Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 21. febrúar 1986 i:c: c Toppurinn 7 7 cr New York og þar eru pening- armr. 99 Q m Langaði 7 7 ekki í afmæli til Boy George . . . . . . kókaín er vinsælt í partíum. 99 m m Sorglej horfa i 14—15 ára st taka þátt í svall- fg inu . . . Æ | A Get ekki hugsað mér að eiga heima annars stað- ar en á ís- landi. „Petta byrjaði alltsaman þegar ég var 17 ára, en þá var ég beðin um að taka þátt í keppninni um Ungfrú Útsýn, sem haldin var á Hótel Sögu. Ég vann þá keppni og í kjölfarið fór ég til Spánar og Ítalíu og vann þar við fyrirsætustörf um tíma. “ Við erum stödd í húsinu númer eitt við Oddeyr- argötu á Akureyri. Þar býr lnga Bryndís Jónsdóttir ásamt sambýlis- manni sýnum, Birgi Arnarsyni. Inga Bryndís hefur unnið sem módel í New York og hún segir okkur frá þeirri reynslu sinni íþessu helgarvið- tali. „Pað var mjög gaman að vinna á Spáni. Við vorum þarna nokkrar stelpur og unnum við gerð sjónvarpsauglýsingar og bæklings. Þetta var allt öðruvísi starf en það fyrirsætustarf sem ég síðar kynntist. Þarna voru eingöngu íslend- ingar og andrúmsloftið var afslappað.“ Árið 1982 sendi Inga Bryndís myndir af sér í keppnina um „andlit níunda áratugarins", sem haldin var á vegum Ford Models í New York. Ford Models er ein stærsta og þekktasta um- boðsskrifstofa í heiminum. Tugir mynda bárust, en um 20 stúlkur voru valdar til að taka þátt í keppninni. „Um vorið kom hingað til lands, Lacy Ford en hún er dóttir Eiline Ford sem er aðaleigandi gerður sjónvarpsþáttur um keppnina, við vor- um að æfa dansa og svo voru eilífar myndatök- ur. Við vorum að allan daginn, aldrei slakað á. Þetta var rosalega erfitt og mér leiddist allan tímann. Pað sem gildir í svona keppni þar sem verið er að auglýsa andlit er framkoman. Að vera brosandi, hlæjandi, ægilega jákvæður og opinn við alla. Ég er svo mikill íslendingur í mér, að mér féll þetta illa. Við erum ekki vanir því ís- lendingar að segja ævisögu okkar á götuhorn um. Vegna þessa lenti ég upp á kant við Eiline Ford. Henni fannst ég ekki vera nógu ánægð og ekki leggja mig nógu mikið fram við að brosa framan í myndavélarnar. Hún er skapmikil og lítur á sig sem „Guð almáttugan“. Það var mjög erfitt að vinna fyrir hana. Mér bauðst að vera áfram, en ég fór strax heim. Gat ekki hugsað mér að vera þarna. Ég vildi vera ég sjálf, en fékk það ekki.“ Inga Bryndís hefur farið þrisvar sinnum til New York. í annað sinn var hún með tilboð frá Elite upp á vasann. Hún heimsótti fjölda umboðsskrifstofa í heimsborginni og fékk ótal tilboð. „Ég ákvað að vera hjá Ford. Því miður,“ sagði Inga Bryndís. En af hverju tók hún tilboði Ford Models? „Það hefur kannski að einhverju leyti verið stolt. Þær sögur gengu hér heima að Eiline vildi ekkert með mig hafa og ég lét þessar sögur hafa áhrif á mig. Nafnið hafði einnig mikið að segja, býst ég við. Ég sem sagt ákveð að vinna hjá Ford og var send til Spánar. Stelpur verða að hafa unnið í Evrópu og koma sér þar upp möppu áður en þær fá tækifæri til að vinna í New York. Topp- Þettaerafitt stari; foefjandi og umboðsskrifstofunnar. Við sem valdar höfðum verið til að taka þátt í keppninni fórum í viðtal við Lacy. Okkur var stefnt í ákveðið hús í Breiðholtinu og nokkrar spurningar lagðar fyrir okkur. Mér fannst þetta frekar ópersónulegt viðtal. Að afloknum þessum viðtölum skrifaði hún nafn á einni okkar og setti í innsiglað umslag, sem geymt var hjá borgarfógeta þar til að úrslitastundin rann upp. Um verslunar- mannahelgina voru úrslitin kunngjörð á hófi á Hótel Holti. Jú, það var mikil spenna í loftinu, eða mér fannst það þá. Umslagið var opnað og í ljós kom að ég hafði unnið. Eg hafði alls ekki átt von á að sigra, þetta kom mér mjög á óvart. En þetta brcytti mínu lífi algjörlega. Ég fékk að fara til Akureyrar í nokkra daga að undir- búa mig fyrir keppnina sem haldin var í New York skömnru síðar. Áður en ég fór út var ég í tvo daga upp við Landmannalaugar við myndatökur, og þar sem þetta var í fyrsta skipti sem ísland átti fulltrúa í þessari keppni var ég í stöðugum blaðaviðtöl- um. Ég hafði ekki tíma til að átta mig á hvað var í rauninni að gerast. Ég hélt eins og aðrir að fyrirsætustarfið væri skemmtilegt ævintýri, ferðalög, frægð og frami og nóg af peningum. Sem sagt algjör himna- sæla. En þetta er glansmvnd sem gefin er af þessu starfi. í þessari fyrstu ferð minni til New York komst ég að því að þetta er erfitt starf, krefjandi og ofboðslega slítandi. Enda er starfsaldur fyrirsætna yfirleitt ekki langur. Það eru nokkrar sem hafa klassískt útlit og eru á toppnum, en sjaldan er talað um hinar. Þessar sem lepja dauðann úr skel og þurfa að beita öll- um aðferðum til að koma sér áfram.“ - Hvernig gekk lífið fyrir sig í New York? „Þetta var enginn dans á rósum. Reyndar mjög erfitt. Við vöknuðum yfirleitt um 6 leytið á morgnana og stundum fyrr. Förðun og hár- greiðsla tók oft um tvær klukkustundir. Það var urinn er New York og þar eru peningarnir. Hins vegar eru bestu ljósmyndararnir á Ítalíu og Frakklandi, en þar eru litlir peningar. í Evrópu fer helmingur launa fyrirsætna til um- boðsskrifstofanna, en í New York eru það 25%.“ - Þá er það stóra spurningin, hver eru laun- in? „Það er óskaplega misjafnt hver launin eru. Fer alveg eftir því við hvað er unnið. Það er hægt að hafa mikil laun, en stundum ber maður ekki mikið úr býtum þó mikil vinna liggi að baki. Það kom fyrir að ég fékk 10 þúsund krón- ur fyrir klukkutíma vinnu.“ - Við vorum á Spáni. Segðu okkur nánar af því? „Já, ég entist þar í hálfan mánuð. Það var allt svikið sem um hafði verið samið. Þegar við komum var enginn á flugvellinum að taka á móti okkur. Við vorum á Barcelona og þurftum að koma okkur sjálfar á milli staða. Það var erfitt að gera sig skiljanlegan, Spánverjarnir voru lítið fyrir að tala ensku. Vegna þessa var oft svindlað á okkur, við eyddum öllum okkar peningum í leigubíla, hótel og uppihald. Við þurftum að borga allt slíkt úr eigin vasa. Það var ekkert verið að ausa í mann peningum. Við þurftum að hafa fyrir því sem við gerðum. Við vorum tvær saman, ég og stelpa frá New York. Hún var mjög ólík mér, við áttum ekki vel saman. Þarna á Spáni veiktist ég líka, þannig að ég fór upp í næstu flugvél og beint heim. Ég gat ekki hugsað mér að standa í þessu. Og þarna ákvað ég að fara aldrei út í neitt þessu líkt framar." - En samt... Þú fórst aftur? „Já, ég fór aftur. Mér voru alltaf að berast alls konar tilboð og þar á meðal eitt frá umboðs skrifstofunni Click í New York. Ég hugsaði með mér að allt væri þegar þrennt væri. Mér leist vel á skrifstofuna og ákvað að skella mér út í þriðja sinn. Ég hafði verið í Verkmenntaskólan- um um veturinn og í lok maí árið 1985 flaug ég út. Ég var í New York allt sumarið og það gekk mjög vel. Ég vann til að mynda fyrir tískublað- ið Vouge, en það þykir algjör toppur. En þrátt fyrir að vel gengi, þá finnst mér þetta starf mjög erfitt. Ég er í eðli mínu frekar feimin og lokuð, en það hefur svo mikið að segja í þessu starfi að vera opin. Ég get ekki verið nógu opin og hlegið og brosað eftir pöntunum. Einu sinni var ég að vinna fyrir Ralph Loren sem er einn af frægustu tísku- hönnuðum Bandaríkjanna. Það var verið að auglýsa ballettfatnað og við vorum að taka myndir í Central Park. Þetta var um hábjartan dag og mikið af fólki á ferli. Þetta átti að vera afskaplega rómantískt, við vorum niðri við vatn og ég þurfti að vera í alls konar stellingum. Méi fannst þetta alveg hryllilega erfitt. Mér fannst ég alltaf vera svo hallærisleg, en myndirnar voru ágætar og þær voru notaðar. Samt sást að ég var hrædd. Það er svo margt sem þarf að passa í myndatökum. Ég held að það væri mjög gott að fara í leiklistarskóla áður en farið er út í svona starf.“ - Þurfa fyrirsætur ekki að vera gífurlega þolinmóðar? „Jú, þetta er mikil nákvæmnisvinna og krefst þolinmæði. Mig langaði oft að rjúka í burtu þegar illa gekk. Gefast upp og fara heim. En ég lét það ekki eftir mér. Ég held ég hafi þroskast mikið í þessari ferð. Það gerist ósjálfrátt þegar maður þarf að stóla algjörlega á sjálfan sig. Ég bjó hjá íslenskri konu og ætli það hafi ekki bjargað mér. Hún fór með mér í viðtöl til að byrja með, á meðan ég var að læra að rata. Ég var samt fljótlega farin að fara allra minna ferða ein.“ - Ekkert hrædd að ferðast ein um New York?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.