Dagur - 18.12.1985, Page 26
26 - DAGUR - 18. desember 1985
Úr gömlum Degi
Nú verður gluggað í gamla Daga! Við rifjum
upp nokkur atriði frá árunum 1944, 1957 og
1961. Það var auðvitað algjör geðþóttaákvörð-
un hvaða ár urðufyrir valinu og hvaða atburðir
voru teknir út úr. Þetta er ekki úttekt á því sem
merkilegast telst, fráleitt fréttaannáll. Bara
svona hitt og þetta sem rekist var á er blöðunum
var flett. Hvað um það, við byrjum bara að
skoða.
1944
Við byrjum á að skoða árið 1944.
í forsíðufrétt fyrsta tölublaðs árs-
ins er frá því sagt að Dagur muni
stækka um helming. Verði hér
eftir 8 síður og komi út einu sinni
í viku. Þá er frá því sagt að kaup
verkamanna verði óbreytt í jan-
úarmánuði, vegna óbreyttrar
vísitölu. Mjólkursamlagið átti
von á 5000 kílóum af amerísku
smjöri og áttu þau að bæta mikla
smjöreklu í bænum. Fjárhags-
áætlun Akureyrarkaupstaðar var
samþykkt á bæjarstjórnarfundi
þann 18 janúar. Útsvarsáætlun
var hækkuð um 43 þúsund krón-
ur og voru niðurstöðutölur fjár-
hagsáætlunarinnar 2.621.700.
Gjöldin hækkuðu um 43 þúsund
krónur og skiptust þannig: Verk-
legar framkvæmdir hækkuðu um
30 þúsund, styrkur til Amtsbóka-
safnsins 4000 og samþykkt var að
greiða barnakennurum staðar-
uppbót að upphæð 9000 krónur.
Rauðakrossdeild Akureyrar
fékk þetta ár nýja sjúkrabifreið
frá Ameríku. Segir Dagur að þar
hafi verið bætt úr brýnni þörf, því
bifreiðin sem fyrir hafi verið hafi
Iítt verið hæf til sjúkraflutninga.
NÝKOMID FRÁ AMERÍKU:
Samföst karlmanna NÆRFÖT
(samfestingar).—Hlý og góð.
BRAUNS VERZLUN
Péll Sigurgeirsson
Sjálfvirk símstöð var stofnsett
á Akureyri og bærinn var talinn
mesti skipasmíðabær á landinu.
Skipasmíðastöðvar höfðu frá ár-
inu 1940 smíðað 449 smálestir
skipastóls. Hvar fáið þér herra-
sokka á 2,55? spyr verslunin
Vísir. „Ég giftist galdrakind.“
var sýnd í Nýja bíó í mars þetta
árið. Kaup verkamanna við al-
menna verkamannavinnu var
5,94 á klukkutímann í dagvinnu.
Leikfélag Akureyrar frumsýndi
Gullna hliðið annan páskadag og
var hvert sæti leikhússins skipað.
Höfundurinn, Davíð Stefánsson
las „prologus“ að verkinu og var
ákaft hylltur.
Stórbruni varð í aprílbyrjun er
húsið Túngata 1 brann til kaldra
kola. Er slökkvilið kom á staðinn
var húsið alelda og var því horfið
frá því að reyna að slökkva í því.
Áhersla var lögð á að verja næstu
hús.
Að sjálfsögðu var mikið um að
vera í sambandi við þjóðarat-
kvæðagreiðslu um sambandslaga-
samninginn. Úrslit atkvæða-
greiðslunnar urðu þannig að
98,6% kusu, 98,3% samþykktu
sambandsslit og 95% samþykktu
stjórnarskrá íslenska lýðveldis-
ins.
Þetta ár hóf göngu sína nýr
þáttur í blaðinu sem var kvenna-
dálkurinn „Móðir, kona, meyja“.
Var dálki þessum ætlað að vera
fræðslu og skemmtidálkur og
flytja gagnleg húsráð, uppeldis-
pistla og annað er fróðlegt þótti
og nauðsynlegt hverri konu. Auk
þess sem birta átti skemmtikorn
annað veifið. Fyrsta húsráðið
sem dálkurinn flutti lesendum
sínum: Hvítir hringir undan heit-
um ílátum á gljáfægðum hús-
gögnum nást af með blöndu af
spritti og bómolíu. Bletturinn er
nuddaður af með ullarlepp. Á
sama hátt má ná vaxblettum af
húsgögnum.
Einn brandari frá 1944: Hvern-
ig gengur verslunin hjá þér?
Guðsorðabókasalinn: Æi,
minnstu ekki á það. Það koma
Teygjii-simdbolir
kr. 167.50.
---o--
Handklæðadregill
kr. 43.00 7n.
Klips og hárnálar
Góð sápa í kössum
Klæðaverzlun
Sig. Guðmundssonar
Útflutningsostarnir rannsakaðir í Mjólkursamlagi KEA. Frá vinstri: Þórhall-
ur Halldórsson, Jónas Kristjánsson, Árni Jóhannesson verkstjóri.
KVENNAFAR RÆTT k jUJMNM
SVONEFNDAR landgönguli/W-
sveitir vamarliðsins hér á landi
héldu árshátið 10. nóv. og buðu
- ' ^iVum stófr
Hátið þeMarí lauk kl.'l ufa
nóttina. og hinar 50 íslenzku
stúlkur, sem sumar voru vsrt
„af bamsaldri, áttu ,«ð yfijK£|j
þó einstöku djöflar og kaupa eina
og eina sálmabók!
Annáll úr Mývatnssveitinni:
Fjórir ungir bændasynir keyptu
dráttarvél með tilheyrandi áhöld-
um til jarðvinnslu. Lék mönnum
hugur á að færa út kvíarnar í
jarðrækt. Bændasynirnir voru
Böðvar Jónsson á Gautlöndum,
Þorgrímur Björgvinsson í Garði
og Arnljótur og Sverrir Sigurðar-
synir á Arnarvatni.
Þetta ár vann 15 ára stúlka,
Sigrún Sigtryggsdóttir frá Breiða-
bóli á Svalbarðsströnd frækilegt
sundafrek er hún synti yfir Akur-
eyrarhöfn þvera. Frá svokölluð-
um Veigastaðabás og að hafnar-
bryggjunni að Torfunefi. Vega-
lengdin var tveir kílómetrar og
var Sigrún hin hressasta er hún
steig á land. Hafði Sigrún verið á
sundnámskeiði hjá ungmennafé-
laginu Æskunni á Svalbarðs-
strönd.
Gúmmískór
íá böm og fullorðna.
L(Tékkneskir)
SKÓÐEHD KEA
Ungi maðurinn, hér á myndinni hafði heppnina með sér og varð bíleigandi
fyrir jólin. Hlaut hann þennan bfl í happdrætti DAS. Drengurinn heitir Bene-
dikt Ásmundsson, Höfða í Grýtubakkahreppi og er tveggja ára.
JÓLADRYKKIR
Ávaxtadrykkin - Kjamadrykkin
Þá er dregið nær jólum, eplin
voru væntanleg með e.s. Selfossi,
félagsmenn voru beðnir að vitja
skömmtunarmiða á skrifstofu
kaupfélagsins. Og menn voru
áminntir um að kaupa laukinn á
meðan hann fengist. Til jólagjafa
voru ágætar tegundir af dömu-
undirfötum, silkiblússum og ís-
garnssokkum til hjá Ragnheiði O
Björnsson. Jólatré í hentugum
stærðum voru væntanleg í byrj-
um desember með Esjunni. Jóla-
bók drengjanna þetta árið var
„Lærið að fljúga“.
1957
Árið er 1957 og kílóið af appels-
ínum kostaði 18 krónur. Innflú-
ensufaraldur geisaði víða um
sveitir norðanlands. Mývetningar
dorguðu í janúar silung upp um
ís og fengu einn daginn 100 sil-
unga. í Nýja bíói var myndin 500
menn og 1 kona sýnd, sjálfsagt
við góða aðsókn. Björn Guð-
mundsson lagði til að íslenska
nafnið hermir yrði tekið upp í
stað útlenda orðsins grammó-
fóns.
Á Siglufirði var mikið hvass-
viðri í endaðan janúar. Járnplöt-
ur fuku af mjölskemmu og lenti
ein þeirra inn um glugga íbúðar-
húss og hafnaði við rúmstokk
hjónanna.
Kvenfélagið Hlíf minntist
hálfrar aldar afmælis síns með
veglegu hófi.
★ KVENBUXUR
fyrirliggjandi.
Verzlunin London
lEyþór H. Tómasson.__________
Þær fréttir bárust utan úr hin-
um stóra heimi að ungir menn í
Uganda hefðu hafið verkfall gegn
hjónaböndum. Ástæðan var ekki
áhugaleysi heldur vildu þeir ekki
borga tengdafeðrum sínum svo
mikið fyrir konuefnin sem sett
var upp. Hér á Akureyri var hins
vegar ekkert í veginum og mikið
var um trúlofanir.
Samkvæmt skýrslum lögregl-
unnar frá fyrra ári var 21 öku-
maður sviptur ökuleyfi vegna
ölvunaraksturs.
Á fundi útvarpsráðs var sam-
þykkt að fela Ríkisútvarpinu að
undirbúa útsendingar íslensks
sjónvarps. Stórmyndarlegt fé-
lagsheimili í Öngulsstaðahreppi
var vígt við hátíðlega athöfn
sumardaginn fyrsta. Hlaut það
nafnið Freyvangur.
Alþingi samþykkti þingsálykt-
unartillögu um jöfn laun karla og
kvenna. Og á vordögum var unn-
ið sleitulaust og af fullum krafti
við framkvæmdir Útgerðarfélags
Akureyringa. Búist var við að
fiskmóttaka gæti hafist í júlí.
Síld var mikil fyrir öllu Norð-
urlandi, allt frá Hornbanka og