Dagur - 30.12.1985, Síða 10

Dagur - 30.12.1985, Síða 10
10 - DAGUR - 30. desember 1985 5. Afköst rafbræðsluofns Stein- ullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki reyndust minni en framleiðendur hans höfðu ábyrgst, og leiddi það m.a. til þess að orkukostnaður á hvert tonn af steinull var hærri en ráð hafði verið fyrir gert. 9. Ökumenn á Akureyri þurftu að greiða 1,2 milljónir króna í sektir fyrstu 9 mánuði ársins fyrir að aka of hratt og leggja bifreiðum sínum ólög- lega. Fyrir þessa upphæð hefði mátt kaupa sex Skoda bifreiðar eða þokkalega íbúð í fjölbýlishúsi. 10. AKVA sf. á Akureyri gerði milljónasamning um sölu á vatni til dansks aðila sem síðar ætlar að selja vatnið til S.-Evrópu og Bandaríkj- anna. Trygging er fyrir sölu á 4 millj- ónum ferna á næsta ári og fer magnið síðan vaxandi og verður orðið 12 milljónir ferna eftir 5 ár. 10. „Við höfum alltaf tekið hæsta tilboði,“ saagði Ragnar Guðjónsson hjá Fiskveiðasjóði er hann var spurð- ur hvort Húsvíkingar myndu fá að ganga inn í hæsta tilboðið í Kolbeins- ey ef þeir ættu það ekki sjálfir. Málin standa þannig í dag að 6 tilboð bárust í skipið, og hefur ekki verið gefið upp enn hverjir buðu eða hversu hátt. 13. „Allur ullariðnaður er rekinn með verulegum halla um þessar mundir,“ sagði Jón Siguröarson for- stjóri Iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri. Jón sagði að ullariðnaður- inn sæti við sama borð og fiskvinnsl- an, megnið af afurðunum væri greitt í dollurum sem hækka nánast ekki neitt á sama tíma og kostnaður allur fer upp á við. 16. „Það þorir enginn að afskrifa Kröfluelda alveg, en mér finnst flest benda til þess að þeim sé lokið í bili a.m.k.,“ sagði Ármann Pétursson á skjálftavaktinni í Mývatnssveit í samtali við Dag. 16. Útgerðarfélag Kópaskers hf. var stofnað. Stefnt var að því að safna hlutafé að upphæð 10 milljón- um króna og markmið félagsins var að komast yfir skip til rækjuveiða. Gert var tilboð í Helga S. sem boð- inn var til kaups hjá Fiskveiðasjóði en enn er ekki ljóst hvort skipið fer til þessa nýja félags. 17. Frumvarp að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar var tekið til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Gert er ráð fyrir að heildartekjur verði 559,5 milljónir króna sem er 36,8% aukn- ing. Þessum tekjum er ráðstafað þannig í frumvarpinu að 410,6 millj- ónir fara í rekstrargjöld, 60,3 millj- ónir í gjaldfallinn stofnkostnað og 88,6 milljónir til eignabreytinga. 17. Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um hvaða háskólanám skuli bjóða upp á í háskóla á Akureyri. 19. „Ég sé ekki, því miður, að Ak- ureyringar hafi efni á því að greiða á þriðja tug milljóna í verðjöfnunar- gjald, sem notað er til að greiða nið- ur húshitunarkostnað annars staðar en á Akureyri, þegar það er sannað mál að Akureyringar búa við ein- hvern hæsta húshitunarkostnað á landinu,“ sagði Jón Sigurðarson í samtali við Dag. „Það er órökrétt að við Akureyringar greiðum þetta gjald eins og málum er háttað. Það væri nær að við notuðum þessa pen- inga til að greiða niður hitaveitu- reikningana okkar,“ bætti Jón við. 19. 202 Húsvíkingar fengu greidd- ar atvinnuleysisbætur en atvinnuleysi er þar nú meira en um langt árabil. Er það að sjálfsögðu til komið vegna þess að Húsvíkingar hafa misst ann- an togara sinn, Kolbeinsey. 23. Jóhann Sigurjónsson var settur skólameistari við Menntaskólann á Akureyri til fjögurra ára, en Tryggvi Gíslason skólameistari verður í leyfi frá störfum þann tíma. 27. Akureyringar slettu úr klaufunum að kvöldi annars dags jóla og var mikið annríki hjá lögregl- unni. Ung kona kastaði sér í sjóinn, maður nokkur fór á eftir henni í björgunarhugleiðingum og saman voru þau flutt í sjúkrahús til aðhlynn- ingar að þessu loknu. ar. 10 af 11 bæjarfulltrúum greiddu atkvæði hinu nýja deiliskipulagi. 20. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti einnig að frá næstu áramótum skuli veitustofnanir bæjarins lúta einni yfirstjórn. 25. Mikið hitamál er ígangi á milli Raufarhafnarhrepps og bænda að Hóli í Presthólahreppi, en Raufar- hafnarbær fær kalt vatn úr landi Hóls. Er málið nú á því stigi að beðið er úrskurðar Hæstaréttar um hvort dómari í málinu skuli víkja sæti. 25. Jón Helgason tilkynnti að hann myndi hætta sem formaður Einingar og mun Sævar Frímannsson varaformaður gegna formannsstarf- inu fram að næsta aðalfundi a.m.k. en Jón Helgason hefur mælst til þess að Sævar verði þá kjörinn eftirmaður sinn. 27. „Það eina sem að er hjá okkur í augnablikinu er að okkur vantar húsnæði til að geta tekið við fleira fólki sem gæti fengið hér vinnu“ sagði Sigfús Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd. Á Hvammsfanga var hins vegar rnikið framboð á íbúðum til sölu en kaupendur vantaði. Desember Svæðisútvarp hófst á Akureyri. Hér sést Jónas Jónasson forstöðumaður þess sýna útvarpsráðsmönnum húsakynni RUVAK. Sverrir Hermannsson þáverandi iðnaðarráðherra sést hér gangsetja vélar Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki. 24. „Ég hef aldrei séð annað eins og þetta fangelsi. Hvorki það né lög- reglustöðin er mönnum bjóðandi" sagði Viktoría Gestsdóttir heil- brigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra eftir að hafa skoðað fangelsið á Siglufirði. „Ég mun leggja þetta fyrir Hollustuvernd ríkisins og dóms- málarráðherra" bætti Viktoría við. 25. Konur víða um land héldu upp á lok kvennaáratugar með því að taka sér frí frá vinnu. Var mikil og al- menn þátttaka í hátíðahöldum þeirra þennan dag og máttu „grobbgeltir" (nýyrði fyrir karlrembusvín) taka að sér störf þennan dag sem þeir sinna ekki að öllu jöfnu. 28. „Við höfum lagt mikla áherslu á vöruvöndun og finnst þetta ákaf- lega leiðinlegt“ sagði Hlífar Karlsson mjólursamlagsstjóri á Húsavík. Þar vildi það óhapp til að vélarbilun upp- götvaðist ekki fyrr en um seinan og varð að innkalla þúsundir lítra af ó- nýtri mjólk sem dreift hafði verið. 29. Hass fannst á Raufarhöfn, um var að ræða nokkur grömm og var þetta fyrsta mál sinnar tegundar sem þar hefur komið upp. 29. Kaupfélag Svalbarðseyrar á í miklum fjárhagserfiðleikum og á stjórnarfundi félagsins var ákveðið að leita eftir viðræðum við Kaupfélag Eyfirðinga um hugsanlega samein- ingu. Nóvember 4. Húsavíkurtogarinn Kolbeinsey var boðinn upp og var skipið slegið Fiskveiðasjóði. Nú nýlega er svo út- runninn frestur til að skila inn tilboð- um til sjóðsins sem ætlar að selja skipið aftur og þegar þetta er skrifað er mikil spenna ríkjandi varðandi það hverjir fá skipið, og mun spenn- an ekki vera rninnst á Húsavík enda lífsnauðsynlegt að fá togarann þang- að aftur. 4. í óformlegri könnun sem gerð var á Akureyri kom í ljós að Akur- eyringar leigja um 150 þúsund vídeó- spólur á ári og eyða í það um 22 milljónum króna. 7. Dagur skýrði frá því að bræð- urnir Haukur og Örn Snorrasynir hefðu keypt skíðabát frá Póllandi og myndi báturinn verða í siglingum frá Akureyri til Hríseyjar og Grímseyjar næsta sumar. 11. Húsvíkingar tóku höndum saman og stofnuðu hlutafélagið íshaf sem hefur það að markmiði að kaupa togarann Kolbeinsey af Fiskveiða- sjóði. Stærstu hluthafarnir eru Fisk- iðjusamlag Húsavíkur, Kaupfélag Þingeyinga og bæjarsjóður en einnig eiga Verkalýðsfélag Húsavíkur og Starfsmannafélag Húsavíkurbæjar aðild að félaginu. Samþykkt var að hámarkshlutafé yrði 45 milljónir króna og fengust loforð fyrir 28 millj- ónum strax á stofnfundinum. 12. Dalvíkingar höfðu áhyggjur af miklum rottufaraldri í bænum. Var ákveðið að ráðast gegn þessum vá- gesti og fór bæjarverkstjóri í farar- broddi með eitur til að vinna gegn plágu þessari. 13. Þegar talin voru atkvæði í at- kvæðagreiðslu starfsfólks fisk- vinnsluhúsa í Eyjafirði um nýgerða bónussamninga kom í ljós að yfir- gnæfandi meirihluti var samþykkur samningnum, en samningur þessi sem var nokkuð flókinn þótti marka nokkur tímamót. 13. Halldór Kristinsson bæjarfó- geti í Bolungarvík var skipaður sýslumaður í Þingeyjarsýslum og bæjarfógeti á Húsavík, en umsækj- endur um þessa stöðu voru 6 talsins. 14. „Við teljum að okkar hug- myndir séu betri en þau drög að stjórnarskrá sem stjórnarskrárnefnd hefur skilað af sér. Við ætlum okkur að leita eftir stuðningi þingmanna við þær hugmyndir okkar“ sagði Örn Bjarnason einn talsmanna Samtaka um jafnrétti milli landshluta í samtali við Dag. Fundurinn með þingmönn- um var haldinn og voru undirtektir þeirra jákvæðar. 20. Endurskoðaður deiliskipu- lagsuppdráttur af Innnbæ Akureyrar var samþykktur á fundi bæjarstjórn- 2. Undirritaður var á Akureyri fimm ára samningur Sambands íslenskra samvinnufélaga og sovésku sam- vinnusamtakanna Centrosoyuz um viðskipti næstu fimm árin. Þetta var í þriðja sinni sem slíkur samningur var undirritaður og gerir samningurinn ráð fyrir aukningu viðskipta og að þau verði að andvirði tæpra 200 mill- jóna króna á ári, auk þess sem kveð- ið er á um að leita skuli leiða til enn frekari aukningar. 3. Tveir togarar Siglfirðinga lentu í erfiðleikum. Siglfirðingur missti stýrið er skipið var að veiðum út af Sléttugrunni, en skipverjum tókst að stýra heim með toghlerunum. Svein- borg fékk á sig brotsjó um 150 mílur suð-austur af Vestmannaeyjum er skipið var á leið til Englands í sölu- ferð. Var skipinu snúið við til Vest- mannaeyja enda mjög miklar skemmdir í brú skipsins. 3. Óvenju mikið atvinnuleysi var á Húsavík í nóvember enda Kol- beinsey farin. Atvinnuleysisbætur í S-Þingeyjarsýslu fyrir nóvember námu um 1800 þúsund krónum til 260 einstaklinga sem langflestir eru búsettir á Húsavík. 5. Stjórn og fulltrúaráð Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar ákvað á fundi sínum að segja upp gildandi kjarasamningum STAK og Akureyr- arbæjar frá og með 28. febrúar 1986. Gunnlaugur Búi Sveinsson formaður STAK sagðist ekki eiga von á hörð- um slag við gerð nýs kjarasamnings.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.