Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 21. febrúar 1986 líðarandinn. „Þú ert nú meiri spaugarinn“ Sumir eru fæddir spaugarar, aðrir eru alltaf að reyna en... því miður, þið kannist við þetta: Einu sinni var... og svo... en.. ah, ég man ekki alveg hvernig það endaði, en það var ofsa- lega fyndið þegar hann sagði það. Vandræðalegur hlátur. Já, það er ekki öllum gefið að geta kitlað hláturtaugar ann- arra. Það er þó til aragrúi fólks sem varla þarf að reka upp hljóð til að allur landsins lýður veltist um af hlátri. Það spauga ekki allir á sama hátt, sumir gera grín að sjálfum sér, aðrir á kostnað annarra, stjórnmálamenn hafa gegnum tíðina verið vinsæl fórnarlömb, og svo eru það þeir sem sjá spaugilegu hliðina á öllu sem Sigríður Pétursdóttir skrifar fram fer í kringum þá. Það er líka misjafnt hvað fólki þykir fyndið, þið þekkið það að hlæja að hrakförum annarra, nokkuð kaldhæðnisleg fyndni það. Svo eru það þeir sem hafa smekk fyrir neðan-mittis brönd- urunum, allt þarf að vera dálítið „dónó“ til að hægt sé að flissa að því. Eitt dæmi enn, ég þekki marga sem hafa hreint og beint sérhæft sig í orðaleikja-brönd- urum, það er alveg sér fag. Ekki er ég viss um að forfeðr- um okkar stykki bros, þó að landsins mesti spaugari segði honum sína bestu kímnisögu. Það er nefnilega með það eins og flest annað, hver tími hefur sinn stíl eða tísku. Þess vegna datt mér í hug að birta hér nokkrar kímnisögur, sem ekki eru alveg splunkunýj- ar, það er svo ykkar að dæma um hvað er fyndið. Að lokum tókst mér að fá „Leynispaugara Dags" til að láta gamminn geysa og vona að þið hafið gaman af. "Auk þess ver8a heetar \5r narsveitunum látnlr spreyla sig vlé b»JarneT)n,,- fDagsprassan.) Spegillinn 1941. Þegar Jón biskup Helgason var dáinn, spurði einhver sr. Árna Þór- arinsson að því, hvort hann ætlaði ekki að vera við jarðarförina. „Jú, guð almáttugur, þó fyrr hefði verið,“ svaraði sr. Árni. ísiensk fyndni. Úrval frá 1933-1961. Háskólinn III V' -fær ieyfi til kvik myndasýninga Guðríður húsfreyja var ekki sem hreinlegust talin, sérstaklega var hún oft óhrein um hendurnar. Háskólabíóið Spegillinn 1940. Það bar til á skömmtunarárunum, að kona nokkur sem vann á símstöðinni á Akureyri, hringdi til Skarp- héðins Ásgeirssonar forstj. Klæðagerðarinnar Amaro og ætlaði að herja út úr honum vefnaðarvöru, einhvers konar. Þegar hún var að tala sínu máli við Skarphéðin, kom stallsystir hennar inn á línuna og skaut inn í: - Ég stend bara uppi svo að segja klæðlaus. - Er það virkilega fröken? En hvað það væri gaman að kynnast yður, svaraði Skarphéðinn. Norðlensk fyndni 1963. Einu sinni, þegar hún var að hnoða brauð, varð henni að orði: „Það hreinsar gróflega vel á manni hendurnar að hnoða brauð." íslensk fyndni. Úrval frá 1933-1961. Heimasætan á Völlum var ráðin í vist til Þorsteins hreþpstjóra. Nú sat hún inni í baðstofu hjá foreldrum sínum, og var móðir hennar að leggja henni ýmis heilræði, áður en hún færi í vistina. Að síðustu sagði hún: „Gættu þín svo, hróið mitt, að hann Þorsteinn barni þig ekki.“ Þá greip faðirinn fram í: „Já, hann er manna vísastur til þess - og þau hjón bæði.“ íslensk fyndni. Úrval frá 1933-1961. ^vísnaþáttuc. Pétur Hannesson horfir með söknuði til fyrri ára: Áður lýstu tanga för Ijós frá bernsku árum. Nú eru köld og kulnuð skör kertin sem við bárum. Næsta vísa er eftir Gísla Ólafsson. Æsku minnar horfna heim hitaði sólin bjarta. Ylurinn frá eldum þeim ennþá vermir hjarta. Ekki er vitað hver orti næstu vísu. Vertu kát og við mig góð, vinardyggðum hlaðin. Ég skal láta líf og blóð lofa þig í staðinn. Þá koma tvær vísur eftir Ólínu Jón- asdóttur: Samúð hægir hugans mein. Hlýju fagnar sálin. Samt á þögnin oftast ein innstu hjartans málin. Pyngist róður því ég finn þreyta tjóður böndin. Leitar hljóður hugurinn heim í gróðurlöndin. Eiríkur Einarsson í Villinganesi kvað: Gef mér andans yndiskeim, ástveitandi kona, að bjarga að landi byrðing þeim sem bilaði í strandi vona. Pá koma tvær vísur eftir séra Einar Friðgeirsson. Pó að elli örg sem flagð ýmsa brellin hrelli. láttu hnellið leggjabragð leggja kellu að vel!;. Pótt ég fram af feigðarnöf falli í heljar mundir, ei mun sál mfn gista gröf grænum sverði undir. Jóhannes Davíðsson hét maður og bjó í Hrísey snemma á öldinni okkar, hagmæltur vel og glettinn. Hann skaut þessari vísu að ungri konu að öðrum áheyrandi: Við skulum bæði hafa hljótt hér á allra færi. Pakka þér fyrir það í nótt, þó að lítið væri. Líklega hefur það verið milli spretta, að félagi Sigurðar Ólafs- sonar, hins fræga hestamanns og söngvara, skaut að honum þessari vísu: Siggi spretti muna má, maður þéttings glaður. Snúllu og Glettu er hann á allvel settur maður. Rósberg Snædal kvað næstu vísur til ónefnds skálds: Pú hefur fengið frost og él, frægð og gengi þegið. Pú hefur lengi listavel Ijóðastrenginn slegið. Syngdu snjallan blómabrag brátt þó falli snærinn, frjáls um allan ævidag eins og fjallablærinn. Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Veðurglöggur kvað: Peyti hann austan þyrilinn, þú skalt heyja gæta. Klæi þig í hvirfilinn, kemur bráðum væta. Aðalsteinn Ólafsson kvað þessa vísu þegar Davíð Oddson hlaut ákúrur fyrir ummæli sem hann lét falla á fegurðarsamkeppni kvenna. Davíð kíkir dömur á dyggðarflikum klæddur fínum. Á sér ríka ástarþrá, eitthvað líkur nafna sfnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.