Dagur


Dagur - 27.01.1986, Qupperneq 3

Dagur - 27.01.1986, Qupperneq 3
27. janúar 1986 - DAGUR - 3 Kolbeinsey komin heim: Fánar blöktu við hún! Fánar blöktu við hún á Húsa- vík s.l. föstudagsmorgun er togarinn Kolbcinsey kom á ný til heimahafnar sinnar. Þungu fargi var létt af Hús- víkingum sem tóku fagnandi á móti skipi og skipshöfn. „Það er hlý tilfinning að vera kominn aftur á skipinu hingað og mér líður geysilega vel. Mér er efst í huga baráttuvilji manna hér í bænum við að endur- heimta skipið," sagði Benjamín Antonsson skipstjóri á Kol- beinsey er Dagur ræddi við hann við komu skipsins. Benja- mín sagði að reynt yrði að halda til veiða um helgina. „Ég var svolítið efinn um það hvort tæk- ist að endurheimta skipið, en undir niðri trúði ég því ekki að við myndum missa þetta góða skip,“ sagði hann. Undirmönnum á skipinu var sagt upp vinnu í haust en 6 yfir- menn héldu launum, þar af þrír á launum hjá Fiskveiðasjóði. - Við komu skipsins til Húsavík- ur ræddi blaðamaður Dags við hásetana Ómar Vagnsson og Ómar Vagnsson og Jóel Þórðarson hásetar. Myndir: IM Kolbeinsey siglir inn í höfnina á Húsavík sl. föstudagsmorgun. Jóel Þórðarson og spurði hvern- ig þeim væri innanbrjósts á þess- ari stundu og til hvaða ráða þeir hefðu gripið ef Kolbeinsey hefði ekki endurheimst. „Þetta er allt Ijómandi gott og við erum mjög ánægðir að vera búnir að fá skipið aftur, en ég átti alveg eins von á að við fengjum það ekki. Maður bjó við óöryggi, hafði ekkert að gera og það hefði ekkert verið til ráða nema fara héðan og leita sér að vinnu,“ sagði Ómar. „Mér líður alveg rosalega vel og er ánægður með þetta,“ sagði Jóel. Hann er nýorðinn faðir og byrjaður að búa. „Ég hefði far- ið að heiman til að leita mér að vinnu en fjölskyldan hefði ekki flutt þótt skipið hefði ekki kom- ið aftur. Ég var nýbúinn að kaupa hús, og var reyndar alltaf bjartsýnn og vissi að skipið kæmi aftur,“ sagði Jóel. IM/Húsavík. Benjamín Antonsson skipstjóri. / Bakarameistarar: 34% hækkun á kökum og brauðvörum Um síðastliðin áramót barst Landssambandi bakarameist- ara í hendur ákvörðun fjár- málaráðherra um álagningu 30% vörugjalds á kökur og ýmsar brauðvörur. Landssam- band bakarameistara hefur mótmælt þessari óvæntu og ósanngjörnu skattlagningu og í ítarlegum viðræðum við fjár- málaráðherra hvatt hann ein- dregið til að láta af henni. Fjármálaráðherra hefur verið algjörlega ófáanlegur til þess. Sú aðferð, sem fjármálaráðu- neytið hefur nú ákveðið varðandi framkvæmd innheimtunnar, er talsvert auðveldari en sú, sem fyrirhuguð var. I’ótt tekist hafi að draga verulega úr upphaflegum skattlagningaráformum fjármála- ráðherra, verður því miður ekki hjá því komist, að skattheimta þessi hafi um það bil 3-4% verð- hækkun í för með sér. Innlendir framleiðendur búa við margfalt hærra verð en keppi- nautar þeirra á margvíslegum afar mikilvægum hráefnum. Landssamband bakarameistara treystir því, að þrátt fyrir þau viðhorf fjármálaráðherra til brauð- og kökugerðar, sem fram koma í áðurnefndri skattlagn- ingu, sé hann eftir sem áður hlynntur íslenskum iðnaði, og að hann muni því gera ráðstafanir til að draga úr þeim óhagstæðu áhrifum, sem skattlagningin hef- ur á samkeppnisstöðu barkarí- anna. Mú er þorrinn að byrja. Ætlar þú að halda þorrablót? Þá er Alþýðuhúslð rétti staðurinn. V/ið bjóðum glæsilega veitíngasali fyrir allt að 270 manna samkvaemi og kappkostum að veita þá bestu þjónustu sem völ er á baeði í mat og drykk. Erum byrjaðir að taka niður pantanir fyrir fermingarveislur. Sendum heim. Hafðu samband tTmanlega í síma 212X6. RÁÐSTEFNU- OQ VEITIMGAÞJÓriUSTA SKipagötu 14, pósth 895.602 Akureyri, simi 96.-21216

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.