Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 21.02.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 21. febrúar 1986 mannlít Leikfélagið Vaka á Grenivík frumsýnir sakamálagamanleik- inn Slettirekuna annað kvöld. Leikstjóri er Erla B. Skúladótt- ir. Leikarar eru átta, en fjöldi manns kemur nálœgt sýning- unni. Dagsmenn lögðu leið sína út á Grenivík sl. mið- vikudagskvöld og litu inn á œfingu ígamla barnaskólahúsinu þar sem leikritið verður sýnt. Klukkan var rétt að verða níu. Rennsli að hefjast og loftið hœfilega rafmagnað. Nokkrir aðstandendur leikara voru við- staddir. Það var dauðaþögn í salnum þegar lítil stelpa á fremsta bekk spurði hvað klukkan væri. Tvœr mínútur í níu. „Má ég þá segja einn brandara áður?“ Það var auðsótt mál. „Hvað er það sem er gult, hangir uppi í tré og syngur jejeje?“ Svar: Banani með bítlaœði! Svo varð klukkan níu. Frú Piper kemur askvaðandi inn á sviðið. Tekur upp símann, „Níu, níu, níu. Já, ég þarf að til- kynna morð.......da da da...“ Við höfum þessi orð ekki lengri. Sjón ersögu ríkari. íhléi gómuðum við leikarana niðri í búningsherbergi og áttum við þá eftirfarandi viðtöl. Aðalhlutverkið er í höndum Guðrúnar Isaksdóttur. Hér er hún á tali við herra Marshall, þann sem allt snýst um í leikritinu Slettirekunni, sem frumsýnt verður á Grenivík annað kvöld. Myndir: KGA Sakamálagamanleikurinn Sletárekan - Frumsýndur á Grenivík annað kvöld Allt á fullu í yfirheyrslunni. Hver drap herra Marshall? Guðni, Sigurður, Þórður, Haukur, Hólmfríður, Arna, Guðrún og Hólmfríð- ur. Tilbúin í slaginn. Gubrírn ísaksdóttir: Frú Piper er ágœtis kerling „Jú, þctta tekur á taugarnar, ég neita því ekki. En ég á eftir að taka út aðalfrumsýningarskrekk- inn," sagði Guörún ísaksdóttir, en hún leikur aðalhlutverkið í leikritinu Slettirekunni, sem frumsýnt veröur í Gamla barna- skólahúsinu á Grenivík annað kvöld. Guðrún leikur frú Piper, sjálfa slettirekuna. Um hana segir hún: „Hún sér um að halda hreinu hjá herra Marshall. Frú Piper veit ýmislegt og það gloprast stundum út úr henni, stundum á óheppilegum tíma. Það er frú Piper sem hringir í lögregluna til að tilkynna morð. Lögreglan kemur á staðinn og gengur í það að upplýsa málið og frú Piper gerist ákaflega hjálpleg við rannsóknina. Yfirlögreglu- maðurinn reynist gamall vinur hennar og hún vill auðvitað gera allt til að hjálpa honum. Mér líkar vel við frú Piper, hún er ágætis kerling, þó hún sé að sletta sér fram í það sem henni kemur ekki við.“ Pórður Magnússon: Gaman að takast á við hinn húmorslausa lögregluforingja „Ég flutti hingað til Grenivíkur árið 1984 og hef ekki tekið þátt í starfsemi leikfélagsins áður. Ég hef samt komið upp á svið áður. Það eru líklega um 10 ár síðan og það var annars staðar.“ Það er Þórður Magnússon eða Harry Baxter lögregluforingi sem sagði frá reynslu sinni af leiksviðinu. „Mér líöur vel. Það er á vissan hátt léttir að dregur að frumsýn- ingunni. Þetta hefur verið mikil vinna, æfingar stopular vegna anna Erlu leikstjóra. Hvernig mér finnst Harry Baxter? Hann hefur enga kímni- gáfu og er embættismaður fram í fingurgóma. Hann tekur lífinu mjög alvarlega og undirmönnum hans líkar ekki of vel við hann. Hann er í rauninni ákaflega skap- þungur og leiðinlegur. Mér finnst hann ekki sérlega skemmtileg týpa. En það er gaman að takast á við hann samt sem áður,“ sagði Þórður og vildi ekki laga á sér bindið. Það er nefnilega partur af múnderingunni að vera með skakkt bindi. Hólmfríður Hennannsdóttir: Hún lifir jyrir hann! Hólmfríður Hermannsdóttir leik- ur ungfrú Marion Selfby, einka- ritara herra Marshalls. Og það er nú svo undarlegt með það, að ungfrúin er yfir sig ástfangin af yfirmanninum. „Hún er kolrugluð," sagði Hólmfríður þar sem hún sat í búningsherberginu og prjónaði í gríð og erg. „Hún er rosalega hrifin af Marshall og lifir alveg fyrir hann. Hún er ákaflega aum af sér, hálf- gerð rola. Ungfrú Selfby er ekki sérlega glaðlynd. Hún er í raun- inni ákaflega lík mér. Stekkur sjaldan bros,“ sagði Hólmfríður alvarleg og prjónandi. Svo kom hlátursgusa. „Nei, við erum algjörar andstæður." Hólmfríður sagðist hafa byrjað að leika í skólaleikritum. Hún hefur tekið þátt í nokkrum sýn- ingum með Leikfélaginu Vöku á Grenivík, þar á meðal Vatnsber- unum, Óvitunum og Allir eru þeir eins. „Jú, ég er orðin svolítið stressuð," svaraði Hólmfríður lokaspurningunni um frumsýn- ingarskrekkinn. Ama Gunnarsdótúr: Það snýst allt um straka.... „Þetta er í annað sinn sem ég leik. Síðast lék ég Lillu í Sauma- stofunni, en það var síðasta verk- ið sem sett var upp hér hjá leik- félaginu. í Slettirekunni leik ég Victoriu Reynolds. Skrautið á skrifstofunni. Það er svolítið erfitt að lýsa henni. Þetta er ekki stórt hlutverk. Frú Piper tekur samt mark á henni. Victoria Reynolds þolir ekki herra Marshall, eftir að hann hafði reynt við hana. Enda er hún yfir sig ástfangin af herra Vesterby. Þetta er rosaleg pæja og það snýst allt um stráka hjá henni.“ - Ertu orðin stressuð fyrir frumsýninguna? „Já, ég er pínulítið stressuð.“ Sigurður Pórisson: Létt og löðurmannlegt „Það eru 23 ár síðan ég steig fyrst á leiksvið. En ég vil helst ekki hugsa svo langt aftur í tímann,“ sagði Sigurður Þórisson, sem leikur lögreglumanninn Goddard í Slettirekunni. „Ég lék fyrst í Húrra krakki og hef verið að af og til síðan.“ - Hvernig er hlutverk þitt í Slettirekunni? „Það er lítið og þægilegt. Lítill texti að læra. í rauninni er þetta ákaflega létt og löðurmannlegt hlutverk. Það felst einkum og sér í lagi í því að opna og loka dyrum.“ - Hvernig er herra Goddard? „Hann er heldur þunnur, grey- ið. - Og hvernig finnst þér það? „Jaaa. Sækja sér um líkir. Svona í andlegum skilningi. Er þetta elcki orðið ágætt?“ Guðni Hermannsson: Nauðsynlegt að gera eitthvað sjálfur „Ég hef leikið með leikfélaginu áður. Var með í Vatnsberunum og svo lék ég hommann Kalla í Saumastofunni. Það var mjög skemmtilegt hlutverk,“ sagði Guðni Hermannsson, en hann leikur unga og geðþekka mann- inn Robert Westerby. „Hann er ekki mjög líkur mér, þessi gaur. Þetta er ungur við- skiptafræðingur á uppleið. Hann

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.