Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 9
21. febrúar 1986 - DAGUR - 9 Inga Bryndís starfaði sem fyrirsæta í New York síðastliðið sumar og segirfrá þeirri reynslu sinni í þessu helgarviðtali. „Ég var alltaf hrædd. Við þurftum að vera mikið á ferðinni, hlaupa á milli staða. Oftast mikið málaðar og þar af leiðandi töluvert áber- andi. Skárum okkur úr fjöldanum. En ég lenti aldrei í neinu, sem betur fer. Auðvitað sá ég ýmislegt sem snerti mann. Ég man til dæmis eftir því að einu sinni sá ég mann laminn. Þann- ig var að svartur maður hafði stolið einhverju úr búð, eigendurnir eltu hann út á götu og börðu hann niður. Maðurinn lá eftir grátandi á gangstéttinni. Seinna sá ég mann handtekinn úti á götu. Ég var alveg í sjokki á eftir. Þetta er eitthvað sem maður hefur séð ótal sinnum í bíó og ekki kippt sér upp við það. En mér fannst al- veg hræðilegt að sjá svona atburði, þeir höfðu mikil áhrif á mig. Það er svo mikil eymd þarna úti. Gamalt fólk ráfar um göturnar og tí nir leifar upp úr rusla- tunnunum. Það eru svo miklar andstæður í Bandaríkjunum. Ef menn eiga ekki peninga, þá er það bara gatan. Ég fékk alveg ógurlegt menningarsjokk þegar ég kynntist þessum tveimur ólíku heimum. Eymdinni sem ríkti úti á götunum og svo glysinu í kringum fyrirsætu- starfið." - Nú er oft talað um að fólk í þessurn bransa lifi hátt. Er eitthvað til í því? „Já, margir gera það. Og það er nóg af skemmtunum í boði fyrir þá sem vilja. Ég tók þá ákvörðun þegar ég fór út, að taka ekki þátt í djamminu. Þannig að ég fór aldrei neitt út á kvöldin. Ég hafnaði meira að segja boði í af- mælisveislu Boy Georges. Nei, satt best að segja, þá hafði ég engan áhuga á að fara í veisl- ur á kvöldin. Ég vildi standa mig vel í starfinu og það samræmist þá ekki að vera í partíum á kvöldin og fram á nótt. Mér fannst margar fyrirsæturnar ekki hugsa mikið um að líta vel út og lifa heilbrigðu lífi. í partíunum er kókaín mjög vinsælt og mikið notað. Þetta fólk sem tekur þátt í samkvæmislífinu á fullu lifir í svo miklum gerviheimi. Enda fannst mér margar fyrirsæturnar ansi sjúskaðar. En það var bara málað yfir verksummerki næturinnar. En það sem er verst í þessu öllu saman er að það er svo mikið af ungum stelpum í þessu. Stelpur á aldr- inum 14-15 ára, en þær hafa verið vinsælar hjá ljósmyndurum undanfarið. Þær eru engan veg- inn nógu þroskaðar til að taka þátt í þessum lifnaði og það er sorglegt að horfa upp á þær taka þátt í þessu. Þetta eru bara börn. Ég kynntist einni stelpu sem var 14 ára, hún fékk tækifæri til að fara út í fyrirsætustörf. Hún var auðvitað í skóla, en foreldrar hennar neyddu hana til að hætta og fara að vinna. Það eru miklir peningar í boði ef vel gengur og í Bandaríkjunum skipta peningar svo ofboðslega miklu máli. En sem betur fer þá hefur þessari stelpu gengið vel, ég sá að það var mynd af henni í Vouge um daginn. Starfsævi fyrirsætna er stutt, að vísu hafa surnar það sem kallað er klassískt útlit og þær endast lengur. En almennt má segja að fyrir- sætur þurfa að vera dálítið klárar og fyrir- hyggjusamar. Margar hafa lagt peninga í fyrir- tæki þannig að þær hafa að einhverju að hverfa er þær verða eldri. En aðrar lifa hátt og vakna upp við það einn góðan veðurdag að draumur- inn er búinn og þær standa uppi og eiga ekki neitt.“ - Ef við víkjum að sjálfri þér. Hvernig kunn- ir þú við þig innan um þetta fólk? „Ég tók einungis að mér störf sem mér féll við og fór bara í það sem ég taldi mig ráða við. Ég vildi vera ég sjálf, halda mínum persónu- leik'a. Ég vildi ekki breyta mér. Ef mér leið illa, þá var ég ekki síbrosandi. Ég held það sé best fyrir mann sjálfan að vera ekki að leika neitt. Ég var oft spurð hvort ég væri í fýlu af því ég gekk ekki alltaf um skælbrosandi. Það var held ég orðin hefð að stelpurnar flögruðum um allt eins og fiðrildi, flissandi og klípandi hvor í aðra. Ég er svo voðalega lítið fyrir svona glenn- ur og það tók mig langan tíma að venjast þessu. Þetta fór í taugarnar á mér og mér fannst þetta afskaplega þreytandi. En maður lærir að lifa með þessu, þó svo ég hafi aldrei skilið hvernig hægt er að láta svona heilu dagana. I þessum bransa er mikið um homosexual fólk. Þetta er fólk sem lifir hátt og það þarf allt- af að vera að prófa eitthvað nýtt. Það er búið að upplifa margt, er alltaf að leita að nýrri reynslu. Mér fannst þetta óskaplega rotið og erfitt til að byrja nieð. En svo breytist hugarfar- ið, auðvitað eru þetta manneskjur rétt eins og ég og þú. Og þetta var heilt yfir mjög almenni- legt fólk. Auk þess sem sem það þýðir ekki að vera að sökkva sér ofan í tilfinningalíf annars fólks." - Hvernig er það, hefur viðhorf fólks hér heima eitthvað breyst gagnvart þér í kjölfar þessara starfa þinna erlendis? „Já, mér finnst fólk líta mig allt öðrunt aug- um eftir að ég fór út í þetta. Ég held það geti verið vegna þess að það er búið að ntikla þetta starf svo mikið. Sjálfri finnst mér ekkert merki- legt né ævintýralegt við það. Og ég er alveg sama manneskjan og áður. Þetta er bara vinna eins og hver önnur." Það er komið að lokurn þessa samtals okkar Ingu Bryndísar. Við kveðjum New York, en hugum að framtíðinni. Inga Bryndís verður stúdent af uppeldisbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í vor. Hún er ásamt sambýlismanni sínum að gera upp gamalt hús við Oddeyrar- götuna. Þýðir þetta að hún ætli að setjast að á Akureyri? „Ég get hvergi hugsað mér að eiga heima annars staðar en á íslandi og þá helst á Akur- eyri. Hér er rólegt og gott að vera. Þegar mað- ur hcfur verið ntikið erlendis þá lærir maður að rneta öryggið hér heima. Hvað framtíðina varðar er allt óákveðið. Ég hef fengið tilboð um að koma aftur út í sumar, en er ekki búin að ákveða hvað ég geri. Ég hef unnið á Sólborg og líkað það mjög vel. Ég hef áhuga á að fara í eitthvert nám sem tengist þroskaheftum. Ég hef lært geysimikið af að kynnast þessu fólki. En eins og ég segi, þá veit ég ekki enn hvað framtíðin ber í skauti sér."- mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.