Dagur - 19.03.1986, Side 12

Dagur - 19.03.1986, Side 12
Ritstjóm • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 24222 Árekstrar og umferðaróhöpp í febrúarmánuði urðu 462 talsins. Þar af urðu 182 í Reykjavík en Akureyri kom næst í röðinni með 30. í 426 tilvikum varð einungis um eignatjón að ræða, 32 sinnum var um slys með meiðslum að ræða, dauðaslys urðu 4 talsins en alls slösuðust 50 manns í þessum óhöppum og hlaut helmingur þeirra meiriháttar meiðsli. Sem fyrr sagði urðu 30 umferð- aróhöpp á Akureyri og var í tveimur tilfellum um slys á fólki að ræða. í Skagafjarðarsýslu urðu 11 umferðaróhöpp. í 8 til- fellum varð einungis eignatjón, slys með meiðslum urðu tvívegis og í einu tilfellinu varð banaslys. Á Húsavík og Ólafsfirði varð ekkert umferðaróhapp í febrúar. Hins vegar urðu þau tvö á Dalvík, eitt á Siglufirði, fjögur í Þingeyjarsýslu og eitt í Eyja- fjarðarsýslu. gk-. Bjart yfir atvinnulífinu á Raufarhöfn: Rekstrarkostnaður Jökuls 9 milliónir „Atvinnuástandið hér á Rauf- arhöfn er mjög gott og okkur vantar fólk til starfa,“ sagði Ætlaði að endur - Framleiðsluverðmæt: útflutningsafurða frá Raufarhöfn nam 535 milljónum króna Gunnar Hilmarsson sveitar- og vona menn að það sé liðin tíð stjóri á Raufarhöfn á s.l. ári skjóta Lögreglan á Akureyri hafði í gærmorgun afskipti af manni sem var á ferð í fjörunni skammt frá Krossanesi. Maðurinn var vopnaður byssu og var í þeim hugleiðingum að skjóta stokkendur. Það er að sjálfsögðu óheimilt í bæjarland- inu þótt stokköndin sé ekki alfriðuð. Var maðurinn fluttur á lögreglustöðina og mun hafa fengið áminningu en málið síðan látið niður falla. í stuttu spjalli við Dag. Mikil umskipti hafa orðið í atvinnulífi á Raufarhöfn hin síð- ustu ár. Munar þar miklu að rekstur Jökuls hf. hefur gengið mjög vel og næg atvinna verið við fiskverkun og eins við uppbygg- ingu frystihússins á staðnum. Samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri var rekstrarhagnaður Jökuls hf. á síðasta ári um 9 milljónir króna. Jökull gat staðið í skilum með öll sín gjöld til sveitarsjóðs sem námu 1,4 milljónum króna að stórfyrirtæki staðarins geti ekki staðið í skilum með gjöld sín. Afli Rauðanúps á s.l. ári var 2.560 tonn sem var 600 tonna aukning frá árinu áður og það sem af er þessu ári hefur togarinn veitt mjög vel. Nú er í athugun að breyta Rauðanúpi á þessu ári þannig að hægt verði að heil- frysta um borð t.d. karfa og grá- lúðu og jafnvel rækju. Ákvörð- unar í því máli er að vænta fljót- lega. Byggingaframkvæmdir við nýja frystihúsið standa yfir af miklum krafti, og er stefnt að því að hægt verði að hefja vinnu í húsinu um næstu áramót. Þess má að lokum geta að á síðasta ári nam framleiðsluverð- mæti útflutningsafurða á Raufar- höfn urrt 535 mitljónum króna eða 1.235 þúsund krónum á hvern íbúa sveitarfélagsins. íbúar Raufarhafnar eru 0,18% íslend- inga og á síðasta ári framleiddu þeir 2,41% af heildarútflutningi sjávarafla landsmanna. gk-. eyn. Þessi biðlisti er síðan um mán- aðamót febrúar og mars, en hef- ur aukist að nýju og er um hundr- að manns á þessari stundu. „Það er mjög venjulegur biðlisti þegar hundrað manns eru á honum,“ sagði Svandís. Lengstur varð bið- listinn á Bjargi á árinu 1984 en þá voru á honum tæplega hundrað Febrúar: Fjögur bana Grímsey: Vindmyllan hitar tvö hús „Það er ekki þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín og jiað hefur hún gert hér í Grímsey alltaf af og til,“ sagði Stcinunn Sigurbjörnsdóttir og lét vel af lífinu þar. „Þetta er hreint ævintýri hjá okkur núna, því tíðin hefur verið Vindmyllan í Grímsey. svo góð og aflinn eftir því,“ sagði Steinunn. Bátarnir í Grímsey eru að verða búnir með kvóta sína, verða líklega búnir um páska. Þegar Steinunn var spurð hvað tæki þá við sagði hún: „Ætli við förum ekki að leika okkur. í alvöru talað þá hafa þeir eitthvað til að veiða svo sem grásleppu, ufsa, kola og eitthvað fleira sem ekki er háð kvótanum. Þetta er nefnilega gullkista hér í kringum okkur og er slæmt að ekki megi veiða úr henni, en svona er þetta.“ Góð vinna hefur verið í fisk- vinnslunni í Grímsey í vetu’- og margt af aðkomufólki að störfum. „Ætli það séu ekki kringum tuttugu manns, sem þykir margt í ekki stærra byggða- Jagi,“ sagði Steinunn. Vindmylla þeirra Grímseyinga, „gengur fínt“, hún er farin að hita upp 2 hús núna. Seinna húsið var tengt nýlega og nóg af heitu vatni. Hún gengur eins og við vorum búin aÁ spá hér í Gríms- ey. Það vantaði stundum vind í vetur til að hita vatnið, því hún þarf minnst 4 vindstig til að ganga,“ sagði Steinunn. Mikið af fugli er komið í Grímsey. „Við erum farin að kvaka með honum, því fuglinn boðar vorið. Þó finnst okkur hann vera heldur snemma á ferðinni, því það má reikna með einhverju hreti, því við vilj- um heldur fá slíkt fyrr á vet- urna,“ sagði Steinunn og bað um kveðjur í land. gej- Á fömum vegi. Mynd: - KGA. Endurhæfingarstöðin á Bjargi: 100 manns á biðlista „Við vorum mjög upp með okkur fyrir skömmu, því þá var biðlistinn kominn niður fyrir hundrað manns og það hefur ekki verlð svo fámennur biðlisti síðan endurhæfingar- stöðin hóf starfsemi sína,“ sagði Svandís Hauksdóttir sjúkraþjálfari á Bjargi á Akur- og fimmtíu. Ýmsir sjúkdómar eru með- höndlaðir á Bjargi. Svandís sagði að mest væru það atvinnusjúk- dómar, svo sem vöðvabólga, bakmein og fleira sem kallað er álagssjúkdómar. „Okkar skjól- stæðingar eru á aldrinum frá nokkurra mánaða upp í nírætt,“ sagði hún. gej-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.