Dagur - 30.12.1985, Page 2

Dagur - 30.12.1985, Page 2
2 - DAGUR - 30. desember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GfSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAÚG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari.___________________________ Við áramót Þegar árið er liðið líta menn gjarnan til baka - skoða það sem áunnist hefur og velta vöngum yfir því sem betur hefði mátt fara. Gjarnan líta menn í eigin barm og því er ekki úr vegi að athuga örlítið þá miklu breytingu sem varð á Degi á árinu 1985. í septembermánuði varð Dagur að dag- blaði, hinu fyrsta utan höfuðborgarsvæðis- ins, eins og flestir landsmenn vita. Þar með var brotið blað í fjölmiðlun í landinu, stigið skref í málefnum landsbyggðarinnar og það ekki svo lítið. Nær öll fjölmiðlun í landinu hefur haft rætur í Reykjavík - henni er stjórnað frá Reykjavík, að undanskildum svokölluðum landsmálablöðum og héraðs- fréttablöðum. Að eitt þessara blaða skuli nú hafa þróast upp í það að verða dagblað hlýtur að teljast til nokkurra tíðinda, ekki síst þar sem málefni landsbyggðarinnar hafa á síðari árum orðið að lúta í lægra haldi fyrir sífellt ágengari og ómengaðri þéttbýl- ispólitík. Er vonandi að landsbyggðarfólk, hvar í flokki sem það stendur, skynji og kunni að hagnýta sér það baráttutæki sem Dagur er. Það að landsbyggðin skuli eignast sitt fyrsta dagblað er ekki síður athyglisvert þegar litið er til þeirrar þróunar sem er í dagblaðaútgáfu í Reykjavík. Þar hafa íhalds- blöðin tvö algjöra sérstöðu, en í alvöru hefur verið talað um að sameina hin blöðin þrjú, þótt vart verði séð að sú leið sé fram- kvæmanleg. Þessi þrjú blöð hafa fyrst og fremst verið hugsuð sem málgögn þeirra flokka sem að þeim standa. NT reyndi að ná til fólks á breiðara grundvelli en það mistókst, því miður, því mótvægi verður að skapast við nær einlita hægrifjölmiðlun á höfuðborgar s væðinu. Dagur hefur alla tíð barist fyrir málefnum landsbyggðarinnar og staðið vörð um þau öfl í þjóðfélaginu sem vinna á sama grund- velli. Dagur hefur lagt lið samvinnuhugsjón, jöfnuði og þeirri grundvallarstefnu fram- sóknarmanna að manngildið skuli ofar auð- gildinu. Dagur hefur þó ekki lent í þá gryfju að verða einlitt flokksblað, heldur hefur ver- ið bent á það sem betur mætti fara í barátt- unni fyrir jöfnuði og réttlæti öllum til handa, hvar sem þeir búa á landinu og burtséð frá því hvaða störf þeir inna af hendi. Með von um áframhaldandi velvilja og stuðning óskar Dagur lesendum sínum gæfuríks nýs árs. /iðtal dagsins. Margrét Ása Jóhannsdóttir 9 ára: „Ég teiknaði mynd af stelpu með hjólið sitt.“ Mynd: - KGA. „Ætlaði að teikna múrara að múra biokk“ - sagði Margrét Ása Jóhannsdóttir sem vann myndiistarkeppni Iðnaðarbankans í tilefni af tuttugu ára afmæli útibús Iðnaðarbankans á Ak- ureyri var nýlega efnt til myndlistarsamkcppni á meðal 9-11 ára barna á Akureyri. í dómnefnd voru Helgi Vilberg skólastjóri Myndlistarskólans á Akureyri, Hringur Jóhannes- son listmálari og Sigurður Ringsted útibústjóri iðnaðar- bankans á Akureyri. Hlut- skörpust í myndlistarkeppni þessari varð Margrét Ása Jó- hannsdóttir, nemandi í þriðja bekk í Glerárskóla. „Ég teiknaði mynd af stelpu með hjólið sitt. Hún var gerð úr vax- litum og líka dálitlu af máln- ingu,“ sagði Margrét Ása. Fimmtíu myndir fengu viður- kenningu og var haldin sýning á þeim í Gamla Lundi við Éiðsvöll dagana 21. nóvember til 1. des- ember. Auk þess að veita viður- kenningu fimmtíu myndum keypti Iðnaðarbankinn tólf myndanna og er mynd Margrétar Ásu á jólakorti bankans í ár. „Teiknikennarinn minn, sem heitir Sigríður sagði við okkur að við mættum teikna mynd í þessa keppni. Við máttum ráða hvort við yrðum með. Já, þetta er fyrsta keppnin sem ég tek þátt í. Eg veit ekki hvort ég ætla að taka þátt í fleiri svona myndlistar- keppnum, það getur vel verið. - Hvað varstu lengi að teikna myndina? „Ég held ég hafi verið þrjá teiknitíma að gera hana. Hún er dálítið stór.“ - Varstu lengi að ákveða hvað þú ætlaðir að teikna? „Fyrst ætlaði ég að teikna múr- ara, því kennarinn sagði að myndin ætti að vera um iðnað. Ég ætlaði að teikna múrara sem var að múra blokk. Svo hætti ég við það og þá ætlaði ég líka að hætta við að vera með í keppn- inni. En svo byrjaði ég á mynd- inni með stelpunni og hjólinu.“ - Og vannst keppnina. Var það ekki gaman? „Jú, jú.“ - „Fékkstu verðlaun? „Já, ég fékk bankabók með 2000 krónum.“ - Hvað ætlarðu að gera við peningana? »Ég er ekki alveg búin að ákveða það. Ætli ég safni þeim ekki bara. Nei, ég er ekki að safna fyrir neinu sérstöku.“ - „Teiknarðu mikið?“ „Ég teikna stundum, já. Núna er ég mest að teikna jólasveina. Já, mér finnst gaman að teikna. Að verða teiknikennari? Nei, ég held ekki. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.“ - Hvað er skemmtilegast í skólanum? „Mér finnst leikfimi skemmti- legust, en er samt best í reikn- ingi. Kennarinn minn heitir Val- þór Þorgeirsson og hann er alveg ágætur.“ - Lestu mikið? „Já, svolítið. Mér finnst ævintýrabækur skemmtilegastar, en uppáhaldsbókin mín heitir Við Guð erum vinir.“ - En hvað með tónlist, held- urðu með Wham? „Nei! Ég held með Duran Duran. Nei, ég á ekkert uppá- haldslag og ekki heldur með Dur- an Duran. Það eru bara öll lögin góð með þeim.“ - Hvað gerir þú skemmtilegt á sumrin? „Kannski ætla ég að passa næsta sumar. En ég er oftast í sveitinni á sumrin. Hef verið á Bakkafirði og þar er gaman að vera. Ég á bú þar sem er gömul eldavél og líka gömul þvottavél. Þar leik ég mér mest. Annars finnst mér skemmtilegast að hjóla held ég.“ - Að lokum, Margrét Ása, ertu með á nótununv.....? Margrét hlær og segir: „Ég á alla vega Óskar. Ég'er að safna í hann og hann er alveg að verða fullur." -mþþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.