Dagur - 20.12.1985, Page 4
4 - DAGUR - 20. desember 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58,
AKUREYRI, SlMI 24222
ÁSKRIFT KR. 360 A MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 35 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON
’ ' AÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVÍK),'
YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
JeiðarL
Fjárhagsáætlun Bæjar-
sjóðs Akureyrar var tekin
til fyrri umræðu nú í vik-
unni. Gert er ráð fyrir að
heildartekjur bæjarins
aukist um tæp 37% frá
fyrra ári og virðist sú
hækkun samsvara fylli-
lega verðlagsþróuninni í
landinu.
Bjartsýnir menn spáðu í
byrjun þessa árs að verð-
bólgan mundi ekki fara
yfir 20% á árinu en bæjar-
stjórn Akureyrar var held-
ur svartsýnni og gerði ráð
fyrir 30% verðbólgu í fjár-
hagsáætlun þessa árs en
sú svartsýni dugði ekki til.
Verðbólgan fór yfir það
mark og varð ásamt öðr-
um þáttum þess valdandi
að 5 prósenta halli er nú á
Bæjarsjóði Akureyrar.
Það er athyglisvert að
ráðstöfunarfé bæjarsjóðs
Hœkkcmé rekstrargjöld
ríkis og bœiar
fer enn minnkandi sam-
kvæmt framlagðri fjár-
hagsáætlun. Ástæða þess
er að bein rekstrargjöld
verða nokkrum prósent-
um hærri á næsta ári og
hafa þá náð því að verða
nánast % hlutar af heild-
artekjum bæjarins. Að
þessu leyti er fjárhags-
áætlun Bæjarsjóðs Akur-
eyrar svo og annarra bæj-
arfélaga eins konar vasa-
útgáfa af fjárlögum ríkis-
sjóðs. Báknið er orðið svo
umsvifamikið að það
gleypir æ stærri hluta af
kökunni. Þessi þróun
hófst fyrir nokkrum árum
og er vissulega áhyggju-
efni. Sífellt hækkandi
rekstrargjöld jafngilda
því að minna fjármagn
verður eftir til nýfram-
kvæmda. Ef svo heldur
sem horfir mun ekki líða á
löngu þar til rekstrargjöld-
in gleypa allan tekjustofn-
inn og þá þarf nýja skatt-
heimtu ellegar auknar
lántökur til þess að ná
endum saman. Hér verður
því að gæta fyllstu varúð-
ar og leita leiða til að
sporna við frekari út-
þenslu „kerfisins". Slíkt er
hægt að framkvæma án
þess að ráðast á sam-
neysluna eða rífa á annan
hátt niður það velferðar-
þjóðfélag sem byggt hefur
verið upp. Aðhald í rekstri
og ýmis hagræðing innan
kerfisins geta skilað ótrú-
legum árangri.
Ríkið hefur skorið fram-
kvæmdafé stórlega niður
af ofangreindum ástæðum
og þannig lækka framlög
þess til opinberra fram-
kvæmda á Akureyri veru-
lega á næsta ári. Stað-
reyndin er hins vegar sú
að Akureyri má ekki við
frekari samdrætti í fram-
kvæmdum og það hlýtur
að vera meginhlutverk
bæjaryfirvalda að ganga á
undan með góðu fordæmi
og stuðla að uppgangi at-
vinnulífs á Akureyri á nýj-
an leik. Athafnalífið er í
sárum og þarfnast lækn-
;ingar ef það á ekki að
deyja drottni sínum. BB.
ivr hugskotinu.
Gleðileg jól (stríðið er búið)
Reynir
Antonsson
skrifar
Þá er hún senn komin stóra
stundin sem börnin á öllum
aldri hafa svo lengi hlakkað til.
Með hverjum degi sem líður
bætist eitthvað við jólasvipinn
sem fyrir er á bænum. Þetta er
allt saman á sínum stað. Jóla-
stjarnan, ljósin á kirkjutröpp-
unum, gulu jólaljósin á trénu
við spennistöðina, og þau
grænu (hvað annað), hjá KEA
við Hrísalund. Pá er Ríkisút-
varpið búið að taka við jóla-
kveðjunum til manna innan-
lands, og leyfir líklega einhverj-
um konum að fljóta með að
vanda. Allt verður senn tilbúið
til að hægt verði að hlýða á feg-
urstu söguna sem sögð hefur
verið með tilhlýðilegri viðhöfn.
Já senn hringja klukkurnar inn
heilög jól.
Týndur friður
Eitt af fallegri jólalögum síðari
ára, verður hiklaust að telja lag-
ið sem John Lennon söng á sín-
um tíma inn á plötu ásamt til-
vonandi eiginkonu sinni Yoko
Ono og barnakór, sem í ís-
lenskri þýðingu myndi nefnast
„Gleðileg jól - stríðið er búið“.
Vitanlega var talsverð ósk-
hyggja fólgin í þessum titli, og
sem kunnugt er hlaut Lennon
þau hin sömu örlög og svo
margir aðrir friðarsinnar - að
falla fyrir hendi morðingja, og
svo kaldhæðnisiega vill til að
það gerðist einmitt í sama mán-
uði og við höldum upp á afmæli
mesta friðarboða sem fæðst hef-
ur - sem einnig lét lífið af
mannavöldum. Hvað annað?
Já, það virðist eitthvert sann-
leikskorn vera til í því sem hann
Jón Baldvin sagði út í Köben á
dögunum, að allt friðartal sé
barnaskapur meðan óvinurinn
búi yfir vopnum. Að minnsta
kosti styður þessa fullyrðingu
listinn yfir alla þá friðflytjendur
frá Kristi til Lennons, sem þau
örlög hafa hlotið, að deyja fyrir
morðingjahendi. Það er auðvit-
að ósköp barnalegt að halda, að
við sleppum lifandi úr kjarn-
orkustyrjöld, þó að Norðurlönd
séu lýst kjarnorkulaust svæði.
Vitanlega hlýtur okkur líka að
líða miklu betur á dauðastund-
inni, ef við erum þess fuliviss,
að með okkur muni deyja ótelj-
andi litlir kommar í vöggunum
sínum austur í Rússíá, og við
munum syngja í andlátinu
„Áfram kristsmenn kross-
menn“, sæl yfir okkar mikla
framlagi til varna vestrænna
þjóða. Friður þeirra Krists og
Lennons er hvað sem öðru
líður, týndur friður, ef hann
hefur þá einhvern tímann verið
til.
Flöktandi friðarljós
En hvað erum við eiginlega að
tala um leiðindadót á borð við
kjarnorkuvopn nú þegar hátíð
ljóssins er í þann veginn að
renna upp, og menn eiga jú von
á eitthvað geðfelldari jólagjöf-
um, svona velflestir hér í alls-
nægtunum. En kjarnorkuvopn
eru nú einu sinni til, og ef farið
væri að nota þau, er hætt við að
lítið yrði um jólahald.
Þetta er kjarni málsins, og
aftur komum við að fullyrðingu
Jóns Baldvins, og svo margra
skoðanabræðra hans bæði í
austri og vestri, þessari fullyrð-
ingu sem felur það í sér að
vopnin tryggi friðinn, og við
hljótum að spyrja sjálf okkur
þess, hvort hún sé ekki ennþá
barnalegri en ósk friðarsinn-
anna.
Áður hefur verið á það
minnst, að íbúar Norðurlanda
muni ekki lifa það af, verði
kjarnorkuvopnum beitt að ein-
hverju marki í styrjöld, og gildir
þá einu hvort þau eru lýst kjarn-
orkuvopnalaus eður ei. Slík
yfirlýsing hefur því engin áhrif
hvorki til eða frá, ekki þegar til
kastanna kemur. Hins vegar
gæti slík yfirlýsing haft umtals-
verð siðferðileg áhrif. Ef fréttir
bærust af henni til hermanna
þeirra sem sendir eru til að
myrða konur og börn, til dæmis
í Afganistan gæti svo farið að
einhverjir þeirra neituðu að
hlýða hinum svonefndu yfir-
mönnum sínum. Þeir yrðu að
vísu skotnir fyrir, en þó hægt sé
að skjóta einn og einn dáta fyrir
óhlýðni, er erfiðara að skjóta
heilan her. Að sjálfsögðu
barnalega hugsað, en af hverju
ekki að láta sig dreyma í dauf-
um bjarma hins flöktandi
friðarljóss.
Hjálpum þeim
Það er óþarfi að vera neitt að
fjölyrða um þá þræði bæði ljósa
og leynda, sem liggja frá stríðs-
brölti valdamanna til hungurs-
ins, skortsins og fáfræðinnar
sem svo víða er ríkjandi í heim-
inum. Margir segja sem svo, að
þetta sé eitthvað sem eigi sér
stað langt langt í burtu, og að
okkur sé nær að líta endrum og
eins í eigin barm. Og satt best
að segja, þá lítur út fyrir það að
margir, óvenjumargir muni
ekki eiga eins gleðileg jól á
landi hér og skyldi.
Hér skal ekki farið frekar út í
öll þau okurmál, Hafskips-
strönd, eða aðra þá óáran sem
hrjáir landann þessa desember-
daga, aðeins bent á það, að við
íslendingar erum óumdeilan-
lega nægilega efnaðir til þess að
geta komið í veg fyrir það að
fólk þurfi hér að líða skort,
hvað þá hungur. Það er í sjálfu
sér góðra gjalda vert, að reynt
skuli vera að draga úr skulda-
söfnun erlendis, en það má
aldrei verða á kostnað lítil-
magnans. Þeir stjórnmálamenn
sem ætla sér slíkt, eða þá að láta
alþýðu þessa lands fara að
borga í einni eða annarri mynd,
fyrir óráðsíu og bruðl, hvort
sem er hinnar gömlu eða hinnar
nýríku yfirstéttar, verða ein-
faldlega að víkja. Siðferðis-
kennd þjóðarinnar krefst þess.
En samt sem áður, þó að
margt meinið þjái þjóð vora
þessa dagana, þá verður það að
segjast, að allt er þetta hjóm
eitt miðað við hörmungar þær
sem þjóðir þriðja heimsins
þurfa stöðugt að horfast í augu
við. í upphafi þessarar greinar
var minnst á nokkrar hefðir sem
orðnar eru næsta árvissar fyrir
hver jól. Ein skemmtilegasta,
en jafnframt ein leiðinlegasta
hefð sem skapast hefur á síðari
árum í sambandi við jólin, er
söfnun sú sem Hjálparstofnun
kirkjunnar gengst fyrir til hjálp-
ar hungruðum, hún er skemmti-
leg, jú vegna þess að það er
ákaflega gaman að því að geta
stuðlað að björgun mannslífa
með því einu að láta pening í
rifu á litlu pappaboxi, leiðinleg
vegna þess, að auðvitað ætti
svona söfnun alls ekki að þurfa
að eiga sér stað. Að þessu sinni
hefur Hjálparstofnun auk hinn-
ar hefðbundnu söfnunar, gefið
út plötu með popplandsliði
okkar. Lagið sem þar er flutt er
einkar hugnæmt, og þó að eftir-
líking sé, er hún vel gerð, og
lagið miklu betra, en til dæmis
hliðstæð lög frá Danmörku og
Noregi. Þessi plata hefur að
sjálfsögðu verið auglýst grimmt
á Rásinni, og er það vel, en
þetta ætti að vera algert undan-
tekningartilvik, og að öðru leyti
ætti að taka hart á því þegar þar
eru til dæmis birtar ókeypis aug-
lýsingar frá barnablöðum eða
íþróttavörubúðum, jafnvel þótt
tengd séu starfsmönnum. Allt
um það, í þessu eina tilviki var
auglýsingin fyllilega réttmæt, og
óhætt að hvetja þjóðina til að
gera orðin „Hjálpum þeim“ að
einkunnarorðum þessarar kom-
andi hátíðar.
Gleðileg jól.