Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 16
Konudagstilboð Bautans og Smiðju sunnudaginn 23. febrúar Rjómalöguð kalkúnsúpa * Sykurgljáður grísakambur með rauðvínssósu. Frír hamborgari fyrir börn 10 ára og yngri í fylgd foreldra. Verð á Bauta kr. 390.- Gildir bæði í hádeginu og um kvöldið. Verð kr. 450.- í Smiðju. Gildir í hádeginu. Siglufjörður: Viljum að mtt sé Kaupfélag Eyfirðinga hefur nú boðið kartöflubændum að leggja verksmiðjukartöflur sín- ar inn hjá útibúi Kaupfélags Eyfirðinga á Svalbarðseyri á lægra verði en hingað til hefur verið í gildi. Að sögn Bjarna Hafþórs Helgasonar, sem annast skipu- lagningu og eftirlit með rekstrin- um fyrir hönd kaupfélagsstjóra, var gripið til þessa ráðs til aö bæta samkeppnisstöðu vörúnnar og koma í veg fyrir að Fransman- kartöflur falli út .af íslenska neysluvörumarkaðinum með þeim afleiðingum að langtíma- tjón verði á rekstri kartöfluverk- smiðjunnar. Innkaupsverð á kartöflum til verksmiðjunnar verða eftir lækk- un þessi: 1. flokkur 20 kr. í stað Blönduvirkjun frestað um tvö ár Stjórn Landsvirkjunar ákvað í gær að fresta framkvæmdum við Blönduvirkjun, sem þýðir að verklok verða tveim árum síðar en áætlað var. Þessi seinkun hefur það jafnframt í för með sér, að fækka verður starfsfólki við virkjunina. í frétt um þetta mál frá Landsvirkjun segir orðrétt: Á fundi stjórnar Landsvirkjun- ar í dag var fjallað um tímasetn- ingu Blönduvirkjunar með tilliti til áætlaðrar orkueftirspurnar á næstu árum samkvæmt hinni nýju orkuspá frá síðastliðnu ári og möguleika á aukningu í orku- frekum iðnaði. Á fundinum kom fram að án slíkrar aukningar þyrfti Blönduvirkjun ekki að vera komin í rekstur fyrr en 1991. Með hliðsjón af því samþykkti stjórnin að miða framkvæmdir við Blönduvirkjun í ár við að fyrsta vél virkjunarinnar verði ekki gangsett fyrr en 1991. í þessu felst að ekki verður um að ræða aðrar framkvæmdir á þessu ári á virkjunarsvæði Blöndu en við jarðgöng og neðanjarðar- stöðvarhús virkjunarinnar. Vegna hugsanlegrar aukningar í orkufrekum iðnaði á næstu árum var hins vegar jafnframt samþykkt að halda þeim mögu- leika opnum til 1. júlí 1987 að flýta verklokum til 1990 eftir því sem orkusala til fyrirhugaðs reksturs Kísilmálmvinnslunnar hf. eða annars orkufreks iðnaðar kynni að gefa tilefni til. Stillt en kalt Það verður stillt veður áfram og engin teikn á lofti um breyting- ar, samkvæmt upplýsingum Braga Jónssonar, veðurfræð- ings. Eitthvað kólnar þó, frostið gæti farið í ein 14 stig, en það þarf ekki nema örlitla skýja- slæðu til að lækka þá tölu um helming. 25,23 kr. áður, 2. flokkur 15 kr. í stað 17,34 kr. áður og 3. flokkur 7 kr. í stað 8,46 kr. áður. Bændum var sent bréf um verðbreytinguna í gærmorgun og þeim boðið að leggja inn kartöfl- ur á nýja verðinu eftir helgi. Nokkrir bændur vissu að þessi verðbreyting væri í aðsigi og eru þegar farnir að leggja inn kartöfl- ur á hinu nýja verði. „Bændur hafa tekið þessu með skynsemi og skilja mætavel hvernig þetta vandamál er vaxið, ekki síst með tilliti til sam- keppnisstöðu vörunnar á neyt- endamarkaði. Verðsamkeppnin við innfluttar franskar kartöflur hefur verið erfið en neytendur virðast vera á einu máli um að gæði okkar kartaflna séu mun meiri,“ sagði Bjarni Hafþór. Hann sagði að næsta skref væri að gera átak í markaðs- og sölu- málum. Verið væri að hanna auglýsingar og athuga nýja möguleika varðandi dreifinguna. „Hvað kjötvinnsluna varðar er unnið að því að ná upp góðum vinnuhraða og nýta afkastaget- una til fulls. Það hafa ýmsar dreifileiðir skaddast á þessum síðustu mánuðum, einkum vegna tilfallandi vöruskorts og þeim málum erum við að kippa í liðinn." Þórður Stefánsson hefur verið ráðinn til að annast daglegan rekstur útibús KEA á Svalbarðs- eyri. Um næstu mánaðamót verður tekin ákvörðun um fram- tíðarstefnu varðandi rekstrar- fyrirkomulag og starfsmannahald út leigutímabilið sem er til 1. ágúst n.k. BB. Áfram hærra, áfram hærra; upp við skulum ná. Mynd: KGA. daglega „Það sem við viljum er að veg- urinn verði opnaður daglega. Við höfum farið fram á það við samgönguráðherra að hann* hlutist til um að þessum málum verði kippt í lag og áætlunum verði breytt í samræmi við það,“ sagði Jón Pálmi Pálsson bæjarritari á Siglufirði. En þar í bæ eru menn óhressir með að aðeins skuli rutt tvisvar í viku. skuli rutt tvisvar í viku. Jón Pálmi sagði að lítið hefði komið út úr fyrirspurnum til ráðuneytisins. „Það er með þetta mál eins og mörg önnur að kerfið gleypir og gleypir og síðan kemur ekkert út úr því. Hins vegar eru vegagerðarmenn á Sauðárkróki tiltölulega jákvæðir í þessu máli, en benda á sína yfirboðara. Snjóruðningur á Siglufjarðarvegi tilheyrir Vegagerðinni á Sauðár- króki og þarf að senda mann það- an í Ketilás, þar sem ruðnings- tæki er geymt. Jón Pálmi sagði að oft væri um lítilsháttar höft á veg- inum að ræða, en nóg til að stöðva umferð. „Þess vegna vilj- um við hafa ruðningstæki á Siglu- firði sem getur farið héðan og rutt, í stað þess að við bíðum eft- ir mönnum frá Sauðárkróki sem vinna verkið við bæjardyrnar hjá okkur. Enda er oft um að ræða tafir á 20 km kafla út frá bænum og autt það sem eftir er. Þess vegna teljum við að ódýrara sé að staðsetja tæki á Siglufirði," sagði Jón Pálmi Pálsson. gej- Gleöifrétt fyrir skákunnendur á Akureyri: Stórmeistaramót eftir helgi - Bent Larsen og fleiri þekktir stórmeistarar meðal keppenda? Ákveðið hefur verið að halda alþjóðlegt skákmót á Akureyri og mun mótið hefjast um miðja næstu viku. Samkvæmt heimildum Dags er hér um mjög sterkt mót að ræða, svo kallað stórmeistaramót. Þátt- takendur verða 8 talsins, allt stór- meistarar að Jóni L. Árnasyni undanskildum, en hann er al- þjóðlegur meistari. Tefld verður tvöföld umferð þar sem allir keppa við alla. Ekki er endanlega búið að ákveða hvaða stórmeist- arar tefla á þessu móti en ef allt gengur samkvæmt áætlun verður þetta mót í 11.-12. styrkleika- flokki. Þar með yrði þetta mót eitt af 4-5 sterkustu skákmótum sem haldin verða í heiminum í ár. Jafnhliða stórmeistaramótinu er stefnt að því að halda annað mót, ekki nándar nærri eins sterkt. Þar tækju þátt 3 alþjóð- legir meistarar og nokkrir útlend- ingar auk íslenskra skákmanna. Á því móti gæfist keppendum kostur á að ná alþjóðlegum ár- angri á skáksviðinu. Skákfélag Akureyrar mun halda þessi mót í samvinnu við Tímaritið Skák. Þessir aðilar munu njóta stuðnings bæjar- stjórnar Akureyrar og ýmissa fyrirtækja á Akureyri. Teflt verð- ur í Alþýðuhúsinu. BB. Lögreglurannsókn er haldið áfram „Þetta mál er í rannsókn enn og verður það eitthvað áfram. Ég veit ekki hvenær henni lýkur, það er ekki hægt að nefna neina dagsetningu í því sainbandi.” Þetta sagði Elías I. Elíasson, bæjarfógeti á Akureyri, aðspurður um hvað liði rann- sókn „Sjallamálsins“ svo- nefnda, í samtali við Dag í gærkvöld. Rannsóknin hefur staðið nær sleitulaust allt síðan snemma á þriðjudaginn. Margir hafa verið kallaðir til yfir- heyrslu, þar á meðal flestir starfsmenn Sjallans. Eins og fram hefur komið í Degi undanfarna daga, þá hefur gengið þrálátur orðrómur um ýmiss konar misferli í rekstri Sjallans. Heimildarmenn blaðsins, þar á meðal fyrrver- andi starfsmenn þess, fullyrða að húsið hafi tvíselt aðgöngu- miða, auk þess sem þar hafi ver- ið selt smyglað vín og kjöt. Aðrir starfsmenn hússins full- yrða hið gagnstæða, þar á með- al Dana Jóhannsdóttir, bar- þjónn og trúnaöarmaður fram- reiðslufólks í Sjallanum, sem fullyrðir að sögusagnir um sölu á smygluðu víni í húsinu séu ósannar. í yfirlýsingu frá stjórn Akurs hf., sem rekur Sjallann, telja stjórnarmenn að rekstur hússins hafi verið með eðlileg- um hætti. Þar kemur einnig fram, að bókhaldið sé í höndum löggiltra endurskoðenda. Sem sagt, fullyrðing gegn fullyrð- ingu, en yfirstandandi lögreglu- rannsókn . leiðir vonandi í ljós sannleikann. Það er enginn sek- ur fyrr en sekt er sönnuð. Kaitöfluverð til bænda lækkar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.