Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 21. febrúar 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari Hrikalegur vandi hjá idlariðmðinum Þróun gengis Bandaríkja- dollarans hefur haft marg- víslegar afleiðingar í för með sér hér á landi. Lítil hækkun á gengi þessa gjaldmiðils undanfarna mánuði hefur komið þeim sem skulda fé erlendis og skráð er samkvæmt gengi dollarans til góða, en hins vegar hafa útflutnings- greinarnar ekki farið var- hluta af hinum neikvæðu afleiðingum þessarar þró- unar. Mikið hefur verið rætt og ritað um vanda sjávarút- vegsins af þessum sökum og gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða til bjargar atvinnugreininni. Nefna má endurgreiðslur á vöxtum í fjárfestingasjóð- um, s.s. 60% vaxtaafslát í Fiskveiðasjóði, og fjárhags- lega endurskipulagningu. Sumar af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eru ekki eingöngu til komn- ar vegna þróunar dollarans, heldur vegna almennt erfiðrar stöðu greinarinnar. En það eru fleiri sem eiga í erfiðleikum heldur en sjáv- arútvegurinn. Ullariðnaður landsmanna stendur nú frammi fyrir hrikalegum vanda og er auðveldast að lýsa honum með því, að á sama tíma og dollarinn, og þar með verð fyrir stóran hluta framleiðslunnar, hef- ur aðeins hækkað um 3-4% hefur orðið kostnaðarhækk- un innanlands upp á nær 70%. Stærstur hluti fram- leiðslunnar er miðaður við dollaragengi og það sér hver maður að dæmið getur engan veginn gengið upp til langframa, þegar við bætist gífurlegur fjár- magnskostnaður heima fyrir. Útflutningsverðmæti ullariðnaðarins var á síð- asta ári 1,1-1,2 milljarðar króna og við þesa atvinnu- grein starfa milli 1200 og 1500 manns. Þetta er ákaf- lega mikilvæg grein, ekki síst með tilliti til þess að þarna er um að ræða verð- mætasköpun sem tengist landbúnaði og sjaldan er tekið tillit til þegar rætt er um samdrátt í þeirri at- vinnugrein. Samdráttur í hefðbundnum landbúnaði hlýtur að koma niður á ullariðnaðinum, auk þess sem áður hefur verið nefnt. Ekki hefur verið tekið til hendinni til að styðja við bakið á þessum iðnaði, með svipuðum hætti og gerst hefur með sjávarútveginn, en ullariðnaðurinn þarf í rauninni svipaðar úrlausnir. Þá hefur legið á það orð að fyrirtækjum í greininni sé verulega mismunað, eftir því hvort þau eru í ríkiseign eins og Álafoss, eða ekki. Þarna þarf að taka til hend- inni því mikið er í húfi fyrir marga. ^<oll — hnýsa Bjarni Einarsson skrifar ljóstraði ekki upp um glæpinn ráku þeir tálgaðan fleyg í gegn- um brjóstið og niður í fenið. Segir ekki meira af þeim. Rúmum 600 árum síðar var mýrin ræst fram og við þær framkvæmdir fannst líkið af unga manninum. Það óvenju- lega við líkið var að þrátt fyrir aldurinn var líkið næsta óskemmt. Kuflinn var alheill, en var orðinn mórauður að lit (hafði áður verið grár). Fleygurinn var á sínum stað og skorin skjóðan einnig. Ekki ætla ég að lýsa líkinu nánar en svo vel varðveitt var það að hægt var að rannsaka það sem í maganum var og segja mjög ýt- arlega til um síðustu máltíð mannsins, sem reyndist vera í meginatriðum úr jurtaríkinu. Smám saman hafnaði hann á safni í Varberg á vesturströnd Svíþjóðar. Kannski átti hann heima þar á sínum tíma eða að hann var á leið þangað, og er hann þá kominn á áfangastað eða kominn heim að endingu. Aldrei upplýstist glæpurinn og er líklegt að hann hafi verið framinn af sendiboðum send- enda (eða móttakenda) enda ekki óalgengt á þeim tíma að ræna sjálfan sig svo að segja. Einu sinni var hinn myrti lif- andi, ljóshærður og f gráum kufli og hét kannski Sven, nú er hann dauður, rauðhærður, í mórauðum kufli og heitir Bock- stenmaðurinn. Bjarni Einarsson. Laimsátur í Hallandi Glæpir eru jafn gamlir mannin- um. Réttlætið hefur átt jafn erf- itt uppdráttar áður fyrr sem nú. Yfirleitt hefur þó verið auðvelt að koma lítilmagnanum fyrir lög og dóm, en öðru máli gegnir þegar „æðri“ öfl eiga í hlut. Mér virðist sem glæpir borgi sig mis- niunandi vel fyrir mismunandi stéttir. Því ofar sem við förum í samfélagsstigann því erfiðara er að koma réttlætinu við. Glæpir sem cru framdir af þeim í efri þrepunum eru yfirleitt mun bet- ur skipulagðir en þeirra í neðri þrepunum. Jafnframt eiga þeir í þeim efri betri öfl að en hinir. Lítilmagninn fremur oft glæpi sína í ölæði eða til að geta litið framan í næsta dag. Af van- kunnáttu á kerfinu verða hon- um á rnistök sem fletta síðan ofan af honum. Stórlaxarnir aft- ur á móti kunna betur á hnúta kerfisins og gera því síður mistök. Aukreitis eru þeir stór- tækari í sínum framkvæmdum. Þegar stofnanir eiga í hlut er nánast ekkert hægt að gera og oftar en ekki er sökinni skellt á einhvern ræfil sem ekkert vissi, en var svo óheppinn að vinna hjá stofnuninni. Jafnvel heilu ríkin hafa framið glæpi og vand- ast þá málið, þótt sumir hafi skellt skuldinni á einstaka þjóð- arleiðtoga til að gera málið ein- falt fyrir sér. Ekki voru t.d. forsendur seinni heimsstyrjald- arinnar brjálæði Hitlers og ofur- hatur hans á gyðingum. Það voru aðrar forsendur og öfl í Grauballeniaðurinn. Fannst í mýrí í Danmörku og er frá eldri járnöld(500 f.Kr.-400 e.Kr.). þjóðfélaginu sem Hitler og hans kumpánar gátu reitt sig á. Nóg um það. Fyrir u.þ.b. 700 árum var ungur maður á leið til borgar með digra skjóðu í beltisstað. Degi var tekið að halla þegar hann gekk þjóðbrautina frá eða til borgarinnar. Erindið var að flytja fé á milli staða, kannski frá Dönum til Svía eða öfugt. Það var kalt í veðri og pilturinn því klæddur þykkum og síðum kufli með hettu sem náði langt fram yfir andlitið. Þar sem hann fór í skjóli myrkurs biðu hans óvænt örlög. Skyndilega og honum að óvörum var ráðist aftan að honum og hann lagður spjóti gegnum bakið, hjartað og út um brjóstið. Var þá leiðin að skjóðunni greið. Skáru ódæðis- mennirnir gat á hana og létu féð renna í lófa sér. Því næst vörp- uðu þeir líkinu í grunnt vatn sem þar var í mýri einni. Til að tryggja það að fórnardýrið snéri ekki aftur og líkið héldi sig und- ir yfirborðinu framvegis og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.