Dagur - 22.01.1986, Síða 8

Dagur - 22.01.1986, Síða 8
8 - DAGUR - 22. janúar 1986 VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Kvöldkennsla Verslunardeild veröur starfrækt á vorönn. Eftir- taldar námsgreinar verða kenndar ef næg þátt- taka fæst: Bókfærsla (BÓK 203) Stæröfræöi (STÆ 212) Danska (DAN 202) Tölvufræði (TÖL103) Verslunarenska (ENS 433) Vélritin (VÉL102 og 302) Hagnýt skrifstofustörf (HAS 202) Þjóöhagfræöi (ÞJÓ102) íslenska (ÍSL 202) Innritun og innheimta fer fram 27. og 28. janúar n.k. kl. 16-19 á skrifstofu skólans. Skólameistari. LYFTARAR Eigum til afgreiöslu nú þegar mikið úrval notaöra rafmagns- og diesfellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgeröan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viögeröaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboössölu. LYFTARASALAN HF. Vitastíg 3, símar 26455 og 12452. Frá Krókeyrarstöð Muniö eftir grillréttunum okkar. Samlokur meö skinku, osti og ananas. Kjúklingar með sósu, salati og frönskum. Pizzur 4 teg., samlokur, hyrnur, langlokur. Tilboðsverð á hamborgurum með sósu, osti og ananas. Verð kr. 115- Opið frá kl. 9-23.30 alla daga nema föstudaga og laugardaga frá kl. 9-04. Munið heimsendingarþjónustuna föstud. og laugard. frá kl. 21-04. PÖNTUNARSÍMI21440 > m 1 EIGNAMIÐSTÖÐ1N Skipagötu 14, 3. hæð (Alþýðuhúsinu) Síminn er 240604 Bújörð Góö bújörö a Eyjafjarðarsvæðinu. Oll ný uppbyggð. Selst með allri áhöfn. Skipti á eign á Akureyri möguleg. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Sölustjori: Björn Kristjansson. Heimasimí 21776 Lögmaður: Olafur Birgir flrnason Umboðsmenn Dags Sauðárkrókur: Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828. Siglufjörður: Blönduós: Ólafsfjörður: Hrísey: Dalvík: Grenivík: Húsavík: Mývatnssveit: Kópasker: Raufarhöfn: Kópavogur: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489. Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581. Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728. Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112. Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbakka 5, sími 41529 Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Anna Pála Kristjánsdóttir, Boðagerði 10, sími 52128. Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225. Guðbjörg Bjarnadóttir, Vallhólma 12, sími 641562. -orð í belg. Um þekkingarfræði, siðgæði og Aids Nú er röðin komin að okkur sem erum heterosexual að gæta okkar á ónæmistæringunni HTLV-3. Þannig tala sérfræðingarnir til okkar sem erum heterosexual. Nú er allt mannkynið í hættu, eins og sakir standa, ef ekkert nýtt og jákvætt gerizt á þessum sviðum. Einstaklingarnir þurfa ekki að- eins að auka þekkingu sína í þessum efnum, heldur einnig að auka sína siðgæðisvitund og jafn- vel breyta venjum sínum til hins betra. Góður og sterkur persónu- leiki hefur mjög mikið gildi undir slíkum kringumstæðum. Þekkingarfræðin (logica mat- erialis), virðist ekki vera nægi- lega vel ástunduð af þeim er telj- ast menntaðir eða lærðir. Rétt er nú það, að sitt hvað sé gáfa og kunnátta. Menn geta lært eitt og annað í háskólum nútímans og verksmiðjum, þótt þá skorti gáfur til að geta hagnýtt sinn lærdóm á vituriegan hátt. Já, lærdómur og gáfur er sitt hvað. Vitnar þessi ægilegi sjúkdómur ekki um almennan skort á bæði þekkingarfræði og lifandi sið- gæðisvitund? Hefur hin raun- verulega þekkingarfræði hins nú- tíma vísindamanns ekki gengið út á of einhliða braut „sérgreina- fræði" þar sem aðeins hlutaðeig- andi vísindamaður einangrar sig í einni sérgrein og án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um það sem gerizt fyrir utan þessa sér- grein sína? Og getur slík einhliða þekking ekki orðið skaðleg fyrir hina svokölluðu „heildarþróun" sem nú á sér stað um alla jörð- ina? I einu Reykjavíkurblaðinu sá ég athyglisverða grein eftir unga íslenzka húsmóður úr Mosfells- sveitinni sem kallar sig Hrefnu Magnúsdóttur. Hún kallar grein sína „Hugleiðingar um Aids“. Hrefna byrjar grein sína með því að ræða um DDT, lífefnafræðinga og lífefnaverksmiðjur er fram- leiða hin ýmsu eiturlyf sem notuð eru m.a. í matvælaiðnaðinum, og hún endar grein sína með þessum orðum Schweitzer: „Maðurinn hefur glatað hæfileikanum til að sjá fyrir afleiðingar gerða sinna. Að lokum mun hann tortíma jörðinni". í raun og veru er ekki hægt að lýsa betur kapitalisma nútímans en Hrefna gerir með þessari grein sinni. Og bæta má því við, að Marx-Leninisminn hefur aðeins bætt gráu ofan á svart. Ástæðan fyrir því, að ég bendi á þessa grein Hrefnu úr Mosfells- sveitinni er sú, að hún minnist lít- ið eitt á skordýrin í þessu sam- bandi í grein sinni. Það er athygl- isverð tilviljun þegar á þessi vandamál er litið. Eða var það tilviljun? Svo er mál með vexti, að bandarískur héraðslæknir í Flór- ída, nánar tiltekið í Biscayne Bay, sveitaþorpi norður af Mi- ami, heldur því fram, eða grunar það, að sjúkdómurinn Aids komi upphaflega frá mauraflugu, og að sjúkdómurinn Aids breiði sig fyrst út þar sem mauraflugum þessum hefur fjölgað sérstaklega mikið meðal íbúanna. Þessi bandaríski héraðslæknir bendir einnig á það, að loftslagið þarna í Biscayne Bay, og fátækt íbúanna þar, sé mjög líkt því, sem það er í Mið-Afríku, Haiti, Jamica og þar sem álitið er að Einar Freyr skrifar Aids sé upphaflega upprunnin. Héraðslæknirinn bendir einnig á þá staðreynd, að hvergi í heimin- um séu eins margir íbúar sjúkir af Aids og einmitt í Biscayne Bay. Á öllum þeim stöðum sem álit- ið er að Aids eigi upptök sín, rík- ir mikið hirðuleysi er rekja má til hinnar miklu og óbæriíegu fá- tæktar íbúanna. Af þeim ástæð- um er Aids fyrst og fremst kapitalískur sjúkdómur. Ef þetta reynist vera rétt, þá verða hlutaðeigandi vísindamenn að breyta rannsóknaraðferðum sínum, eða útvíkka þær í sam- ræmi við hinar nýju upplýsingar frá Biscayne Bay. Þetta er að vísu aðeins tilgáta en ekki sönnun, en þó svo alvarleg tilgáta að skylt er að reyna að komast að hinu sanna. Þegar þetta er haft í huga má minna á j)að, að mæðiveikin í fs- lenzku sauðfé er mjög lík Aids. Gæti mæðiveiki þá ekki stafað af einhverjum veirum sem skordýr bera með sér? Hvað er raunveru- lega vitað um t.d. maðkafluguna eða fiskifluguna svo eitthvað sé nefnt? Og er ekki algjörlega rangt og órökrétt hugsun, að gera miklu minni hreinlætiskröfur til dýrafóðurs en matvæla sem ætlað er til manneldis? Þarf ekki að efla vísindastarfsemina á þessum þýð- ingarmiklu sviðum? Fyrstu 10.000 Aids-sjúkling- arnir hafa kostað bandaríska þjóðfélagið 6,3 milljarða dali í sjúkrahjálp, svo og vinnutap og dauða mjög ungs fólks. Og þessi kostnaður fer vaxandi með degi hverjum. Aðeins í kringum eitt þúsund persónur af fjögur þúsund, sem grunað er um að hafi Aids-veiru í Svíþjóð, hafa komiö í læknis- skoðun. Hins vegar eiga ný lög er gengið hafa þegar í gildi í Svíþjóð, að geta auðveldað eftir- litið með sjúkdómnum og heftað útbreiðslu hans. Hvað snertir Aids almennt í Svíþjóð, þá hafa hin nýju lög gert það auðveldara fyrir vísinda- menn og lækna að stemma stigu við þessum alvarlega sjúkdómi. Til dæmis eru homosexualistar ekki taldir eins hættulegir og áður hefur verið talað um. Auk þess verður auðveldara en áður að hafa eftirlit með vændiskonum og eiturlyfjaneytendum. Einn nópur manna er þó enn talinn mjög hættulegur í þessu sambandi, en það eru hinir svo- kölluðu bisexuellu karlmenn. Bisexuell maður er mjög oft giftur og á börn. Og það kemur fyrir að eiginkonan og börnin komi fagnandi á móti honum er hann kemur heim úr vinnunni. En svo á þessi sami eiginmaður og heimilisfaðir til með að laum- ast út að kvöldi til og hafa kyn- ferðileg mök við unga pilta. En bisexuellisminn getur einn- ig komið út í sjúklegri árásar- hneigð á hinu andlega sviði. Sál- fræðingar, sérstaklega Freud- sinnar hafa m.a. bent á það, að samvizka hinna bisexuella manna sé fremur illa gerð, og hættir þeim við, fremur en mörgum öðrum, að hafa það sem Freud kallar „sjúklegan narkisma" (narcissus). Slíkt kemur oft út í árásarhneigð, og sérstaklega hjá þeim er vinna á sviði menningar- mála eins og við blöð, sjónvarp, hljóðvarp eða í leikhúsunum. Bisexuell rithöfundur er vanalega fullur af „narkisma" og árásar- hneigð. Hans vilji er fremur sjúk- legur og eigingjarn. Rannsóknir á slíkum mann- gerðum eru í raun og veru mjög þarflegar frá mörgum sjónarmið- um, og ekki hvað sízt fyrir alla jákvæða þróun menningarlífsins. Það var ekki að ástæðulausu, að t.d. Freud reyndi að hvetja suma af nemendum sínum til að skrifa monografí um vissa menn svo að hægt væri með góðu móti að gera sér rétta grein fyrir þeim einstakl- ingum sem reyna, með sínum sjúklegu vinnubrögðum og sjúkri eigingirni, að ákveða sjálfa þróun menningarinnar. Þekkingarfræði og gott siðgæði eru nú mjög aðkallandi hlutir í menningarbaráttu nútíma fólks. Þegar litið er yfir hina þjóðfé- lagslegu þróun síðustu áratugina verður ljóst, að það eru kapital- istarnir sem nú eru stærstu and- legu sóðar jarðarinnar. En Len- insinnarnir bæta aðeins gráu á svart. Gautaborg, 10.1. 1986. Einar Freyr.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.