Dagur - 18.12.1985, Qupperneq 30
30 - DAGUR - 18. desember 1985
Jólaundirbúningur:
Hérnókn
á Lwdarsel
- Allir að búa til jólasveina
Þau byrja snemma að undirbúa komu jólanna, blessuð
börnin. Enda þeirra hátíð kölluð. Fyrir nokkru áttu blaða-
maður og Ijósmyndari Dags leið um leikskólann Lundar-
sel, hvar hin unga kynslóð var önnum kafin við jólaveina-
gerð.
Á Bangsadeildinni sátu börn-
in umhverfis borð og klipptu,
heftu og límdu í óða önn. Úr
varð hinn glæsilegasti jóla-
sveinn, sem hengdur var upp í
loft stofunnar. Þar voru þeir
tæplega þrjátíu saman og hafa
eflaust skemmt sér vel við að
horfa yfir áhugasaman barna-
hópinn.
„Minn á að heita Stúfur, en af
því að Stúfur stelur alltaf
skíðum, þá ætla ég að kalla
hann Skyrgám,“ sagði lítil fimm
ára gömul Rósa. Gunni varekki
búinn að ákveða nafnið á sínum
jólasveini, en Hanna var ákveð-
in í að skíra sinn Hurðaskelli.
„Þetta tekur allt sinn tíma?“
sögðu fóstrurnar, „þannig að
við byrjum snemma.“
Börnin á Lundarseli höfðu
lokið við að gera jólaskó. Þegar
þau voru spurð hvað gera ætti
við skóinn var svarið: „Setja
hann út í glugga.“
- Hvenær má setja skóinn út
í glugga?
Það stóð ekki á svarinu:
„Þrettán dögum fyrir jól, af því
jólasveinarnir eru þrettán.“
En það er fleira en jólasveinar
og jólaskór. Börnin höfðu líka
útbúið skemmtilegar krukkur,
sem þau límdu á hjörtu og fleira
skrautlegt.
- En hvað ætlið þið að gera
við krukkurnar ykkar?
„Við setjum í þær piparköku-
kúlur. Við fáum bráðum að
baka þær sjálf. Piparkökukúlur
eru líka langbestu kökurnar.“
Og þá er það rúsínan í pylsu-
endanum. Leyndarmálið.
Undanfarna daga hafa börnin á
Lundarseli verið að vinna að
mjög leyndardómsfullu verk-
efni. Eru meira að segja í sér
herbergi við það. Leyndarmálið
„Minn jólasveinn heitir Stúfur, en ég ætla að kalla hann Skyrgám!“
Á Kisudeildinni voru bömin að skreyta piparkökuboxin sín.
er jólagjöf til mömmu og
pabba. Blaðamaður fékk að sjá
leyndarmálið, og það var. . .
Nei, það má ekki segja frá
leyndarmálum. Mömmurnar og
pabbarnir verða bara að bíða
þangað til pakkarnir verða opn-
aðir á aðfangadagskvöld.
Þegar við fórum yfir á Kisu-
deildina hittum við þrjá hressa
stráka, þá Jónas, Jóa og
Gumma. Þeir sátu uppi í glugga
og voru í indíánaleik. Sögðust
þeir vera búnir að búa til bæði
jólasveina og jólaskó. „Bráðum
setjum við skóinn út í glugga,“
sögðu þeir.
- Hvað haldið þið að komi í
skóinn?
„Örugglega eitthvert dót.
Kannski líka mandarína."
- Þið eruð í indíánaleik, eruð
þið ekkert farnir að hugsa um
vinnu tókst það.
„Það má setja skóinn út í glugga þrettán dögum fyrir jól.
jólin?
„Við byrjum á því bráðum,“
var svarið.
- Hvað gerið þið heima hjá
ykkur fyrir jólin?
„Kannski skreytum við her-
bergin okkar. Við eigum svolít-
ið af jólaskrauti."
Jónas: „Ég á jólasvein sem er
indíáni,hann ermeð jólasveina-
húfu og skegg. Svo er hann
líka með kúrekahatt.“ Kúreka-
hatt? „Já, sko ofan á jólasveina-
húfunni.“
Þegar við kvöddum börnin á
Lundarseli, voru Atli Már og
Heimir að búa til sína jóla-
sveina. Það gekk dálítið erfið-
lega að klippa húfuna. „Það er
dálítill vandi að klippa . . . “
sögðu þeir, en héldu engu að
síður áfram einbeittir á svip.
-mþþ
Joi, Jonas og tiummi. I indíánaleik uppi í glugga. „Við förum bráðum að
hugsa um jólin.“
a krúsina mína,“ sagði þessi dama.
urnar okkar,“ sögðu krakkarnir á Bangsadeildinni.