Dagur - 08.01.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 8. janúar 1986
íþróttafélagið Þór á Akureyri gekkst fyrir álfadansi
og brennu á félagssvæði sínu í Glerárhverfi á
þrettándanum. Þangað komu múgur og margmenni
að fylgjast með ýmsum verum sem á kreiki voru,
bæði furðufuglum ýmiss konar sem og
góðkunningjum barnanna, Bjössa bollu og Óskari
Iðnaðarbankans.
Gleðin hófst klukkan átta og stormuðu þá
álfakóngur og drottning ásamt fríðu föruneyti inn á
svæðið. Álfakóngur flutti skörulegt ávarp og benti
okkur mennskum mönnum á að með álfum ríkti
friður og ættum við að láta af sundrungu og ófriði
og taka álfana okkur til fyrirmyndar. Á meðan
kóngur flutti ávarp sitt hlupu púkar og jólasveinar
um svæðið og heilsuðu upp á börnin. í samtali púka
eins við nokkur börn kom fram að á nýju ári hefðu
þeir púkar tekið upp nýja stefnu og ætluðu að vera
ósköp góðir. Og voru börnin hvött til að taka upp
þessa sömu stefnu.
Eftir danssýningu undir stjórn Sigvalda
Þorgilssonar, sást besti vinur barnanna, Bjössi
bolla koma kjagandi í jólafötunum. Hann söng
nokkur lög fyrir gesti. „Hann er nú eitthvað
ruglaður,“ sagði snáði á hestbaki. Bjössi var að
syngja um hvað ungar stúlkur gerðu, og hvað
haldið þið? „Þær taka í nefið!“ sagði Bjössi. Og
gamlir menn vagga brúðu! En börnin voru ekki í
vandræðum með að leiðrétta Bjössa. Hvað um það,
eftir dálítið meira af skondnu gysi frá Birni
Bjarnfríðarsyni kom Jóhann Már Jóhannsson og
söng Stóð ég úti í tunglsljósi og fleiri
„þrettándalög“. Og þar sem kraftmikill söngur
hans hljómaði um svæðið var mál til komið fyrir
eins árs stubba að fara að sofa, enda voru tærnar
um það bil að detta af mér! - mþþ
Hann er sko enginn asni þessi a
stöddum.
Alfakóngurinn ásamt drottningu sinni; Hann flutti ávarp og talaði um friðinn.
„Mér er nú bara ekki meira en s'
Kldgleypir að störfum. Kinn guttinn
heyrðist segja: Ætlar hann kannski
að gleypa álfahrenmina!
Bjössi bolla á jólafötunum. Hann var voða
voða fyndinn.
Virðuiegur fararskjóti.
Skyldi hann vera
á Act-skóm?
Þau voru ekki mikið hrædd við þetta
<%. ófrýnilega tröll, börnin.
Það var að sjálfsögðu stiginn álfa