor aðili fór til síns heima kom til algjörs óefnis á miðunum og þá var auðvitað ákveðið að hittast á ný. Þannig gekk þetta,“ segir Einar Ágústsson. Ef til vill hefur þetta brandarakvöld í ráðherrabú- staðnum átt sinn þátt í því að snúa upp mannlegu hliðunum á þeim sem deildu - átt sinn þátt í því að leysa deiluna. Hver veit? Einar Ágústsson var í eldlínunni á fleiri vígstöðvum í utanríkisráðherratíð sinni. Árið 1971 setti ríkisstjórnin sér það markmið að bandaríski herinn skyldi hverfa af landi brott í áföngum. Þó að mestur tíminn færi í landhelgismálin, sem höfðu forgang, þá var einnig unnið að samningum við Bandaríkjamenn. Nú heyrist lítið sem ekkert um þetta mál, jafn- vel ekki frá þeim flokki sem harðast barð- ist fyrir því, Alþýðubandalaginu. „Eg held að flestir íslendingar, og ég er þar á meðal, séu þeirrarskoðunar að það væri mikil stund ef og þegar við gætum verið lausir við þessi hernaðarbandalög. Ég hef hins vegar alltaf gert mér grein fyrir því, að á meðan ástandið í alþjóðastjórn- málum er og hefur verið eins og það er, er ekki hlaupið að því. Þegar ég vann að því að herinn færi burt í áföngum, þá var það á þeirri forsendu að við gætum áfram verið í Atlantshafsbandalaginu á þeirri upphaf- legu forsendu, að við létum í té aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Þaö væri okkar fram- lag og við þyrftum ekki að búa við áfram- haldandi dvöl varnarliðsins. Herinn burt í áföngum - ekki draumórar Þetta var komið á þann rekspöl að fækkað var í hernum 1974 um 300 manns, eða 10%, og það var aldrei nein fyrirstaða af Bandaríkjamanna hálfu að játa það, að þetta væri okkar eigin ákvörðun. Josep Luns, sem var framkvæmdastjóri NATO þá, var búinn að reikna það út í peningum hvað það kostaði fyrir þá að missa að- stöðuna á íslandi. Þeim var þá þegar ljóst, að auðvitað er hægt að verja þetta svæði án herstöðvar á íslandi, en það kostaði óheyrilega fjármuni. Þetta sýnir mér að þeir hafi ávallt meint það sem þeir sögðu, að ef ísland vildi ekki hafa varnarlið, vegna sjálfs sín eða félaganna í NATO, þá gætu þeir komist af án þess, en með miklum tilkostnaði. Á þessum tíma var það auk þess hnýtt föstum hnútum að aðskilja varnarliðið og farþegaflugið og þaðan er þessi hugmynd um nýja flugstöð komin, sem yrði á öðrum stað, hvort sem ég fæ nú þakkir eða last fyrir það. Það má einnig þakka mér eða lasta mig fyrir það að hafa látið loka Kefla- víkursjónvarpinu, eða þeirri ríkisstjórn sem ég var utanríkisráðherra í á þeim tíma. Ég held að það hafi alls ekki verið neinir draumórar að láta sér detta það í hug að herinn færi burt í áföngum. Ég var og er ennþá þeirrar skoðunar að íslendingar geti tekið að sér rnargt af þeim störfum sem þarna eru unnin. Þegar stjórnarskipti urðu kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var ófáanlegur til frekari aðgerða og þá höfðu auk þess borist undirskriftir Varins iands, eða 56 þúsund manns sem var meirihluti kjósenda á þeim tíma. Það hefur vafalítið haft áhrif, en þetta sem ég nefndi hafði þó áunnist," sagði Einar um þetta mál, sem tröllreið allri stjórnmálaumræðu í landinu þegar það var og hét. Feginn að vera laus úr stjómmálum Einar varð sendiherra 17. janúar 1980 og þá var hann búinn að vera í stjórnmálum í um 20 ára skeið. „Ég var orðinn dálítið þreyttur á stjórn- málavafstri. Ég var t.d. fyrstu árin bæði í borgarstjórn og á Alþingi og auk þess bankastjóri Samvinnubankans og þetta var allt of mikil vinna. Ég mun aldrei sækjast Viðtal og myndir: Hermann Sveinbjörnsson kitlar nú ekki mína hégómagirnd og þetta er upphefð sem ég kæri mig ekki um. Það er í mér einhver rótgróin andúð á því að vera hér í einhverri eldlínu. Mér hefur lík- að vel hér í Danmörku og ég hef haft gam- an af því að finna lausnir á samskiptunum við Dani, Færeyinga og Grænlendinga. Al- mennt séð er hins vegar talið óheppilegt að menn séu of lengi á hverjum stað og því hef ég talið að tími væri kominn til að ég flytt- ist um set. Samskiptin við íslendinga hafa verið í alla staði ágæt. Þeir sem eru búsettir hér eru flestir ágætis fólk og eins og að líkum lætur veit maður ekkert af því fólki sem gerir það gott. Því verður þó ekki neitað að angi eiturlyfjaneyslu hefur skotist hér inn og stundum þarf að hafa afskipti af pen- ingalausum ferðamönnum. Nú og ég vil gjarnan koma því að, að sendiráðsprestur- inn og hans kona hafa staðið sig frábærlega vel í því að aðstoða sjúklinga og þá sem hafa átt í vandræðum. eftir afskiptum af stjórnmálum á ný. Hvorki hef ég til þess neina löngun né möguleika, að mínu mati.“ - Munurinn á því að vera stjórnmála- maður og sendiherra í Kaupmannahöfn? „Það er nú mikill munur," segir Einar og hlær við. „Þegar síminn hringir heima hjá okkur hér í Danmörku spyrjum við hjónin hvort annað hver gæti nú verið að hringja. Þegar síminn hringdi ekki heima á íslandi spurði maður sjálfan sig að því hvort síminn væri bilaður. Hér get ég auk þess oftast farið heim að loknum vinnu- degi og verið nokkuð viss um að vinnudeg- inum sé lokið - ég sé laus þegar heim er komið.“ - Hvað finnst þér um íslensk stjórnmál í dag? „Því meira sem ég les mér til og því meira sem ég frétti af stjórnmálunum heima, því fegnari er ég að vera hættur. Það sem mér finnst mest áberandi við ís- lenska pólitík í dag, er ekki það að hin svokölluðu úrræði séu mikið öðruvísi en áður, heldur óánægja í stjórnmálaflokkun- um. Nú horfi ég á þetta úr fjarlægð og hef engar innri upplýsingar, en þetta er það sem mér sýnist hvað mest áberandi. Þetta á sér stað í Sjálfstæðisflokknum, Banda- lagi jafnaðarmanna, Alþýðuflokki, Al- þýðutjandalagi og það hefur ekki farið fram hjá mér að úr röðum framsóknar- manna hefur komið vantraust á eigin ráð- herra, auk þess sem rætt er um sérframboð í Reykjavík. Ég veit ekki nægilega mikið um Kvennalistann. Hugsanlega nær þjóð- málaáhugi þeirra ekki til annarra mála en þeirra sem þær eru sammála um.“ - Hvert er álit þitt á sérframboði fram- sóknarmanna í Reykjavík?“ „Sérframboð í Reykjavík hlýtur að mín- um dómi að leiða til þess eins að fram- sóknarmenn fái þar engan mann kjörinn. Ef menn skipta litlu kemur lítið í hvern stað.“ Almenningur býr við lakan kost - Álit þitt á árangri ríkisstjórnarinnar? „Ég er nú eiginlega ekki nægilega kunn- ugur málum til að leggja dóma á þetta, en ég kemst ekki hjá því að taka eftir því, að árið í ár mun verða mesta aflaár um langt skeið, en á sama tíma eru mjög miklir erf- iðleikar hjá almenningi við að halda í horf- inu - og tekst ekki í mörgum tilvikum. Mér finnst, svona úr fjarlægð séð, að nú sé að verða meiri stéttaskipting á íslandi, þ.e. fjárhagsleg, heldur en ég man eftir. Af hverju hún er veit ég ekki. Ég held að almennur launþegi búi við lakan kost, á sama tíma er bersýnilegt bæði af einu og öðru, að það eru til miklir peningar. Hvar þeir eru og hverjir eiga þá veit ég ekki. Maður hefur velt því fyrir sér hvernig standi á því í metaflaári og minnkandi verðbólgu, frá því sem var þegar verst lét, að fyrirtæki sem hafa verið landsþekkt fyr- ir traustleika, gömul og gróin, berjist í bökkum. Mig vantar svör við þessu. Ég er sömu skoðunar varðandi það og áður, að við verðum að breikka grundvöll atvinnuveganna og ég hallast að því nú, þó að ég hafi ekki alltaf verið þeirrar skoðunar, að við verðum að selja rafork- una þeim sem vill kaupa, jafnvel þó hann sé útlendur. Ég er einnig á því að við eig- um að hleypa útlendu áhættufé inn í landið því með lagasetningu á að vera hægt að setja næga tryggingu fyrir því að það séu íslenskir dómsstólar og íslensk sjónarmið sem hafi tögl og hagldir. Við eigum ekki að keppast við að eiga meirihluta í fyrir- tækjum af þessu tagi, því við höfum ein- faldlega ekki bolmagn til þess að standa af okkur þá stormbylji sem blása um svona fyrirtæki. Það er að mínu viti miklu verra að setja þjóðfélagið í stórkostlegar erlend- ar skuldir heldur en að hleypa erlendu fjármagni inn í atvinnurekstur og láta út- lendingana taka áhættuna og glíma við erf- iðleikana. Það getur verið að dvöl min hérna hafi breytt hugsunarhættinum og að mér sé ekki nægilega ljóst lengur, hvaða áhætta fylgir því að hleypa inn í landið er- lendu fjármagni, og vissulega er hún fyrir hendi, en með því að ganga tryggilega frá hlutunum þá álít ég það betri kost en að demba sér í ennþá meiri skuldasúpu og ríða framtíðinni þann hnút, sem ekki er hægt að leysa." Nú er svo komið að Einar Ágústsson hefur lengstan starfsaldur sendiherra í Kaupmannahöfn. Þessu fylgir m.a. það að hann kemur fram fyrir hönd sendiherr- anna gagnvart ráðuneyti, hann tekur á móti og kveður sendiherra sem koma nýir eða hafa starfað í Kaupmannahöfn. „Þetta Útflutningsverslun ekki nœgilega skipulögð Ég hef mikinn áhuga á viðskiptamálunum, en starfsemin í þeim er allt of lítil. Við get- um því miður allt of lítið gert vegna þess einfaldlega að við vitum sáralítið um það hvað íslenskir framleiðendur eru að reyna að selja á erlendum vettvangi. Nú er von- andi að verða einhver breyting á því, við- skiptaráðuneytið réð sænskan ráðgjafa til að kanna möguleika á sölu íslenskrar framleiðslu á Norðurlöndunum." - Eru íslendingar hálfgerðir ratar í markaðs- og sölumálum? „Ég vil ekki endilega segja það. Mér finnst bara að þetta sé ekki nægilega skipu- lagt hjá okkur. Ég held að við eigum marga ágæta menn í framleiðslu og jafnvel í sölu en skipulagið vantar, menn eru að róa hver á sinni skel. Það vantar bakfisk- inn í þetta og ég held að sendiráðin geti staðið mjög vel við bakið á hreyfingu til að efla sölu á erlendum mörkuðum. Það er al- veg öruggt mál að sendiherrar geta opnað dyr sem öðrum eru lokaðar. Á þann hátt hefur mér tekist að koma að liði og á þann hátt einan, bæði hér í Danmörku og í Tyrklandi, ísrael og Ítalíu, þar sem ég er einnig sendiherra. Ef ég mætti setja fram eina ósk í Degi þá yrði hún sú, að verulegt átak verði gert í skipulagningu á útflutningsverslun. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar og er það enn - hef raunar róið þar einn á báti oft á tíðum - að við ættum ekki endilega að leggja undir okkur allan heiminn, ekki í einu stökki a.m.k., heldur að einbeita okkur að ekki allt of stórum svæðum. Við eigum ekki að framleiða allt milli himins og jarðar, heldur að finna framleiðsluvör- ur sem við getum selt dýrt. Við eigum að skapa þá stemmningu að það sé fínt að ganga í íslenskri prjónaflík eða íslenskum skinnum og að borða íslenskt lambakjöt - þetta sé betra en það sem er á boðstólum annars staðar. Við eigum ekki að leggja allt kapp á það að lækka verðið. Við eigum að bæta vörugæðin og stórauka auglýsing- ar og kynningarstarf." HS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.