Dagur


Dagur - 08.01.1986, Qupperneq 7

Dagur - 08.01.1986, Qupperneq 7
8. janúar 1986 - DAGUR - 7 isni. Enda vakti hann mikla lukku hjá við- yo vel við þig.“ nna Höfum allt of ofl lifað um efni fram - Kafli úr áramótaávarpi forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar í áramótaávarpi forsætisráð- herra, Steingríms Hermanns- sonar, kom hann m.a. inn á þær miklu sveiflur sem ein- kennt hafa íslensk efnahags- mál á undanförnum áratugum. Sýndi hann þetta með línurit- um, sem á einkar glöggan hátt skýrðu þessar staðreyndir. Meginniðurstaðan er sú, að þegar afli hefur brugðist og þjóðartekjur minnkað háfa ís- lendingar yfirleitt ekki dregið úr neyslu og fjárfestingu, held- ur brúað bilið með erlendum lánum. Þetta sést mjög skýrt á línuritunum. Einnig sést hvernig verðbólgan hefur rok- ið upp á hverju samdráttar- skeiði, þar sem erfiðleikum sjávarútvegsins hefur ekki ver- ið mætt með því að draga úr kostnaði, heldur með því að fella gengið. Hér fer á eftir sá kafli úr ræðu forsætisráðherra þar sem hann fjallaði um þetta mál: Sagt hefur verið, að hagfræðin sé fyrst og fremst saga. Og víst er það, að mjög er fróðlegt að skoða efnahagsþróun hér á landi undanfarna áratugi. Hagvöxtur hefur allt frá stríðs- árum orðið að meðaltali um 2,5 af hundraði á mann á ári. Það er meira en í flestum öðrum löndum að Japan undanskildu. Þessi mikli hagvöxtur hefur hins vegar verið mjög breytilegur. Þetta sést glöggt á línuriti, sem ég leyfi mér að bregða hér upp. Neðra línuritið sýnir breyting- ar á þjóðarframleiðslu allt frá ár- inu 1945. Segja má, að það sýni samfelldar sveiflur frá miklum hagvexti eitt árið, í samdrátt það næsta. Mest verður hrun þjóðar- framleiðslunnar á þremur tíma- bilum, 1948-52, 1967-68 og 1982- 83. í öll skiptin stafar það af afia- bresti. Aðrar sveiflur eru einnig margar, ýmist vegna þess, að afli er lakari, eða viðskiptakjör versna. Ég þekki enga þjóð, sem býr við slíkar sveiflur í þjóðar- framleiðslu. Það er sannfæring mín, að þarna sé að leita grundvallar- ástæðu fyrir efnahagserfiðleikum okkar íslendinga. Sérstaklega verður þetta ljóst, þegar þess er gætt, hvernig aflaleysi og sam- drætti hefur nánast undantekn- ingarlaust verið mætt. Það sýnir efra línuritið. Brotna línan sýnir erlendar skuldir. Athyglisvert er, að ná- lega við hvern samdrátt þjóðar- framleiðslunnar aukum við er- lendar lántökur. Þannig er sam- drættinum mætt, einfaldlega með lántöku. Ekki er ástæða til að fordæma í öllum tilfellum erlend- ar lántökur, ef þau lán eru greidd á góðu árunum. Staðreyndin er hins vegar sú að skuldirnar halda áfram að vaxa, þegar á heildina er litið, og eru á árinu 1983 komnar á ystu hættumörk. Þá voru þær orðnar rúmlega helm- ingur þjóðar- eða landsfram- leiðslu. Með öðrum orðum, þegar afli bregst og þjóðartekjur minnka, höfum við íslendingar yfirleitt ekki dregið úr neyslu eða fjár- festingu, heldur brúað bilið með erlendum lánum. Heila línan sýnir verðbólguna. Hún rýkur upp á hverju sam- dráttarskeiði. Erfiðleikum sjávar- útvegsins er ekki mætt með því að draga úr kostnaði, heldur með því að fella gengið. Afleiðingin verður stöðugt vaxandi verð- bólga, sem fer að lokum úr bönd- um í upphafi ársins 1983. Hvaða lærdóm má af þessu draga? Að sjálfsögðu getur verið eðlilegt að taka lán erlendis til þess að fjárfesta í nýjum fram- leiðslutækjum. Öllum má vera ljóst, að lífskjör hér væru ekki nema brot af því, sem þau eru, ef þetta hefði ekki verið gert, og m.a. fiskveiðiflotinn endur- byggður og vinnslustöðvar reist- ar, byggðar vatnsaflsvirkjanir og hitaveitur eða vegir lagðir, svo dæmi séu nefnd. Niðurstaða mín verður þó sú, að of geyst og óvarlega hafi verið farið. Allt of oft á samdráttar- tímum hafa erlend lán verið tekin til neyslu eða óarðbærrar fjárfest- ingar. Með öðrum orðum, allt of oft höfum við lifað um efni fram. Svipað má segja um hinar tíðu gengisfellingar. Ef menn vilja, geta þær að sjálfsögðu verið tæki til þess að bæta afkomu útflutn- ingsatvinnuveganna, en þegar þeim fylgir jafnharðan hækkun verðlags og launa, leiða þær að- eins til aukinnar verðbólgu og enn meiri erfiðleika. Þegar vaxandi erlendar skuldir og verðbólga fara saman, sýnir reynslan, að við ekkert verður að lokum ráðið. Verðlagsþróun á íslandi, erlendar skuldir og þjóðarframleiðsla 1945-1985 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 % Breytingar þjóðarframleiðslu 1945-1985 % ’2| A [\ _ a 12 8 Mývatnssveit: Blómlegt félagslíf í Starfsemi hjá ýmsum félögum og klúbbum í Mývatnssveit hefur verið með blómlegra móti í vetur, mun gott tíðarfar samhliða því hversu greiðfært hefur verið um sveitina hafa haft sitt að segja fyrir félagslíf- ið. Ungmennafélagið Mývetning- ur gekkst fyrir leiklistarnám- skeiði í lok október, leiðbeinandi var Jónína Kristjánsdóttir. Nám- skeið þetta var öllum opið og vel sótt, um 12 manna hópur tók þátt í námskeiðinu, auk fólks sem mætti eitt og eitt kvöld. I framhaldi af þessu námskeiði setti félagið upp sýningu á leikrit- inu Margt býr í þokunni og var það frumsýnt í byrjun desember. Þann 28. des. hélt félagið sinn árlega jólafund sem er samkoma þar sem eingöngu er flutt frum- samið efni og síðan dansað á eftir, hátt í 200 manns sóttu þessa samkomu. Undanfarið hefur félagið unn- ið að undirbúningi spurninga- keppni aðildarfélaga HSÞ. í ár verða skemmtiatriði sem flutt verða á þeim samkomum með nýju sniði. Flutt verður fram- haldsleikrit og verður leikritið samið jafnóðum, þannig að félag- vetur ar í Mývetningi semja og flytja fyrsta þátt, þeir sem sjá um næstu keppni fylgjast með sýningu hans semja síðan og flytja annan þátt í næstu keppni og síðan koll af kolli. Gaman verður að sjá hvernig til tekst með þessa ný- breytni, en Mývetningar vilja ekkert gefa upp um efni leikrits- ins, segja aðeins að það sé hörku- spennandi. IM

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.