Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 21. febrúar 1986 EIGNAMIÐSTÖÐIN Skipagötu 14 3. hæð (Alþýðuhúsinu) Síminn er 24606. Opið allan daginn. I Borgarhlíð: 2ja herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýlis- húsi ca. 64 fm. Keilusíða: 2ja herb. ibúð i fjölbýlishúsi ca. 64 fm. Falleg eign. Skipti á lítilli rað- húsibúð æskileg. Hjallalundur: 2ja herb. ibúð á 2. hæð í fjölbýlis- húsi ca. 56 fm. Keilusíða: 3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýlis- húsi. Laus strax. Hjarðarholt: 4ra herb. efri hæð í tvibylishusi töluvert endurbætt. Laus eftir samkomulagi. Hrísalundur: 4ra herb. endaíbúð á 3. hæð í svalablokk. Laus strax. Skarðshlíð: 4ra herb. rúmgóð blokkaríbúð ca. 107 fm á 2. hæð. Geymsla og þvottahús inn af eldhúsi._ Lyngholt: 3ja herb. ibúð á neðri hæð í tvíbýl- ishúsi. Skipti á minni eign mögu- leg. Rimasíða: 4ra herb. raðhús á einni hæð með bílskúr. Góð eign. Litlahlíð: 5 herb. raðhúsíbúð á tveim hæðum með innbyggðum bílskúr. Jörvabyggð: 5 herb. einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Ýmis skipti mögu- leg. Einholt: 4ra herb. raðhús á einni hæð. Kotárgerði: 15 herb. einbýlishús á tveim hæð- um ca. 237 fm með innbyggðum bílskur. Góð eign.__________ Vestursíða: 137 fm raðhús, hæð og ris. Bíl- skúrsréttur. Búið að leggja mið- stöð og einangra. Til afhendingar strax. Lerkilundur: 5 herb. einbýlishús á einni hæð 147 fm. Rúmgóður bílskur. Skipti á raðhúsi á Brekkunni koma til greina. Bjarmastígur: I Einbýlishús, tvær hæðir og kjall- ari ca. 270 fm. Skipti á hæð eða | annarri minni eign möguleg. Goðabyggð: 138 fm einbýlishús ásamt bilskur og geymslu i kjallara. Ýmis skipti möguleg. Norðurgata: 4ra herb. hæð og ris i tvíbýlishúsi mikið endurnýjað. Laus eftir sam- komulagi. Hríseyjargata: Eldra einbýlishús ásamt bílskúr. Laust fljótlega. Til sölu verbúð: Tilboð óskast í verbúð í Sand- gerðisbót, ásamt veiðarfærum. Nánari uppl. á skrifstofunni. Verbúð: Verbúð við Skipatanga til sölu. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Sölustjori: Björn Kristjánsson. Heimasimi: 21776. Lögmaður: Ólafur Birgir Árnason. Fasteignasala við Ráðhústorg Opið kl. 13-19 virka daga. Sími 21967. Háteigur: 5-6 herb. einbýlishúi 160 ferm með tvöföldum bílskúr. Húsið stendur á friðsælum stað í innbænum, lóð og verönd mjög vel frágengið. Brekkutröð: Hrafnagili, 5 herb. einbýlishús 135 ferm, ekki full búið en vel íbúðarhæft. Skipti á eign á Akureyri eða bein sala. Helgamagrastræti: Einbýlishús 227 ferm á tveimur hæðum. Skipti á minna einbýlishúsi eða raðhúsi koma til greina. Hólabraut: 4ra herb. efri hæð 110 ferm auk bflskúrs og geymslu á neðri hæð. Góð hæð mikið endumýjuð. Grenivellir: 4-5 herb. hæð í tví býlishúsi ásamt mjög stórum og vel innréttuðum bílskúr. Skipti á minni eign möguleg. Skarðshlið: 4ra herb. hæð í tví býlishúsi ásamt mjög stórum og vel innréttuðum bílskúr. Skipti minni eign möguleg. Skarðshlíð: 4ra herb. íbúð á annari hæð í fjölbýlis.húsi 110 ferm. Á hæðinni er gott þvotta- hús og geymsla. Hitaveita að öllu leyti sér, forkaupsréttur að bílskúr. Skarðshlíð: 4ra herb. endaíbúð i fjölbýlishúsi á efstu hæð 90 ferm. Mjög góð ibúð. Hrisalundur: 3ja herb. íbúð á 4 hæð í svalablokk ca 90 ferm, möguleiki að taka bíl uppí. Skipagata: 3ja herb. íbúð á 4 hæð 85 ferm. . Gránufélagsgata: Ódýr 4ra herb. íbúð skipti á minni íbúð, eða bein sala. Kaupandi að íbúð, greiðsla með Volvo + peningar strax. Kaupandi að 2ja herb. íbúð við Víðilund. Vantar allar gerðir eigna á skrá. ÁsmundurS. Jóhannsson lögfraeðingur — — Fasteignasala Brekkugötu 1. Sölustjóri: Ólafur Þ. Ármannsson. Heimasími 24207. Sölumaður Anna Árnadóttir. Heimasími 24207. -jvatarkrókuiL Framkur pbkkfiskur Guðrún Sigríður Friðbjömsdóttir söngkona í Matarkrók Góðir lesendur! Þegar ég gekkst inn á að láta Matar- krókinn hafa nokkrar uppskriftir ákvað ég strax að fiskréttir skyldu verða fyrir valinu. Það er nú svo að hvarvetna í nágrannalönd- um okkar er fiskur ákaflega dýrt hráefni, dýrara en dýr- asta kjöt og er þá einnig met- inn eftir því. Við íslendingar höfum hins vegar til skamms tíma borið litla virðingu fyrir fiski nema þá til útflutnings og vart hirt um annað en sjóða hann í vatni eða steikja hann í raspi. Þetta er þó óðum að breytast enda má búa til marga gómsœta rétti úr fiski, meira að segja fisk- leifum. Ég hef reynt að hafa megnið af uppskriftunum sem ódýrastar og forðast rjóma og sveppi, capers og camembert og annað slíkt hnossgæti sem algengt er í upp- skriftum en sjaldséð á borðum fólks. f>ó verður að segjast eins og er að öll tilbreytni kostar eitthvað en kannski getur fólk sætt lagi og búið til t.d. fisksúp- una á sumrin þegar grænmetið er ódýrara. Það er von mín að eitthvað af þessum uppskriftum að minnsta kosti verði taldar nýtilegar meðal almennings. Fasteignasalan Brekkugötu 4, Sími21744 Opið allan daginn til kl. 18.00 Einbýlishús: Álfabyggð: Hús á tveimur hæðum, með innb. bílskúr. Samt. um 229 fm. Laust strax. Langholt: Hús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Um 248 fm. Jörvabyggð: Hús á einni hæð með bílskúr. Stekkjargerðl: Hús á einni hæð, með bílskúr. Góð eign. Skipti mögu- leg. Austurbyggð: Húseign á tveimur hæðum. Góð kjör. Ýmis skipti mögu- leg. Laus strax. Helgamagrastræti: Hús á tveimur hæðum um 134 fm. Búðasíða: Grunnur að einbýlishúsi. Teikningar á skrifstofu. Langamýri: Hús á tveimur hæðum með bílskúr, um 226 fm. Bakkahlíð: Hús á tveimur hæðum með bílskúr, ekki fullbúiö. 2ja herb. íbúðir: Smárahlíð: Ibúð á 3. hæð, um 58 fm. Kjalarsíða: ibúð í svalabl. um 61 fm. Laus strax. Tjarnarlundur: íbúð á 3. hæð, um 47 fm. Mjög fallea eign. Tjarnarlundur: Ibúð á 2. hæð, um 48 fm. Austurbyggð: íbúð í tvíbýlishús, allt sér. 3ja herb. íbúðir: Tjarnarlundur: Endaíbúð á 1. hæð, um 76 fm. Kellusfða: Ibúð á 2. hæð, um 86 fm. Laus strax. Hrfsalundur: Ibúð á 3. hæð í svala- blokk, um 84 fm. Núpasíða: Raðhúsíbúð á einni hæð um 90 fm. Góð eign. Seljahlíð: Raðhúsfbúð á einni hæð, um 74 fm. Hamarstfgur: Neðri hæð í tvíbýlis- húsi, um 87 fm. 4ra herb. íbúðir: Einholt: Raðhúsíbúð á einni hæð, um 117 fm. Skarðshlíð: Ibúð á 3. hæð, enda- íbúð um 90 fm. Tjarnarlundur: Ibúð á 3. hæð, enda- íbúð um 92 fm. Laus strax. Melasíða: íbúð á 3. hæð, um 100 fm. Ekki fullbúin. Kaupandi að 4ra herb. raðhúsi á einni hæð í Glerárhv. Hrísalundur: 4ra herb. íbúð á 3. hæð, um 92 fm. Laus strax. Sölustjóri: Sævar Jónatansson. Gunnar Sólnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl., Árni Pálsson hdl. Fiskleifar í indverskri sósu bornar fram með hrísgrjónum og soðnu hvítkáli eða blómkáli Fyrir fjóra 1 kg soðinn fiskur (nota má sam- an t.d. þorsk, ýsu og lúðu en einnig sjaldséðari tegundir t.d. rauðmaga) 2 laukar lA l jógúrt (hœgt að notast við súrmjólk) 2 msk. smjörlíki 1 tsk. sykur 2 msk. córíanderfrœ (fæst í öllum betri matvöruverslunum, en ath. að steytt córíander er ekki nœrri því eins gott) salt og pipar safi úr einni sítrónu 100 g malaðar möndlur. Sneiðið laukinn niður og sjóðið í smjörlíkinu en brúnið ekki. Bæt- ið út í jógúrtinu, sítrónusafanum og sykrinum og saltið og kryddið með piparnum og córíanderinu. Smyrjið eldfast mót, raðið á það fiskstykkjunum og bakið við 200°C í ofni þar til suðan er kom- in upp og fiskstykkin heit í gegn. Hrísgrjónin: Notið aflöng hrísgrjón og látið þau út í vatnið bullsjóðandi (gæt- ið þess að hafa mikið vatn), saltið strax og kryddið með lárviðar- laufi. Sjóðið hrísgrjónin í ná- kvæmlega 12 mín. Takið af hell- unni og látið bíða aðrar 12 mín. undir hlemmi og drekka í sig vatnið. Kálið: Blómkál er best gufusoðið en hvítkál er best skorið í sem þynnstar ræmur og soðið í sem minnstu vatni þar eð vatn rennur af kálinu allan tímann sem það er að sjóða. Látið aðeins botnhyl af vatni í pottinn (ath. að nota ekki alúmíníumpott og raunar ekki á neitt súrt), saltið og látið suðuna koma upp. Nú getið þið fyllt pottinn af káli ef vill. Sjóðið nú kálið undir hlemmi við miðlungs- hita í ca. lA klst. en veltið því við af og til. Franskur plokkfiskur Fyrir fjóra 750 g saltfiskur 1 lárviðarlauf þurrkað timian 1 kg kartöflur 4 egg 2-3 hvítlauksrif söxuð þurrkuð steinselja (parsley) 1 dl matarolía 75 g íslenskt smjör salt og pipar. Setjið saltfiskinn í kalt vatn með lárviðarlaufi og timiani og sjóðið. Sjóðið einnig kartöflurnar og harðsjóðið eggin. Setjið matar- lolíuna í pott og hitið, bætið út í hvítlauknum og steinseljunni og síðan eggjunum. Saxið eggin í olíuna en ekki of smátt. Flysjið kartöflurnar (ef um sumarkart- .öflur væri að ræða mætti nota þær óflysjaðar) og stappið með smjörinu. Látið nú fiskinn út í kartöflustöppuna í litlum bitum og hitið vel en gætið þess að hræra ekki fiskbitana sundur. Blandið síðan eggjahrærunni var- lega saman við, saltið og kryddið með ríkulegu af nýmöluðum pip- ar og dálitlu timian. Berið fram rjúkandi heitt með seyddu rúg- brauði. Eggjakaka meðfiski og hrognum Eggjakökur eru vinsæl fæða er- lendis en sjaldséðar á borðum ís- lendinga. Þær eru þó afar hag- kvæmur matur þar eð auðvelt er að töfra með þeim fram á svip- stundu fínan mat úr hvers kyns matarleifum. Bestu eggjakökufyllinguna sem ég þekki bý ég til úr leifum af fiski og hrognum (en sleppið lifr- inni, hún gerir eggjakökuna væmna). Til að baka verulega fínar eggjakökur þarf helst sér- stakar pönnur sem ekki ætti að nota í annað. Þær þurfa að vera með hálu yfirborði og aflíðandi börmum. Eggjakökur þarf að bera fram strax því að þær falla saman við geymslu. Áætlið tvö egg á mann og hrærið hverja köku sér. Þeytið saman eggin með 1 msk. af vatni og salti og pipar. Bræðið dálítið smjörlíki á pönnunni en þegar ^það freyðir má minnka hitann. Hellið nú ca. Vs hluta eggjahrær- unnar á pönnuna og látið hlaupa. Nú er fyllingunni dreift yfir eggíakökubotninn en hún er eins og fyrr segir í þessu tilfelli fiskur, og hrogn sem hafa verið hituð í smjörlíki. Afgangnum af eggjun- um er hellt yfir og bakað við hæg- an hita undir hlemmi. Þegar kakan er hálfbökuð verður að fara með spaða undir hana og losa hana frá pönnunni. Þegar eggin eru hlaupin er kakan bökuð en gætið þess að þurrbaka hana ekki. Kökunni er síðan rennt yfir á matardisk. Þegar hún er komin hálf yfir á diskinn er pönnunni hvolft þannig að kakan leggist saman til helminga. Með eggja- köku er algengast að bera fram hrásalat og brauð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.