Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 3
21. febrúar 1986 - DAGUR - 3 hjátrú eða hvað 2 Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Enn um fugla Fuglar hafa lengi verið manninum ráðgáta, enda ekki einleikið að þessir, stundum stóru líkamar geti leikið á þyngdaraflið og svifið upp í himininn, einkabústað guðanna, á meðan hinn tvífætlingurinn, herra jarðarinnar þarf að dúsa hlekkjaður við móður jörð þar til dauðinn og fagurt líferni sameina hann guðin- um. Það er því mjög auðskiljanlegt að fuglar séu nátengdir hinu guðlega og hafi hæfileika til að binda þessa tvo heima hvorum öðrum. Ef menn trúa því á annað borð að bústaður guðanna sé á himnum, hvað verður þá um fuglinn sem tekur sig upp af jörðinni og hverfur í bláa fjarskann, og er svo kominn aftur samdægurs. Hann hlýtur að hafa átt viðkomu í sölum almættisins. Salomon konungur Því var trúað að vegna þessara miklu ferðalaga sinna kynnu fuglarnir frá ýmislegu að segja og voru eins konar fréttaþjónusta fyrir þá snillinga sem kunna að skilja mál þeirra. Þannig varar hinn vísi konungur Salomon sauðsvartan almúgann við því að blóta röngum mönnum. „Bölvið ekki konungum, nei, hugsið ekki á þann hátt, bölvið ekki hinum ríka í svefnherbergi yðar, smáfugl himins mun bera rödd yðar, og allt það sem á vængjum svífur mun bera vitni.“ Á þessu er auðséð með hverjum fuglarnir héldu á dögum Salomons. Á ensku er orðatiltæki „A little bird told me“ segja menn þar í landi þegar ekki er talin ástæða til þess að fara allt of nákvæm- lega út í heimildir þær sem stuðst er við. Mýmörg dæmi eru til úr þjóðtrúnni og hetjusögum um fugla sem gefa mikilvægar upplýsingar sem oft hafa afgerandi áhrif á gang sögunnar. Sigurður Fáfnisbani Sagan af Sigurði Fáfnisbana er vel þekkt á íslandi. Þar koma fuglar heldur betur við sögu. Sigurður ætlar að drepa drekann Fáfni og öðlast með því mikið ríkidæmi. En til þess að hafa nokkra von til að vinna á þykkum skrápnum þarf hann að láta smíða handa sér forláta sverð. Það gerðu engir betur en dvergar í þá daga. Dvergurinn er hins vegar tvöfaldur í roðinu, svo ekki sé meira sagt. Og þar koma fuglar til hjálpar og skýra Sigurði frá þeim fyrirætlunum dvergsins að sölsa sjálfur undir sig auðæfin og drepa kappann. En það fór allt vel. Óðinn alfaðir hafði líka mikil not af fuglum, hrafnarnir hans tveir færðu honum fréttir af heimsmálunum á hverjum morgni. Svona með morgunkaffinu. Hann gat einnig brugðið sér í fugls- líki eins og þegar hann komst á burt með skáldamjöðinn í maga sér, þá brá hann sér í arnarham. Sálin Sem tákn hefur maðurinn notað þá fiðruðu yfir flest þau andlegu og náttúrlegu fyrirbæri sem gerast í himninum s.s sólina, vindinn, óveð- ur ódauðleika og svo að sjálfsögðu sálina, sem sést best á því að heilög- um anda þykir vera sýnd tilhlýðileg virðing að tákna hann með hvítri dúfu, sem fer auðvitað afskaplega vel á. Fuglarnir virtust búa yfir ótakmörkuðum leyndardómum. Eitt það furðulegasta var háttalag farfuglanna, sem í rauninni er óútskýrt enn þann dag í dag. Hinn fróði heimspekingur og náttúrufræðingur Aristoteles braut mikið heilann um þetta vandamál á fjórðu öld fyrir Krist, en varð lítið ágengt, sem vonlegt var. Á þessum tíma var því trú- að í Grikklandi að fuglarnir gætu breytt sér úr einni tegund í aðra og þar væri skýring fundin fyrir hvarfi þeirra á vetrum. Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum: Vilja fá óréttmœtar verðbœtur endurgráddar Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum efndu til fund- ar sl. sunnudag í Háskólabíói. Húsfyllir var og ríkti mikill baráttuhugur meðal fundar- manna. I lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma. „Á liðnum misserum hefur stöðugt verið gengið á mann- réttindi tugþúsunda manna á ís- landi. Ráðamenn hafa gengið milli bols og höfuðs á húsnæðis- kaupendum. Engu er líkara en þeir hafi ákveðið að þessi þjóð- félagshópur ætti að gjalda hús- næðiskaupa með byrðum sem eru öllu venjulegu fólki ofviða. Efnahagsstefna ríkisstjórnar- innar og samningar á vinnumark- aði hafa viðhaldið lágtaxtaþjóð- félagi, þar sem samningsbundin laun liggja frosin niðri meðan verðtryggð lán hafa rokið upp í óðaverðbólgu. Enginn venjuleg- ur húsnæðiskaupandi hefur getað risið undir þessari byrði. Við hafa bæst óeðlilega háir vextir bæði á almennum markaði og á hús- næðislánum lífeyrissjóðanna. Afleiðingarnar eru m.a. þær að fólk hefur orðið gjaldþrota, efnt hefur verið til nauðungarupp- boða og þúsundir manna hafa lent í hringiðu bankaviðskipta og rándýrrar lögfræðiþjónustu. Hlutskipti margra er tvöfaldur vinnudagur, stöðugar fjárhags- áhyggjur og börnin og fjölskyldu- lífið gjalda vinnuþrælkunarinnar og fjárhagsástandsins. Það hefur komið til örvæntingar, félagslegr- ar upplausnar og persónulegrar ógæfu. Öll þessi atriði eru til komin vegna pólitískra ákvarðana valdamanna í íslensku þjóðfé- lagi. Og stundum hafa þeir sem síst skyldu meðtekið þessa stefnu. Þannig hafa t.d. lífeyris- sjóðirnir hækkað vexti á verð- tryggðum lánum verulega. Við viljum borga raunvirði þess sem við kaupum en við viljum láta reikna rétt. Launafólk berst í bökkum og getur ekki meira. Eftir ríkisstjórnina stendur minnisvarði svikinna loforða í húsnæðismálum. Það sem stjórn- völd hafa tekið af launafólki og skuldugum húsnæðiskaupendum á undanförnum árum á ekki að vera samningsatriði aðila vinnu- markaðar á kostnað kauptaxta. Við viljum fá aftur það sem tekið hefur verið frá okkur með mis- gengi og óeðlilega háum vöxtum. Við hljótum að leggja áherslu á eftirfarandi: 1. Það verður að stöðva nauð- ungaruppboðin. 2. Það verður að greiða til baka það sem tekið var af fólki með óréttmætum hætti á síðustu árum. 3. Verði lán húsnæðisstofnun- ar hækkuð og aðrar breytingar gerðar til bóta, þá verður að tryggja það að þeir sem festu kaup á húsnæði á undanfömum árum geti gengið inn í þetta nýja kerfi. 4. Vexti af húsnæðislánum verður að lækka í 2% a.m.k. Þessu beinum við til ríkisstjórn- arinnar, stjórnmálaflokkanna, samtaka launafólks og atvinnu- rekenda sem stjórna lífeyrissjóð- unum okkar. 5. Það verður að hækka hús- næðislánin þannig að allir hafi möguleika á að koma :sér upp húsnæði. Húsnæði heyrir til mannréttinda. 6. Kaupmáttur samningsbúnd- inna launa verður að hækka þannig að venjulegt fólk getl staðið undir eðlilégum fjárhagsr legúm skuldbindingum vegna húsnæðiskaupa. Og þessu er beint til þeirra sem semja um launin fyrir okkur.“ 15% Vegna hagstæðra innkaupa á kjúkl- ingum bjóðum við nú 15% afslátt á kjúklingabitum um helgina, föstudag, iaugardag og sunnudag, 21.—23. febrúar. Áður kr. 70, — Nú kr. 60,— jf.t 20% verðlækkun Nú bjóðum við 3 gerðir af fjölskyldupökkum Lumum á einhverju fyrir smáfólkið. 6 bitar af kjúklingum, 3 sk. franskar, 3 sk. sósa, 3 sk. salat. Verð kr. 595,— 8 bitar af kjúklingum, 4 sk. franskar, 4 sk. sósa, 4 sk. salat. Verð kr. 795,— 10 bitar kjúklingar, 5 sk. franskar, 5 sk. sósa, 5 sk. salat. Verð kr. 995,— Lítið inn, þ að borgar sig! Skipagötu 12, Akureyri. Sími 21464.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.