Dagur - 26.03.1986, Síða 16

Dagur - 26.03.1986, Síða 16
★ Barkar og slöngur STRAUNIRflr ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- OG RAFMAGNSVÖRUR Furuvöllum 1 • 600 Akureyri • Sími 96-26988 „Forsjálni er misjöfn“ - þegar menn leggja í fjallaferðir „Hér er sól og blíða og öllum líður vel,“ sagði foringi skátanna í talstöðvarsamtali við Ólaf Kjartansson í gær- morgun. Mynd: KGA. Fjallaferðir hafa löngum heillað og á seinni árum hafa sífellt fleiri og fleiri tekið sig upp og farið til fjalia, m.a. um páska. Forsjálni er mis- jöfn og skjótt skipast veður í lofti. Því hefur oft þurft að kalla út björgunarsveitir til að leita að ferðalöngum sem hafa villst eða týnst vegna slæms veðurs eða bilana í útbúnaði og farartækjum. Nú í dag er 25 manna hópur skáta á aldrinum frá 15 ára í fimm daga ferð á Flateyjardal. Þau ganga á skíðum og bera með sér allan þann mat og útbúnað sem þau þurfa til að geta legið úti, í svo til hvaða veðri sem er, svo dögum skiptir. Skátarnir hafa vikum saman undirbúið þessa ferð undir styrkri stjórn reyndra foringja þar sem þau eru búin undir að geta mætt ólíkustu aðstæðum, án þess að lenda í vandræðum. Þau hafa reglulegt talstöðvar- samband við Ólaf Kjartansson sem er þeirra tengiliður í bæn- um og sér um að miðla upplýs- ingum um líðan og gengi skát- anna til aðstandenda. Ef þetta unga fólk væri tekið til fyrir- myndar í því hvernig á að umgangast náttúruna með virð- ingu og varkárni væru líklega færri útköllin þar sem hópar manna þurfa að rífa sig upp í dýra og erfiða leit að vanbúnum ferðamönnum. En sem betur fer eru þeir fleiri sem ekki verða fyrir skakkaföllum og komast hljóðlaust og hjálparlaust allra sinna ferða. -yk. „Sé ekki að lausn sé í sjónmáli“ - segir Davíð Jónsson rafeindavirki, en þeir eru nú farnir að ráða sig annað í vinnu Drangey seldi í Þýskalandi Sauöárkrókstogarinn Drangey SK-1 seldi í gærmorgun í Þýskalandi 120 tonn fyrir 377 þúsund mörk eða 6,7 milljónir íslenskra króna. Meðalverð var rúmlega 56 kr. fyrir kg sem er nokkuð gott mið- að við aflasamsetningu, en aflinn var að langmestu leyti grálúða og karfi. Hásetahlutur var um 80 þúsund krónur. Togarinn mun nú sigla heim á leið en halda síðan á veiðar og selja aftur í Þýskalandi áður en skipið fer í miklar breyt- ingar þar um 20. apríl. „Eg sé ekki aö það sé nein lausn í sjónmáli og menn eru farnir aö ráða sig í vinnu annað,“ sagði Davíð Jónsson rafeindavirkjameistari og verkstjóri hjá Pósti og síma á Akureyri er Dagur ræddi við hann í gær um uppsagnir raf- Þrír þrautþjálfaöir jökla- menn frá Akureyri sem allir eru félagar í Flugbjörgunar- sveitinni héldu sl. laugardag í snjóbíl inn í Gæsavötn, en þaðan ætluðu þeir að labba yfír Vatnajökul. Kapparnir þrír eru að gera sína þriðju tilraun til að komast yfir Vatnajökul. Árið 1984 urðu þeir frá að hverfa vegna þess að einn þeirra þjáðist af snjóblindu eindavirkja hjá Pósti og sima og Ríkisútvarpinu. Eins og fram hefur komið í fréttum sögðu 9 rafeindavirkjar hjá Pósti og síma á Norðurlandi upp störfum, 5 á Akureyri, einn á Blönduósi og Sauðárkróki, tveir á Húsavík og auk þess tveir raf- og í fyrra lenti einn þeirra, Kristján Hálfdánarson í jökul- sprungu sem landsfrægt varð. Auk Kristjáns eru í ferðinni félagar hans Friðrik Sigurðsson og Rúnar Jónsson og óljósar fregnir eru af því að fjórði rnað- urinn sé með í för. Sem fyrr sagði eru þeir allir þrautþjálfað- ir og sætta sig grcinilega ekki við „ófarirnar" undanfarin ár og ætla að vinna sigur í baráttunni við Vatnajökul. gk-. eindavirkjar hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri. Davíð sagði að einn fimm raf- eindavirkjanna hjá Pósti og síma á Akureyri væri að flytja til Reykjavíkur og a.m.k. tveir aðrir hefðu fengið tilboð um vinnu. Þá sagðist hann vita að rafeindavirk- inn á Blönduósi væri búinn að ráða sig í aðra vinnu og sá á Sauðárkróki væri á leið til Reykjavíkur. „Það er hlaupin svo mikil stífni í þetta mál að ég tel ekki líkur á því að menn komist að sam- komulagi á næstunni. Fjármála- ráðherra hefur lýst því yfir að hann ræði ekki við okkur nema við snúum fyrst til vinnu en við erum fastir fyrir á móti. Við myndum þó mæta til vinnu í ein- hvern tíma a.m.k. ef við hefðum loforð fyrir því að við okkur yrði talað. Annars hefur okkur verið til- kynnt að við séum ekki lengur á launaskrá hjá Pósti og síma og það túlka ég auðvitað þannig að menn þar séu búnir að viður- kenna uppsagnir okkar,“ sagði Davíð Jónsson. gk-. Ætla sér að sigra jökulinn Flugleiðir: 3000 manns til og frá Akur- eyri „Það er miðað við að páska- ferðir hafi byrjað um miðjan dag í gær og standi fram á þriðjudag eftir páska. Á þess- um tíma fljúga Flugleiðir 21 ferð með Fokkervélum og 5 þotuferðir með Boeing 727. Að sjálfsögðu er þetta breyt- ingum háð og fer eftir veðri og breytingum á eftirspurn,“ sagði Gunnar Oddur Sigurðs- son umdæmisstjóri Flugleiða á Akureyri um ferðir Flugleiða milli Reykjavíkur og Akureyr- ar. Bókaðir farþegar frá Reykja- vík til Akureyrar eru 1154 og á biðlista eru 184, eða samtals 1338 farþegar í þessum 26 ferðum frá Reykjavík. Frá Akureyri til Reykjavíkur eru bókaðir 1298 farþegar og 253 á biðlista eða 1551 farþegi. Gunnar áleit að munur á fjölda farþega til og frá Akureyri væri vegna þess að nokkuð af fólki væri þegar komið til Akureyrar í páskafrí. Varðandi biðlistana sagði Gunnar Oddur að margt af því fólki sem væri á þeim listum væri bókað á annað flug, en óskaði eftir breytingum. Einnig sagði hann að búast mætti við tölu- verðri aukningu á farþegafjölda fram á síðasta dag. „Það verður að koma öllum á áfangastað og verða gerðar breytingar eftir því sem við verður komist,“ sagði Gunnar Oddur. Flugleiðir hafa tekið á leigu Fokker-vél í Bretlandi og hafa því yfir eðlilegum flugflota að ráða þegar páskaferðirnar kom- ast í fullan gang. gej- Akureyri: Innheimta bæjargjalda gengur vel „Innheimta bæjargjalda geng- ur eðlilega fyrir sig nú sem endranær,“ sagði Rafn Hjalta- lín bæjargjaldkeri á Akur- eyri. „Við finnum engar breytingar frá fyrri árum og menn standa mjög vel í skilum með bæjargjöld og fasteignagjöld. Það er ekkert sem bendir til þess að breytingar verði þar á,“ sagði Rafn. Vegna umræðna um fátæktarmörk að undanförnu var hann spurður hvort innheimtumenn bæjarins hefðu orðið varir við breytingu á fjárhagsgetu fólks. „Það eru allir fátækir í rauninni og margir eiga erfitt um stundarsakir, en það er ekki meira en verið hefur,“ sagði Rafn Hjaltalín. gej-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.