Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 11
21. febrúar 1986 - DAGUR - 11 ,JMkmmhák ab loðdýrmkt væri bwa bck“ - segir Þorsteinn Aðalsteinsson loðdýrabóndi Mikið hefur verið ritað og rætt um stöðu bænda vegna hins nýja kvótakerfis sem hef- ur verið lagt á bœndur. Tala margir bændur um að verið sé að ganga af hinni hefð- bundnu búgrein dauðri. En hvernig er staðan hjá mönn- um sem stunda nýrri búgrein- ar eins og loðdýrarækt? Þeg- ar blaðamaður Dags var á ferð á Dalvík í vikunni blasti við á leið í bæinn gífurlega stór bygging. Við nánari eftir- grennslan kom í Ijós að þarna er eigandi Pólarpels, Þor- steinn Aðalsteinsson að byggja refabú í landi Ytra- Holts og er hús þetta það stœrsta sinnar tegundar í heiminum að best verður vitað. Undirritaður náði tali af Þor- steini og spurði hann fyrst hvort rekstur minkabúsins gengi svo vel að það væri ástæðan fyrir hin- um miklu framkvæmdum. „Reksturinn gengur bærilega í dag, ég er nýbúinn að skipta um minkastofn, því reksturinn eins og hann vár gekk ekki nógu vel. Það kom upp sjúkdómur hjá mér og skinnin voru ekki nógu góð. Það gengur kannski ekki alveg eins vel og það lítur út fyrir mið- að við framkvæmdir en ég hef mínar ástæður fyrir því.“ Aðeins þrír af átta lifðu fyrstu árin af - Hvað ástæður eru það helst? „Þegar loðdýrarækt hófst í kringum ’70 vorum við átta sem hófum þennan búskap. Við vor- um aðeins þrír sem lifðum af í gegnum þessi erfiðu ár þegar fyrirgreiðsla var lítil sem engin. Við börðumst fyrir því að mönn- um væri gert auðveldara með að hefja þessa búgrein og höfum í gegnum árin náð því fram sem til boða er í dag. Þeir sem eru að byggja ný hús í dag fá mikla fyrirgreiðslu vegna þeirra bygginga. Við sem hófum þessa búgrein fengum enga slíka fyrirgreiðslu og fáum enga leið- réttingu aftur í tímann. Það er þess vegna sem ég hef farið út í þessa miklu byggingu. Það gerir mér auðveldara að koma upp stóru búi og það verður auðveld- ara fyrir mig að reka það og getur það hjálpað mér að reka gamla búið sem var byggt við miklu erfiðari skilyrði. Ekki það að við séum óánægðir með það að nýir menn njóti þessara* fyrirgreiðslu, heldur þykir mér verst að við fáum ekki leiðréttingu aftur í tímann. Héldu að loðdýrarœkt vœri bara bóla Þegar við þessir menn hófum þennan búskap héldu flestir að þetta væri bara bóla sem myndi hjaðna og þar af leiðandi fengum við þessa litlu aðstoð. Allir þeir peningar sem runnu til landbún- aðar fóru til bænda með þessar hefðbundnu búgreinar þó menn vissu það að allt var komið í óefni í þeim greinum eins og sést best í dag. Ef við þessir þrír sem lifðum af þessi fyrstu ár hefðum gefist upp er ekki víst að loðdýrarækt væri jafn hátt skrifuð og hún er í dag. Því finnst mér hálfpartinn sé verið að refsa okkur fyrir það að vera frumkvöðlar á þessu sviði, með því að við fáum ekki leið- réttingu aftur í tímann vegna bú- skapar okkar.“ Hvernig lítur dæmið út hjá loð- dýrabændum hvað framtíðina varðar? Megi ekki fara of geyst í hlutina „Ja hvað mig varðar þá hef ég alltaf horft til framtíðarinnar þegar framkvæmdir og annað hafa verið á döfinni hjá mér. Ég er ánægður með það að menn eru farnir að viðurkenna það að loð- dýrarækt sé bjargvættur í land- búnaði á íslandi í dag. Þeir menn sem koma til með að stunda þessa búgrein í framtíðinni verða bæði með ref og mink. Verð fyrir minkaskinn er rniklu stöðugra heldur en á refaskinnum og er það mikið öryggi fyrir bændur að hafa þá minkinn til að hjálpa til við reksturinn á refabúum vegna verðsveiflna á þeim markaði. Menn verða samt að passa sig að fara ekki of geyst í þessa hluti. Við höfun allt of mörg dæmi fyrir framan okkur sem sýna það að farið hefur verið of geyst í hina ýmsu hluti. Samt þarf að halda þessu starfi vel áfram," sagði Þorsteinn að lokum. Það má geta þess að Þorsteinn reiknar með að taka nýja húsið í notkun eftir um það bil tvo mán- uði. Húsið mun geta hýst á sjö- unda þúsund refi og verður búinu þá skipt, refir í nýja húsinu en minkar í því gamla. Húsið sent Þorsteinn er að láta byggja er engin smásmíði. Myndir og texti: Kristján Kristjánsson FREYVANGSLEIKHÚSIÐ Kvihsandur Höfundur: Michael V. Gazzo. Þýðing: Ásgeir Hjartarson. Leikstjóri: Þráinn Karlsson. Sýningar í Freyvangi föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. Miöapantanir í síma 24936. Miðasala við innganginn. UMF Árroðinn býður öldruðum á Akureyri á sýningu á leikritinu KVIKSANDUR í Freyvangi á mánudagskvöldið 24. febrúar kl. 20.30. Ferð verður frá Húsi aldraðra kl. 19.45. Miðaverð og akstur kr. 350,- Pantanir eru teknar hjá Helgu Frímannsdóttur í Húsi aldraðra, sími 23595 eða heima i síma 22468. Akureyringar - Bæjargestir Komið og njótið góðra veitinga og skemmtunar í nýjum glæsilegum veitingastað á Hótel KEA. Laugardagskvöldið 22. febrúar Kvöldverður framreiddur frá kl. 19.00. Ath! Nokkur sæti laus fyrir matargesti. Stordansleikur Hljomsveitin Casablanca leikur fýrir dansi til kl. 03.00. Húsið opnað fyrir dansgesti kl. 10.30. ★ Leikhusgestir athugið við opnum matsalinn okkar, Höfðaberg öll sýningarkvöld kl. 18.00. Borðapantanir (aðeins fyrir matargesti) í stma 22200.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.